Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 50

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en það er nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Þar er auk þess að senda kveðju, sagðar helstu fréttir úr sveitinni. Skessuhorn leitaði til átta valin- kunnra Vestlendinga og þeir beðnir að senda lesendum Skessu- horns jólabréf úr sínu heimahér- aði. Kunnum við þeim bestu þakk- ir fyrir. Kveðja frá Hellissandi og Rifi Jöklakórinn, sameinaður kór kirkjukóra frá Hellissandi, Olafs- vík, Grundarfirði og Stykkis- hólmi flutti okkur sérstaklega góða og ánægjulega jólatónleika í byrjun desember. Þessi fjöl- menni, góði og kraftmikli kór gerði okkur ljóst að jólin væru á næstu grösum og um leið að ár- angur kórfélaganna á tónlistar- sviðinu sýndi hverju alvöru sam- eining gæti áorkað. Um svipað leyti kom sú frétt að Vegagerðin hefði auglýst eftir tilboðum í kaflann sem eftir er að endurbyggja af Umesvegi frá Saxhóli suður fyrir Háahraun. Tilboðin á að opna tæpri viku fyrir jól. Hjá okkur hér fyrir utan Enn- ið er þetta merkur viðburður. Það má jafna þessari frétt og því sem með henni er boðað við þann viðburð fyrir hálfri öld þegar lokið var við að gera Út- nesveginn akfæran, Hellissandur komst í vegasamband og sérleyf- isrútan tók upp áætlun til Hell- issands fyrir Jökul. Arið 2001 var stofnsettur Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Þá var haldin hátíð og ræður fluttar með fyrirheimm. Það fyrirheit sem undirrimðum festist best í minni var yfirlýsing samgöngu- ráðherrans Smrlu Böðvarssonar um að á næstu árum yrði lokið við að endurbyggja Útnesveg með bundnu slitlagi. Við það fyr- irheit er hann nú að standa. A vetrarvertíðinni árið 1956 hófust róðrar ffá hinni nýju Rifs- höfn. I Rifi er enn mikil upp- bygging og stórframkvæmdir fyrirhugaðar. Fimmtíu ára af- mæli er stórafmæli. Liðið ár er slíkt afmælisár hér hjá okkur. Nú á lokadögum ársins 2006 lítum við yfir þessa fimm áratugi og fögnum yfir því hve margt af því sem lagt var upp með að koma í framkvæmd í upphafi tímabilsins hefur náð fram að ganga. Við minnumst samstöðunnar og allra þeirra sem að verki hafa staðið. Það er mikið breytt Snæfells- nesið í dag frá því það var fyrir fimmtíu árum. Þá var ekki kom- ist á bíl milli byggða. Hafninar voru vanbúnar. Það má margt upp telja. Gjöfum og kveðjum verður fagnað á komandi jólum sem jafnan fyrr. Lesendum og starfs- fólki Skessuhorns eru sendar bestu kveðjur og þakkað fyrir liðið. Lokaorðin eru svo til sam- gönguráðherra, Sturlu Böðvars- sonar: Þakkir fyrir stóru jóla- og áramótagjöfina til okkar hér undir Jökli og allra Snæfellinga, útboðinu á lokaáfanga á upp- byggingu Útnesvegar og þar með hringvegar um Snæfellsnes. Með óskum um gleðileg jól, gott og farsælt nýtt ár. Skúli Alexandersson Hrútajól Jólin eru að koma. í ber- skuminningu eru þau líka tengd hrútum: Bröltið í hrútastíunni fór vaxandi eftir því sem nær leið hátíðum. Fyrir kom að jötubönd og slár væru í maski er komið var í hús að morgni og faðir minn átti fullt í fangi með að halda aft- ur af hjarðarhöfðingjunum þegar til embættis var gengið með þá. Þeir voru í útrás. Okkur bróður þótti betra að vera í vari uppí jötu á meðan þeir lögðu grund- völíinn að framtíð sauðfjárstofns og afkornu heimilisins. Æskuminningin rifjaðist upp fyrir mér á dögunum er við fjöl- skyldan fórum í kaupstaðarferð: Fram úr okkur yfir heila línu geystist bifreið, það var hæð framundan og umferð drjúg. Spakur, stóri hrúturinn heima, vildi líka alltaf fara miklu hraðar en nam gönguhraða pabba. Þessi ökumaður stefhdi sýnilega að því að auka þjóðarframleiðsl- una og hagvöxtinn - annað hvort með því að komast 23-25 sek- úndum fyrr til kaupskapar í Kringlunni eða lenda lemstraður inni á einhverri heilsustofnun- inni - skrýtið annars hvernig þeir reikna þjóðarframleiðsluna? Þessi ökumaðurinn slapp við það síðarnefhda, sem betur fór og við ókum áfram minn einbreiða helming Vesturlandsvegar. I Kringlunni skiptum við liði - farþegarnir fóru inn að versla; ég fór að leita að bílastæði: fann það eftir tæp þrjú korter. Hafði þá líka aukið hag- vöxtinn. Við leit- ina hafði ég meðal annars ekið framhjá nokkrum milli- súlnastæðum þar sem nettum bíl- um var lagt þannig að í tveimur stæðum stóð einn bíll; sýnilega er gott að hafa hvíta línu til viðmiðunar undir miðju bíls. Líka fínt að hafa rúmt um sig og losna við hnoð og rispur frá klaufum sem ekki kunna að leggja bíl í stæði. Spakur gamli þurfti stundum tvö pláss á jötu, sérstaklega á jóla- föstu, ella átti hann það til að hafa félaga sína undir eða lemja þá til skaða. Við bárumst með straumnum um búðagötuna; asinn var að sönnu misjafn. Sumir liðu um og nutu stundarinnar. Aðrir minntu á Spak gamla er gjarnan strekkti um arminn (en armur heitir m.a. kró hér fyrir sunnan) svo ærnar hrukku undan til beggja hliða nema þær fáu sem náttúran hafði kallað til athafna þann daginn. Fyndi Spakur enga slíka krafðist hann þess að fara yfir í næsta arm og leita þar. Kannske er það ekki útí hött að tala um sauðsvartan almúg- ann. Kannske er það eitthvað sambærilegt sem ræður asa manna og hrúta þegar dregur að hátíð ljóss og friðar. Tilfinningin stundum sú að maður sé að missa af einhverju, tapa tíma, verða of seinn - að það verði að gera eitt- hvað! Síst er það því undrunar- efni þó einhver missi móðinn - finnist hann ofurliði borinn af einhverju sem hann eiginlega veit þó ekki hvað er. En önnur mynd rifjaðist upp frá árinu sem senn er liðið: Sól- skinsdag einn í september hringdi hann Siggi minn í Ey og bauð mér í gönguferð með sér upp með Hvítá. Veðrið gat ekki verið betra; morgundögg á söln- andi grösum, stafalogn, sólskin og ekki ský á himni. Siggi sagði mér til kennileita og við ræddum lífið og tilveruna á rölti okkar. Langt í fjarska heyrðist til um- ferðar og stöku athafna árrisulla nágranna. Áin speglaði sig í bláma himins. Streymdi fram þungt en hljóðlega. Alltaf kom nýtt vatn í stað þess sem leið hjá. Á augnablikinu runnu vatnið og tíminn saman í eitt: Speki hygg- innar nágrannaþjóðar holdgerð- ist þarna á árbakkanum: Tíminn kemur. Hann þrýtur ekki. Og í jólaös og pústrum troðins strætis verslunargötu Kringlunn- ar undir skrauti og hátíðartónum læddist að mér ómur af erindi Jakobs Jóhannessonar Smára eins og þungur straumur Hvítár septemberdaginn góða: Ó, Jesúbam, þií kemur mi í nótt, og nálægð þína ég í hjartafinn. Þú kemur enn, þú kemur undra hljótt, í kotinjafnt og hallir fer þú inn... Kannske hefur hann Spakur gamli líka fundið til kyrrðar í hjarta sínu er hann lagðist til hvíldar eftir erfiði jólaföstudag- anna? Alla vega lá hann þá kjur og amaðist ekki við stíubræðrum sínum. Lét sér jafhvel nægja eitt pláss við jötuna... Bjami Guðmundsson Hvanneyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.