Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 61

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 61
^kUsvnuLi MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 61 svo galið. Til að gera langa sögu mjög stutta varð mitt hjónaband þó ekki eitt af þeim farsælu og við skildum fyrir nokkrum árum. Ég ílengdist þó á Islandi, enda eigum við saman tvo syni sem eru fæddir hér og uppaldir, og reikna með að vera hér áfram.“ Eggjajól í Búlgaríu Þó Pauline sé ekki lengur í söfn- uðinum segir hún árin í trúboðinu hafa verið ákaflega gefandi og dýr- mæt, enda hafi hún haft tækifæri til þess að ferðast um allan heim með góðu fólki og láta gott af sér leiða. Ein eftirminnilegustu jól sem hún hefur upplifað átti hún einmitt með trúboðahóp sem hún dvaldi með í Búlgaríu árið 1990. „Við vorum sjö í þessum hópi, hvert frá sínu landinu og deildum öllu. Hvert með öðru og líka þeim sem til okkar leituðu. Eg var gjald- keri hópsins og varð að halda vel utan um peningana, enda höfum við ekki úr miklu að spila. Einn daginn þegar ég var á göngu um borgina rétt fyrir jólin rakst ég á hóp af fólki sem stóð í löngum röðum til þess að kaupa egg! Mað- urinn sem var að selja þau stóð á götuhorni með risastóra stafla af eggjabökkum og allir voru æstir í að kaupa. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki séð svo mikið sem eitt einasta egg í verslunum þetta hálfa ár sem við höfðum dvalið í Búlgaríu og blandaði mér auðvitað í röðina. Ætli ég hafi ekki keypt hundrað egg eða svo. Þegar ég kom heim þustu félagar mínir á móti mér og fögnuðu ákaft, enda höfðu þau heyrt það í útvarpinu að verið væri að selja egg í borginni. Seinna tíndust fleiri inn sem líka höfðu komist yfir egg og þegar upp var staðið áttum við svo mikið af þeim að hef ég aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð svona mikið af eggjum." Pauline hlær og segist seinna þennan sama dag hafa kom- ist að því að eggjasalan hafi verið eins konar jólagjöf ríkisstjórnar- innar til fólksins í landinu. Venju- lega hafi öll egg sem búlgarskar hænur verptu verið seld til Grikk- lands, en þessa örfáu daga fyrir jól hafi þjóðin mátt kaupa þau til eig- in brúks. Jólamatur trúboðanna það árið voru því steikt egg, soðin egg, eggjahrærur, eggjasufflé, eggjakökur og allt annað sem hægt er að matreiða úr eggjum. Allir sem leituðu til safhaðarins fengu svo fimm egg í jólagjöf og því hafi þau ekki verið svo ýkja lengi að koma þeim út. En fékk Pauline ekki nóg af eggjum eftir þessi miklu eggjajól? „Nei. Þvert á móti, mér hlýnar alltaf um hjartarætur þegar ég sé egg og rifja upp þessi dásamlegu jól sem ég átti í Búlgaríu. Egg eru mér í dag sífelld áminning þess hve maður getur verið glaður yfir litlu, ef maður er þannig innstillt- ur. Þessi egg kenndu mér líka að gera mikið úr litlu, og það var dýr- mæt lexía.“ Gott að búa á Akranesi Pauline er ánægð á Akranesi. Þar segir hún gott að búa, fólkið vinalegt og andrúmsloftið afslapp- að og reiknar með að vera þar á- fram. „Eg viðurkenni að ég hafði ofurlitlar áhyggjur af því hvernig mér myndi líka því bærinn er minni en þeir staðir sem ég hef búið á áður. En þetta er alveg mátulega stórt samfélag og innri stoðir bæjarins eru sterkar, hér er allt sem gott samfélag þarf á að halda; sjúkrahús, verslanir, góðir skólar og gott fólk sem hefur tekið okkur vel og ég hlakka til að kynn- ast því öllu betur.“ ALS Samstaða í Borgarbyggð? Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða fjárhagsá- ætlun fyrir árið 2007 á fundi 14. desember sl. Það er ánægjulegt að meiri og minnihluti geti orðið sammála um um jafn mikilvægan þátt í stjórnun sveitarfélagsins og í raun hefur ekki verið mikið um árekstra fram að þessu þó áherslur séu eðlilega nokkuð misjafnar. Þar sem þessi fjárhagsáætlun er sú fyrsta sem unnin er í sveitarfé- laginu er eðlilegt að skoða hana samhliða þeim áherslum sem flokkarnir lögðu í kosningunum í vor. Þá kemur í ljós að ekki fara alltaf saman orð og efhdir og er það nokkuð áberandi hvað meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Borgar- lista varðar. Þeir birtu í stefnu- skrám sínum langa loforðalista sem allir áttu að sjá að ekki var innstæða fyrir. Einmitt þess vegna má hvergi í fjárhagsáætlun sjá merki um að meirihlutinn ætli sér að standa við loforð um gjald- frjálsan leikskóla eða lækkun leik- skólagjalda, aukið námsframboð í grunnskólum, sérstaklega þeirra fámennari, sérstakt átak í hreins- un og fegrun Borgarness og ann- arra þéttbýlisstaða, áherslu á stað- ardagskrá 21, endurbætur og ný- framkvæmdir leiksvæða, fjármagn til reiðvega, lýsingu við lögbýli og tómstundaskóla fyrir 6-9 ára börn svo nokkur þessara gleymdu lof- orða séu nefnd. Og þrátt fyrir að tekjur sveitarfélagins séu áætlaðar töluvert hærri en eðlilegt var að gera ráð fyrir þegar þessi kosn- ingaloforð voru gefin fara 98,2% af tekjum í rekstur. Framsóknarflokkurinn lagði upp með það í kosningabarátt- unni að sveitarfélagið væri vax- andi samfélag og því þyrfti að ein- beita sér að uppbyggingu þjón- ustu fyrir alla íbúa ekki síst í leik- skóla og öldrunarmálum. Það er fjárfrekt verkefni og á meðan þurfa önnur góð mál að bíða. Við vildum t.d fara með aldur leik- skólabana í 18 mánuði meðan meirihlutaflokkarnir vildu miða við tveggja ára aldur. Það skemmtilega hefur gerst að okkar stefha hefur orðið ofaná og upp- bygging verður við það miðuð. Þá er eðlilega ekki svigrúm til að lækka eða fella niður gjöldin, rétt eins og við héldum fram í kosn- ingabaráttunni. Við fögnum þessari stefnubreytingu meiri- hlutans - EN, framtíðin hlýtur að fela í sér að leikskólastigið verði eins og önnur skólastig gjaldfrjáls fyrir notendur. Aður þarf þó að breyta tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. A 1 1 i r f 1 o k k a r lögðu á það áherslu að byggja upp íþrótta- mannvirki í sveitarfélaginu. Gervigrasvellir verða byggðir á Hvanneyri, á Bif- röst og við Laugagerðisskóla. Hins vegar eru engar áætlanir um< að hefja framkvæmdir við íþrótta- miðstöð í Borgarnesi fyrr en árið 2010. Það gengur ekki og hafa Framsóknarmenn talað fyrir því að þær framkvæmdir hefjist fyrr, ekki síst vegna aukins íþróttaá- huga og stofnunar Menntaskóla Borgarfjarðar. Eg á ekki von á öðru en að samstaða náist um það enda á eftir að vinna vel í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins næstu vikur. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2007 er ekki gallalaus, en hún er með vísan í ofanritað, áv margan hátt líkari stefhumörkun Framsóknarmanna en meirihluta- flokkanna. Því var einboðið að Framsóknarflokkurinn samþykkti áætlunina. Sveinbjöm Eyjólfsson. 1 www.skessi ihom.is Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla 03 farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum Óskum Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári V Virðing Réttlæti VR L SNÆFELLSBÆR óskwn snœfellsbæingum og ImmdsmmmMum ollum gleðiíegra jSía og farsœldar & komandi ári Snœfellsbœr TJíð óslcum TJes t dcn 2inguni öláum gáaöiácgta jóla cuj ifatsæádat d nijju ázi VIE>SKIPTAÞ)ÖNUSTA\^-^ AKRANESS_______________ Stillholti 23, 3. hæð • Akranesi • Sími 431-3099 www.vtha.is • vtha@vtha.is álliú-Lba fijónustu ftfiit einstiiklinga o$ fiiftiltœki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.