Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVTKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Sólin er sest og kuldalegt kyöidið tekið við völdum. Ský 'skyggir á stjörnur og tungl. Dimma og drungi leggjast yfir láð og lög. Jörðin er auð. Hún kyndir þannig undir dekkra kvöldi og nærir nóttina á meira myrkri. Það er skammdegi og augsýnilegt að skammdegið er skuggalegt í öllu sínu veldi þeg- ar allt er autt, dimmt og kalt. Skyndilega fellur snjór á fold. Skýið léttir á byrði sinni. Logn- drífan svífur til jarðar eins og fiður og gefiir sér nægan tíma til að íhuga hvar skuli lent að þessu sinni. A örfáum augnablikum hefur ásýnd jarðar breyst að miklum mun. Hin auða jörð sem endurspeglaði dökka liti er ekki lengur fyrir hendi. Landið er nú litað hvítum, skærum og björtum litum. Almálaða landið kastar skærri birtu sinni til móts við myrkur næturinnar. Lengi vel má vart á milli sjá hvort hef- ur betur, ljósið eða myrkrið. Þá gerist atburður sem ríður bagga- muninn. Skýið, sem hafði málað marauða jörðina, klofnar í tvennt. Fullur máni brýst fram í allri sinni dýrð með óteljandi stjörnur sér til fulltingis. Tunglið varpar ljósi sínu yfir fannhvíta jörðina, sem endur- kastar henni til himinsins. Það myndast tengsl milli himins og jarðar. Allt lýsist upp og verður sem nýr og heiður dagur. Skap- arinn er í góðu skapi. Hann er í sannkölluðu jólaskapi. A einu augabragði hefur hann breytt dimmri og drungafullri nótt vonleysis í skýlausa birtustund vonar og eftirvæntingar. Þannig vinnur Drottinn Guð, skapari himins og jarðar. Um langan aldur hafði legið myrkur yfir mannkyni, myrkur sem einkenndist í raun og veru af tilgangsleysi og vonleysi. Líf mannkyns var autt, dimmt og kalt. En mitt í öllu vonleysinu, eða fyrir 2000 árum, sáu vitring- ar í Austurlöndum skæra og skínandi stjörnu renna upp á himininn. Hennar vegna varð dagljóst og ratljóst til Betlehem, og það nýttu þeir sér. Þar fundu þeir frelsarann fæddan, Jesú Krist, ljós heimsins. Guð hafði vitjað lýðs síns í syni sínum. Guði var svo annt um sköpun sína og börn sín að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sá maður sem á hann trúir myndi ekki glatast heldur hafa eilíft líf. Hann sendi ljósið til lýsa myrkvuðu mannkyni og gefa því von og tilgang með lífi sínu. En myrkrið var mikið, magnþrungið og áþreifanlegt. Það vildi ekki taka á móti ljósinu en reyndi í staðinn að fyrirkoma því. Það voru tvísýnir tímar. Ljós og myrkur mættust og átt- ust við. Ljósið var fest á kross og birtan fór dvínandi, allt leit út fyrir svanasöng þess. A þriðja degi þaðan í ffá gerðust undur og stórmerki. Ljósið lýsti að nýju og af enn meiri krafti en fyrr. Það lýsti af sannkölluðum dýrðarljóma eilífs lífs. Þannig gaf það mönnunum von og trú á eilíft líf og frelsi frá synd og dauða. Þannig vinnur Drottinn Guð í syni sínum, frelsaranum Jesú Kristi. Jólin eru að ganga í garð. Kristnir menn búa sig undir að taka á móti ffelsara sínum. Há- tíðin, nú sem endra nær, sækir misjaftilega að fólki. Það er mis- vel búið undir að fagna fæðingu ffelsarans. Sumir eru staddir á upplýstum hátindi hamingju og gleði. Aðrir í dimmum dal sorg- ar og þjáningar. Sumar fjöl- skyldur eru að halda sín fyrstu jól effir nýstofnað samband eða hjónavígslu eða eftir að nýr ein- staklingur fæddist inn í fjöl- skylduna. Aðrar fjölskyldur eru hins vegar að syrgja látinn ástvin og halda sína fyrstu jólahátíð án návistar hans. En hvort sem menn eru staddir á hamingju- tindi, í hryggðarmyrkri, eða mitt á milli, þá á fagnaðarerindið um fæðingu frelsarans erindi til þeirra allra. Það erindi gerir góða hamingju að sannri ham- ingju og breytir sárri sorg í huggunarríka gleði. Það kveikir hjá okkur effirvæntingu, von og tilhlökkun um það sem í vænd- um er. Það vekur þrá til þess hugsa hlýtt til bræðra okkar og systra með bögglum eða bréf- um. Fagnaðarerindið gleður og huggar, kveikir von og vekur þrá. Þannig vinnur Drottinn Guð í huggaranum, hinurn heilaga anda. Megi Drottinn Guð gefa okk- ur gæfuríka aðventu og gleðileg jól. Magnús Magnússon sóknarprestur í Olafsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.