Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 67
MIÐVHÍUDAGUR 20. DESEMBER 2006
67
■-f.VtllM.J
Rikld fótboltakappi
Rikki og Ninna nýgift og komung. Þau gengu t hjónaband ájóladag 1949. Sr. Jón M.
Gutjónsson gafþau saman. Ragnheiður, elsta dóttir þeirra, varskírð sama dag.
Þessi skemmtilega mynd var tekin sk'ómmu eftir að Ríkharður fermdist. Fermingarpen-
ingana notaði hann m.a. til aðfata sig upp og gerði það með stæl. A höfði ber hannfor-
láta Battersby hatt, sem var óskadraumur margra ungra manna.
Þeir eru ekki margir mennimir
sem með framgöngu sinni hafa
komið bæjarfélagi sínu rækilega fyr-
ir í hugum landsmanna. Það gerður
þeir hins vegar án efa knattspymu-
kappamir frá Akranesi sem á sjötta
áraug síðustu aldar skemmtu lands-
mönnvun með frækilegri framgöngu
sinni á vellinum. Ekki aðeins vegna
hæfileikanna sem knattspymumenn
heldtu- einnig með drengilegri og
líflegri framkomu. Fremstur þeirra
var án efa Ríkharður Jónsson.
Rikki er þekktasti knattspymu-
kappi sem Island hefur afið og stun-
ir segir að hann sé enn sá besti. Fyr-
ir skömmu kom út saga hans sem
Jón Birgir Pétursson færði í letur.
Saga Rikka er saga mikilla sigra en
einnig djúprar sorgar og mótlætis.
Hún er saga íþróttamanns, félags-
málamanns, stjómmálamanns, iðn-
aðarmanns, fjölskyldumanns og
Skagamanns. Það er bókaútgáfan
Tindur sem gefur bókina út og hér
að neðan birtast kaflar úr bóldnni.
* s
Islandsmeistarar IA 1951
- upphaf gullaldar
Fjórði og síðasti leikur okkar í
mótinu var að kvöldi 20. júní 1951,
- þann dag má alveg kalla upphaf
gullaldar fótboltans á Akranesi. Það
kvöld unnum við Víkinga, sem áður
höfðu lagt félaga mína í Fram með
4:0. Möguleikar fyrir leiká kvöldsins
vom tveir, þ.e, að við töpuðum fyrir
Víkingi og að Fram ynni Val. Þá
hefðu Akranes og Fram, mín félög,
þurft að kljást um sæmdarheitið
„Besta knattspyrnufélag Islands
1951“. En svo fór ekki. Fram hafði
tapað gegn Val rétt áður en við
gengum til leiksins. Við gengum inn
á völlinn gegn Víkingi sem sigurveg-
arar, Islandsmeistarar. Við gátum
þess vegna tapað leiknum.
Eins og oft vill verða þegar svona
stendur á, gengum við Skagamenn
til leiksins nokkuð kokhraustir, ætl-
uðum svona að labba í gegum þetta
og mala Víkingana. Við vomm í sig-
urvímu og hugsuðum kannski minna
um verkefiú kvöldsins. Niðurstaðan
var sú að við rétt mörðum jafntefli
gegn Víkingi, 2:2 minnir mig. En
eitt stig þar og sigur á Islandsmóti.
Islandsbikarinn fór á Skagann!!! Það
var í fyrsta sinn sem sá bikar fór út
fyrir Elliðaámar ef svo má segja,
aldrei hafði utanbæjarfélag unnið
mótið fyrr. Eg verð að viðurkenna
að nokkram vikum fyrr, þegar við
fórum að undirbúa hðið fyrir þetta
íslandsmót, þá datt mér ekki í hug
að við ættum raunhæfa möguleika á
að vinna mótið. Þessi sigur var afar
óvæntur en að sama skapi mjög kær-
kominn.
Það var því góð tilfinning að taka
við Islandsbikamum þarna vestur á
Melavelfi, stór stund fyrir okkur
strákana af Skaganum. Og fagnaðar-
lætin vora mildl, margir heimamenn
fylgdu okkur og fjölmargir Reykvík-
ingar héldu með Akranesi og sóttu
alla okkar leild.
Hátíðahöld á bryggjuimi
Heim var haldið með Laxfossi
með bikarinn góða. Það þarf varla að
taka ffam að stemningin var sérstök.
Um borð í skipinu vora 350 ánægð-
ir stuðningsmenn. Og þegar skipið
lagði að hafnarbakkanum á Akranesi
blasti við mannfjöldi, sagt að þar hafi
beðið okkar 650 manns. Karlakór-
inn Svanir, undir stjóm Geirlaugs
Ámasonar söng okkur til heiðurs og
Sveinn Finnsson bæjarstjóri ávarp-
aði okkur og það gerði líka Guð-
mundur Sveinbjörnsson formaður
Iþróttabandalags Akraness. Þegar
við voram komnir á fast land þurft-
um við að faðma og kjassa marga
eins og skiljanlegt var.
Eg man að Morgunblaðið gat um
móttökumar sem við fengum og
Oddur fréttaritari, sá ágæti og
skemmtilegi penni sagði orðrétt
þetta: ,Á leiðinni heim í nótt tókst
mér að taka í höndina á Ríkharði og
óska honum til hamingju. Hann er
nú ,Albert“ okkar Akurnesinga."
Okkur var mikill sómi sýndur og það
kunnum við vel að meta. Við höfð-
um lagt okkur fram við æfíngarnar
og það skilaði sigri, - þeim fyrsta.
Shkar móttökur áttum við efitir að fá
oftar á næstu áram. Sturlaugur
Böðvarsson útgerðarmaður gaf
Iþróttabandalaginu stórgjöf í tilefhi
af Islandsmeistaratigninni, 10 þús-
tmd krónur sem verja átti í þágu
íþróttanna á Akranesi. Sigurinn á Is-
landsmótinu hafði gríðarleg áhrif á
Akranes, það var nánast bylting í
knattspyrnumálum, og lyfti sjálfsáliti
bæjarbúa sem fundu fyrir óvæntri
upphefð. Areiðanlega hafði þetta
líka sitt að segja fyrir önnur bæjarfé-
lög landsins sem aldrei höfðu hugað
að þátttöku í Íslandsmótinu.
Þessi fyrsti sigur okkar var óvænt-
ur en vannst ekki af sjálfu sér. Hann
skapaðist af mikilli samheldni í lið-
inu, mikilli vinnu og góðri ástundun
leikmanna. Eg minnist þess ekki að
hafa nokkra sinni komist í kast við
samherja sem ekki vildu hlýða.
Menn fóra í einu og öllu eftir því
sem fyrir þá var lagt.
Æskuástin
„Við Ríkharður erum afin upp á
Akranesi. \fið erum jafiialdrar segi
ég þótt hann sé fæddur í nóvember
1929 en ég í maí 1928, sem er skýr-
ingin á því að ég er svona jarðbund-
in eins og ég er,“ segir Hallbera Le-
ósdóttir eiginkona Ríkharðs í nærri
57 ár. „Hann er Niður-Skagamaður,
ég Upp-Skagastelpa. Hann er í KA
en ég í Kára, og það hatrömm Kára-
stelpa sem gaf ekkert eftir.“ Hallbera
er gamansöm og skemmtileg kona
og talar hreint út um hlutina.
Slagurinn við KA
„Þetta var mikill slagur milli félag-
anna. Við stelpumar vorum víst ekk-
ert betri í þeirri
baráttu sem var innan vallarins
sem utan. Pabbi minn sótti ekki
mildð íþróttir, en einhverju sinni var
hann að horfa á leik KA og Kára á
gamla íþróttavellimmi og varð vitni
að atviki sem honum líkaði illa. I
kringum gamla malarvöllinn var
skurður, mýrarrauða hafði safiiast á
botninn, eirlituð drulla, sem litar
fatnað og festist á húð. Nú þama var
einhver KA-stelpa á skurðbarminum
og var að segja eitthvað sem okkur
Kkaði ekki. En ég var óheppin, ég
var ekkert að hrinda stelpimni, bara
ýtti vel við henni, og hún endasent-
ist ofan í skurðinn og var heldur
óffýnileg á eftir. Eg fékk góðan fyr-
irlestur hjá pabba þegar heim var
komið, þess vegna er mér þetta svo
minnisstætt."
Hvenær sástu
Ríkharð fyrst?
„Það var held ég þegar bekkurinn
hans var að æfa leikrit. Þessir krakk-
ar vora árinu yngri og maður hafði
ekki neitt samneyti við stráka sem
vora svona ungir. Þama stóð Rík-
harður uppi á sviði og lék héra,
hugsaðu þér. Og hann var skotinn í
fyrsta þætti! Þetta fannst manni
vígalegt í meira lagi. KA-randaflug-
an skotin, en það kölluðum við þessa
gutta, randaflugur. Nei, maðvur var
ekki hrifinn af strákum í stuttbuxum
og ullarsokkum eins og drengimir
vora þá. Eg held að hann Ríkharður
hafi ekld verið neitt sérstaklega eftir-
tektarverður. Einu sinni voram við
stelpumar að spásséra rúntinn þegar
Ríkharður kemur þessi elska á hjól-
inu sínu, rosalega flottur. Hann fór
að sleppa stýrinu og vingsa hand-
leggjunum um allt, en allt í einu fór
hann beint ofan í drullupoll og datt
hann með miklum tilþrifum á jörð-
ina og var heldur lúpulegur en við
hlógum okkur máttlausar," segir
Hallbera og hlær dátt.
Ríkharður skoraði eitt sinnfjögur m 'órk í landsleik gegn Svíum og reyndarfimm en eitt
var dæmt af. Þessum úrslitum varfagnað um land allt. Félagar Ríkharðs hófu hann á
gullstól og báru til búningsklefa. Frá vinstri: Karl Guðmundsson, Sæmundur Gíslastm og
Þórður Þórðarson.
Ríkharður og Hallbera ásamt bamahópnum árið 1969. Yst til vinstri er Ingunn Þóra,
þá Málfríður Hr 'ónn, Sigrún og Ragnheiður. Ríkharður heldur ájóni Leó nýfæddum og
við hlið hans er eiginkonan Hallbera Leósdóttir. Myndina tók Helgi Daníelsson. Að
myndatöku lokinni spurði Helgi Sigrúnu hvenær litli bróðiryrði skírður. Sigrún svaraði
að bragði: I hálfleik!
Fögnuður í heimabyggð. Þegar Skagastrákamir komu til Akraness með Laxýoss seint um
kvöld beið þeirra múgur og margmenni á bryggjunni. Ríkharður heldur á Islandsmeist-
arabikamum, enfyrir aftan hann á vinstri hönd má sjá Guðjón Finnbogason, Svein
Teitsson og Þórð Þórðarson, en þeir voru allir miklir vinir ogfélagar.