Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
aklMUIIUkJ
Vestmiand 2006 í máli og myndum
Sveitarfélögum fækkar
Á þessu ári var tekin ákvörðun um fækkun sveitarfélaga á
Vesturlandi. Saurbæjarhreppur og Dalabyggð voru samein-
uð í sveitarfélagið Dalabyggð. Þá var samþykkt sameining
Kolbeinsstaðahrepps, Hvítársíðuhrepps, Borgarbyggðar og
Borgarfjarðarsveitar og ákveðið eftir kosningu að sveitarfé-
lagið fengi nafnið Borgarbyggð. Norðan Skarðsheiðar eru
sveitarfélögin í Borgarfirði því einungis tvö því Skorradalur
er sem fyrr sjálfstætt svetarfélag. Sunnan Skarðsheiðar sam-
einuðust sveitarfélögin Leirár- og Melasveit, Hvalfjarðar-
strandarhreppur, Skilmannahreppur og Innri Akranes-
hreppur í Hvalfjarðarsveit.
Háskólasetur Snæfellsness stofhað
I febrúar á þessu ári var haldinn stofnfundur Háskólaset-
urs Snæfellsness. Háskólasetrið er fræðasetur Háskóla Is-
lands á Snæfellsnesi og er staðsett í Stykkishólmi. Setrið er
fyrst og fremst rannsóknasetur með áherslu á náttúrurann-
sóknir á Snæfellsnesi og Breiðafirði, enda er náttúran þar
með eindæmum fjölbreytt og rannsóknatækifæri óþrjótandi.
Á myndinni býður Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri stjóm set-
ursins velkomna þegar hún hélt sinn fyrsta fund í Stykkis-
hólmi.
Slysaár
Umferðarslys á árinu vom mörg og alvarleg. Þegar þetta
er skrifað hafa 30 látist í umferðinni á landinu öllu, mun
fleiri en síðustu ár. Þessi mikla slysaalda, ástand vega, of
hraður akstur og slæm umferðarmenning var mikið til um-
ræðu í þjóðfélaginu á árinu. Ljóst þykir að bæði þurfa marg-
ir ökumenn að bæta hegðun sína í umferðinni sem og stjórn-
völd að bæta vegi og vegamannvirki til að takast eigi að snúa
þróuninni við. Tvöföldun Vesturlandsvegar hlýtur að verða
eitt helsta baráttumál íbúa hér á Vesturlandi á næstu ámm.
Alvarlegustu slysin verða þar sem mikil umferð er á einni
akrein til hvorrar áttar og ekkert sem skilur akreinarnar
sundur. Á fjölförnum vegum út frá höfuðborginni urðu al-
varlegustu slysin á þessu ári, að undanskilinni Reykjanes-
braut þar sem búið er að tvöfalda langan kafla leiðarinnar
með aðskilnaði bíla eftir akstursstefnu.
Sprenging í uppbyggingu sumarhúsa
Sumarhúsum í Borgarfirði hefur fjölgað mjög hratt á und-
anförnum ámm og ekkert lát virðist á þeirri uppbyggingu
því nú í árslok liggja fyrir hjá skipulagsyfirvöldum beiðnir
um deiliskipulag á mörgum byggingasvæðum með hundmð-
um lóða fyrir sumarhús sem ætlunin er að byggja á næstu
ámm. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins
era sumarhús í Borgarbyggð og Skorradalshreppi nú 1.780
talsins og hefur fjölgað um 121 á árinu eða tæp 7,3% og fjöl-
mörg sumarhús era nú í byggingu. Þetta er heldur meiri
aukning en milli áranna 2004 og 2005 þegar sumarhúsum á
Vesturlandi fjölgaði í heild um 7%. Unnið er að deiliskipu-
lagi margra svæða í Borgarbyggð undir sumarhús auk þess
sem lögð hafa verið drög að stækkun margra þeirra sem fyr-
ir eru. Er þar um að ræða allt frá nokkrum sumarhúsalóðum
upp í svæði þar sem gert er ráð fyrir hundruðum bústaða.
Aukningin verður því mikil á allra næstu áram.
Dregið úr flöggun
Snemma á árinu hittust forráðamenn ýmissa fyrirtækja og
stofnana sem hafa starfsstöðvar sínar í nágrenni þjóðvegar-
ins sem liggur um Borgarnes. Ástæða fundarins var sú að
ræða fánamál. Nokkur umræða hafði verið um það að varla
liði sá dagur að ekki væri flaggað í hálfa stöng í Borgarnesi.
Fram kom að menn hefðu fullan skilning á því að fólk vildi
sýna hinum látnu virðingu sína en á móti kæmi að það félli
kannski um sjálft sig þegar fáninn væri fast að því ofnotaður
í þessu skini. Venja var fyrir því í Borgarnesi að flaggað væri
í hálfa stöng bæði þegar einstaklingur félli frá og einnig þeg-
ar viðkomandi væri jarðsettur. Töldu málsaðilar að nú væri
svo komið að fleiri þúsund bflar færa í gegnum Borgarnes á
hverjum degi og að þegar fjöldi fána væri dreginn í hálfa
stöng við þjóðveginn þá gæfi það þá mynd að allur bærinn
væri í stöðugri sorg. I kjölfarið var ákveðið að draga veralega
úr flöggun í hálfa stöng með þeirri undantekningu að áfram
er flaggað við Dvalarheimilið þegar ástæða er tdl.
Vatn í útflutning
Fyrirtækið Islind hefur á árinu unnið að undirbúningi
vatnsverksmiðju í Rifi í samstarfi við innlenda og erlenda
fjárfesta. Undirbúningur verkefnisins hefur gengið sam-
kvæmt áætlun og tímasetningar staðist við þau skref sem
stigin hafa verið til þessa. Samkvæmt fréttum mun verk-
smiðjan skapa a.m.k. 80-120 ný störf í Snæfellsbæ og er hér
um veralega ánægjulega viðbót við atvinnuflóra Snæfellinga
að ræða.
■> - ______', ■.J*-,'':,v y
Líflegur fasteignamarkaður
Fasteignaverð hækkaði mikið á fyrri hluta þessa árs og var
þessi hækkunarhrina áframhald frá árinu 2005 þegar fram-
boð íbúðarhúsnæðis var minna en eftirspurn. Mjög mikið
seldist á árinu af íbúðarhúsnæði á öllum svæðum á Vestur-
landi og víða var mikið byggt. Helst hamlaði skortur á iðn-
aðarmönnum því að uppbygging varð ekki hraðari en raun
bar vitni. Verð á bújörðum og jarðnæði almennt í landshlut-
anum hækkaði einnig mikið á árinu. Flestar jarðir seljast
fljótt eftir að þær era settar á sölu og verð hefur stigið mik-
ið og í mörgum tilfellum um tugi prósenta á fáum misseram.
Landeigendur hafa margir nýtt sér hækkandi verð og aukna
eftirspurn og ákveðið að selja. Margir hafa áhyggjur af ný-
liðun í hefðbundnum landbúnaði af þessum sökum. Svo
virðist sem það skipti nútíma jarðakaupendur litlu máli
hvort búskapur sé stundaður á jörðunum eða ekki, heldur
vega ýmis önnur atriði þyngra fyrir þá, svo sem veiðihlunn-
indi, nettengimöguleikar, afþreying og fl.
Á myndinni er verið að taka fyrstu skóflustungu að nýju
500 íbúa hverfi í Krosslandi í Hvalfjarðarsveit.
Margar reiðhallir í pípunum
I febrúar á þessu ári rituðu fulltrúar Hestamannafélaganna
Skugga og Faxa, Hrossaræktarsambands Vesturlands og
Borgarbyggðar undir viljayfirlýsingu um að standa saman að
uppbyggingu reiðhallar á félagssvæði Skugga í Borgarnesi.
Fyrsta skóflustungan var tekin að byggingunni tímanlega
fyrir kosningar í vor. Ekki er byggingin þó risin og örlar
reyndar ekki á henni enn sem komið er. Á árinu veitti land-
búnaðarráðuneytið miklu fé til reiðhallabygginga víðsvegar
um land, en peningurinn var afrakstur sölu Stofnlánadeildar
landbúnaðarins sem var einkavædd á árinu. Til Vesturlands
fóra 45 milljónir. Borgnesingar fengu væna úthlutun til
byggingar sinnar reiðhallar, Snæfellingar fengu einnig styrk
til reiðhússbyggingar og Dalamenn fengu dúsu. Akurnes-
ingar gleymdu hinsvegar að sækja um í tíma og fengu ekk-
ert. Myndarleg reiðhöll reis hinsvegar án styrkja nú síðsum-
ars á Miðfossum í Andakfl þar sem útvegsbóndi reisti 1600
fermetra hús sem vígt var fyrir nokkrum dögum.
. N
Sparisjóður á Akranes
Það er ekki á hverju degi sem nýr banki eða sparisjóður
opnar. Það gerðist þó í lok febrúar á þessu ári að Sparisjóð-
urinn á Akranesi hóf starfsemi sína við Stillholt 18. SPA er í
eigu Sparisjóðs Mýrasýslu en rekinn sem sjálfstæð eining.
Samhliða almennri sparisjóðsstarfsemi er umboð Trygg-
ingamiðstöðvarinnar einnig á sama stað.