Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 ^kUstnu^L Frá undirritun samningsins. Frá vinstri eru Guðmundur Kr. Unnsteinsson, Eggert Kjartansson, Páll Brynjarsson og Kristinn Jónasson. Þrjú sveitarfélög sameinast um háhraðanet Sjóvá bauð lægst í tryggingar Borgarbyggðar Þrjú sveitarfélög skrifuðu sl. laugardag vuidir samstarfssamning við Hringiðuna um örbylgjuhá- hraðanet á sunnanvert Snæfellsnes. Sveitarfélögin sem að verkefninu koma eru Snæfellsbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Borgar- byggð. Það voru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Eggert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps og Páll Brynjars- son sveitarstjóri Borgarbyggðar sem undirrituðu samning við Guð- mund Kr. Unnsteinsson ffá Hring- iðunni. Við þetta tækifæri þakkaði Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borg- arbyggðar Hauki Þórðarsyni Lýsu- hóli og Eggerti Kjartanssyni á Hof- stöðum fyrir gott starf við að koma samningnum á. Að sögn Guðmundar Kr. Unn- steinssonar hjá Hringiðunni verður kerfið líklega sett upp í janúar til mars og tenging komin á í júlí. Svæðið sem um ræðir er frá Helln- inn að Hítará. Aðrir hlutar Borgar- byggðar verða að bíða fyrst um sinn. Þeir félagar skýrðu frá því að sveitarfélögin hafa lengi unnið að því að koma þessum samningi á koppinn. I upphafi var talað við Emax sem hefur verið með svipaða þjónustu víða á Vesturlandi. Þeir reyndust ekki geta boðið sambæri- leg gæði og hraða og er í samn- ingnum við Hringiðuna. Ahugi var því ekki á frekari viðræðum við þá, „enda reynslan af þeirra þjónustu ekki eins og vænst var,“ sagði Páll S Brynjarsson í samtali við Skessu- hom. „Krafan í samfélaginu í dag er að allir hafi aðgang að góðum og hröðum tengingum. Ferðaþjón- ustuaðilar finna mjög fyrir því ef samband þeirra við umheiminn, er lélegt, í þessum málum,“ sagði Páll ennfremur. * Astandið nú ekki viðunandi Hvert sveitarfélag leggur tvær milljónir til verkefhisins og einnig koma að því fyrirtæki á svæðinu. Stofnkostnaður með öllum búnaði, netföngum og fleim verður um fimmtán þúsund fyrir utan virðis- auka og mánaðaráskriftin svipuð eins og í ADSL tenginu, um 4.900 krónur. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar sagði ástand þessara mála alls ekki viðundandi á lands- byggðinni. „Það er ekki hægt að bera á borð fyrir fólk það sem landsbyggðinni stendur til boða í dag. Þótt ljósleiðarinn liggi í gegn- um sveitarfélögin virðist ekki vera hægt að fá aðgang að honum. Því er enginn áhugi á því að ræða við Sím- ann. ISDN, sem átti að leysa allan vanda, gerir lítið í dag. Það er dýrt fyrir sveitarfélagið að nota þann búnað og við höfum talað um að við komum til með að spara það á tveimur ámm sem við leggjum í þessa framkvæmd.“ I sama streng tók Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar. ,JVfiklar kröfur verða gerðar um gæði,“ segir Guðmundur Kr. Unn- steinsson frá Hringiðunni. „Við erum að bíða eftir svari frá Póst- og fjarskiptastofhuninni um að fá að nota nýtt tíðnisvið sem lítið hefur verið notað hér á landi áður. Það veltur á þeim hvort slíkt verður gerlegt. Við höfum fengið það stað- fest utan úr heimi að þetta tíðnisvið verður notað í ffamtíðinni í meðal annars tölvugeiranum. Samningur- inn sýnir þær framfarir sem hafa orðið á síðustu tveimur árum.“ Fjórmenningarnir vom sammála um að ef allt færi eins og stefnt væri að, myndu aðrir koma á eftir. Ef leyfí fæst fyrir hinu nýja tíðnisviði verður tnn byltingu að ræða fyrir landsbyggðina. BGK Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að ganga til samn- inga við Sjóvá um tryggingar sveitarfélagsins. Akveðið var fyrir skömmu að bjóða tryggingarnar út og skiluðu þrjú fyrirtæki inn til- boðum. Auk Sjóvár buðu Trygg- ingamiðstöðin og Vátryggingafé- lag Islands í viðskiptin. Þrjú þeirra sveitarfélaga sem sameinuðust í vor í nýrri Borgarbyggð vom með tryggingar sínar hjá Vátrygginga- félagi Islands en Borgarbyggð hin eldri var með sínar tryggingar hjá Sjóvá. Iðgjöld sveitarfélagsins vom fyrir útboðið rúmar níu millj- Húsakostur Náttúmfræðistofh- trnar og Náttúmgripasafhsins hafa verið til umræðu undanfarið, sein- ast í vikunni sem leið vegna vamsleka í geymslu þar sem síðasti geirfuglinn var hýstur. Nú hefur byggðaráð Borgarbyggðar gefið það út að sveitarfélagið Borgar- byggð býður Náttúrffæðistofhun allt að 100 milljóna króna stuðning ónir króna á ári. Að sögn Eiríks Olafssonar, bæj- arritara Borgarbyggðar vora til- boð fyrirtækjanna með mismun- andi útfærslum en miðað við sex ára samningstíma vom tilboðin þannig að Sjóvá bauð rúmar 6,7 milljónir króna á ári, Trygginga- miðstöðin bauð tæpar 6,9 milljón- ir króna og Vátryggingafélag Is- lands bauð rúmar 7,4 milljónir króna. Eiríkur segir ekki endan- lega ljóst hversu mikið sparast við útboðið en fljótt á litið geti það verið um 15-20%. til að greiða fyrir því að leysa megi húsnæðisvanda stofnunarinnar og Náttúrugripasafhsins. Skilyrðið er að stofnunin verði flutt að Hvann- eyri en þar em uppi hugmyndir um að reisa veglegt landbúnaðarsafn. Samkvæmt heimildum Skessu- horns er vilji í ríkisstjórn um að taka málið til alvarlegrar skoðunar. MM HJ t' . > 'kihí. 4 . ‘ ”H|| ;*,Vj Náttúrugripasafti boðið velkomið til Hvanneyrar Meirihluti bæjarstjómar Akraness klofiiar í afgreiðslu bankatilboðs Meirihluti bæjarstjórnar Akra- ness klofnaði þegar atkvæði vom greidd um hvaða tilboði skyldi tek- ið í bankaviðskipti bæjarfélagsins. Atkvæði minnihluta bæjarstjórnar þurfti til að ákveða hvaða tilboði yrði tekið. Tillaga um að vísa mál- inu til bæjarráðs var borin upp á fundinum en hún var ekki borin undir atkvæði og er færð til bókar. Bæjarfulltrúi gerir athugasemd við málsmeðferðina en segir málið ekki hafa áhrif á meirihlutasam- starfið í framtíðinni. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns ákvað Akra- neskaupstaður fyrir nokkru að segja upp bankaviðskiptum við Landsbanka Islands og bjóða við- skiptin út. Tilboð bámst frá Glitni hf., KB banka hfí, Landsbanka Is- lands hf. og Sparisjóðnum á Akra- nesi. Starfshópur sem skipaður var Andrési Olafssyni fjármálastjóra bæjarins, Jóni Pálma Pálssyni bæj- arritara og Jóhanni Þórðarsyni endurskoðanda mat tilboðin og komst að þeirri samhljóða niður- stöðu að tilboð Landsbankans væri hagstæðast. Þegar álit starfshóps- ins var lagt fyrir bæjarráð þann 7. desember lagði Sveinn Kristinsson bæjarráðsmaður minnihlutans til að gengið yrði til samninga við Landsbankann en sú tillaga var felld. Meirihluti bæjarráðs taldi eðlilegt að kynna niðurstöðu starfshópsins fyrir þeim banka- stofnunum sem gerðu tilboð áður en formleg ákvörðun yrði tekin um framhaldið. A fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var málið síðan tekið fyrir og lagði Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar fram tillögu um að tilboði Landsbankans yrði tekið. Sæmundur Víglundsson bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu um að málinu yrði vísað til bæjarráðs að nýju til frekari athug- unar. Meirihluti bæjarstjórnar var því ekki samstíga í málinu og ljóst að til þess að afgreiða málið þyrfti atkvæði minnihlutans. Að lokinni umræðu um málið var tillaga Sæ- mundar hinsvegar ekki borin upp heldur tillaga forseta og var hún samþykkt með átta atkvæðum gegn einu atkvæði Sæmundar. I samtali við Skessuhorn segir Sæmundur að hann hafi áður en málið kom til afgreiðslu bæjar- stjórnar haft samband við alla þá banka er buðu í viðskiptin. For- svarsmenn þriggja banka hefðu gert talsverðar athugasemdir við þær forsendur sem starfshópurinn hefði gefið sér við yfirferð tilboð- anna og því orkaði niðurstaða starfshópsins að þeirra mati tví- mælis. Engar athugasemdir hefðu hinsvegar verið uppi frá Lands- bankanum. „Mér þótti því rétt að fara betur yfir málið til þess að fá úr því skorið hvort sjónarmið allra bjóðenda hefðu komið fram, sem að mínu áliti er fullkomnlega eðli- legt þegar verk og eða viðskipti era boðin út. Því miður var ekki fallist á mín sjónarmið," segir Sæmund- ur. Aðspurður hvort málið hafi einhver eftirköst í samstaffi meiri- hlutans segir hann svo ekki vera af sinni hálfu. Tillaga Sæmundar kom ekki til afgreiðslu á fundinum og hún er ekki færð til bókar í fundargerð. Sæmundur segir það mistök að til- lagan hafi ekki verið borin upp og telur að hún hafi ekki notið stuðn- ings meirihluta bæjarstjórnar. Hann segist hinsvegar ætla að gera athugasemdir við fundargerðina á næsta fundi bæjarstjórnar. HJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.