Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 21
■iátasunv/ii^S MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 21 Sagan um eplið Konumar í golfklúbbnum höfðu ákveðið að afla fjár fyrir klúbbinn. Ein konan var að ræða málið við eignmann sinn. „Við ætliun að vera kylfusveinar næstu tvær vikur en vit- um bara ekki hvað við eigum að kalla okkur. Kylfusveinn er jú karlkynsorð og okkur var búið að detta í hug að kalla okkur annað hvort kylfumeyjar eða kylfukonur en finnst það ekki nógu firumlegt.“ „Eg er með til- lögu,“ segir eiginmaðurinn. „Hvemig líst þér á golfskjóður?" Bindi, hvað sem tautar og raular Borgfirskur bóndi hafði verið á fullu í þurrkinum. Eftír erfiðan dag er ekkert eins gott og fara í sjóðheitt bað. Bóndi hafði varla komið sér fyr- ir í kerinu þegar konan, sem var að baka fyrir saumaklúbbinn síðar um kvöldið, kom æðandi inn í baðher- bergið og sagði að minkur væri að spóka sig á hlaðinu. Bóndinn brá við hart og hljóp út á Adamsklæðunum einum fata en hafði þó vit á að taka með sér byssu. Ekkert sá hann til ferða minksins og í þarm mund er hann hætti leitinni rennur í hlað sig- inn jeppi, fullur af saumaklúbbskon- um. Að vonum brá konunum í brún og var það í fyrsta sinn í tuttugu ára sögu klúbbsins sem þær urðu orð- lausar. En bóndinn lét sér hvergi bregða heilsaði þeim virðulega að hermannasið og hvarf á braut. Um kvöldið þegar konan hans skreið upp í bóhð gaukaði hún því að honum að hann hefði átt að sýna frúnum þá kurteisi að setja upp bindi. Nokkrir lesendur Skessuhorns hafa séð ástæðu tíl að tjá sig um at- burð er átti sér stað á tónleikum í síðustu vilcu. Birtum sýnishom frá tveimur: Kyrja glaðir ár og öld Amarstapabræður en eftir þetta ko'rakvöld þeir kallast Flókahræöur. Hér situr hann Flóki í hálfgerðu móki. Er sunginn var Sússi strauk hann ífússi. Ekki meira úr sveitinni að sinni. Umsjón: Bima Konráðsdóttir í þriðja bindi Borgfirskrar blöndu, þar sem Bragi Þórðar- son tekur saman fróðleik og sagnir úr Mýrar- og Borgar- fjarðarsýslu, er að finna marg- ar áhugaverðar frásagnir fólks af minnisstæðum atburðum sem það hefur orðið fyrir. I einni slíkri segir Guðlaugur Jónsson, lögregluþjónn í Reykjavík frá því þegar haim smakkar í fyrsta sinn á ævinni epli og er gaman að draga þessa sögu fram í dag, sem virðist svo ósköp fjarlæg og forn á okkar tímum, tímum allsnægtar, offramboðs og jafnvel óhófs af ýmsu tagi. Fyrsta eplið Þegar talað er um fyrsta eplið, þá er ekki óeðlilegt að einhverjum detti í hug eplið, sem formóðir mannkynsins lagði sér og bónda sínum til munns endur fyrir löngu, og hefur orðið svo geypilega af- drifaríkt öllu mannkyni svo sem kunnugt er af trúarkenn- ingu kirkju vorrar. En það er ekki eplið hennar Evu, sem hér verður gert að umtalsefni, heldur fyrsta eplið, sem mér auðnaðist að sjá og neyta. Sá viðburður gerðist árið sem ég var í Landbrotum. Eg get bú- ist við því, að ungu fólki hér á landi nú og síðar þyki það næsta lítdð umtalsvert og því síður í ffásögur færandi, að eitt sérstakt epli var étið árið 1909. En það mega hinir sömu vera vissir um, að í þá daga voru er- lendir ávextir hlutir í íslenskri fjallabyggð. A þessum tíma hafði ég aldrei séð erlend ald- in, nema þá ef til vill í mynda- blöðum. Og ég held að ég megi fullyrða, að þá hafi líka verið uppi í landinu fjöldi full- orðins fólks á ýmsum aldri, sem var engu ffóðara en ég í þessum efnum. Þetta umrædda epli hefði að öllum líkindum ekki orðið mér svo minnis- stætt, sem raun hefur á orðið, ef ég hefði keypt það í sölubúð eða þegið það að gjöf ffá ein- hverjum hollvini, og síðan styfið það úr hnefa, eins og nú er algengt að sjá gert. En hér er engu slíku til að dreifa. Eplið féll mér í hendur á mjög óvæntan og sérkennilega hátt, og ég át það, án þess að vita, hvað það var, sem ég var að leggja mér til munns, svo að því leyti var líkt á komið með okkur Adam sáluga, eins og reyndar offar. Sá var þó munur á, að hér var hvorki með í spil- inu, svo ég viti, kona eða högg- ormur. Og effirköstin urðu þau ein fyrir mig, að ég fékk gott bragð í munninn og holla næringu. Sagan er þessi: Pilturinn Haraldur Lífgjarnsson var sendur að Landbrotum frá Rauðamel einhverra erinda, og ég fylgdi honum úr hlaði, þeg- ar hann hélt aftur heimleiðis. Þetta var um veturnætur. Jörð- in var héluð og frosin, fjallvöm öll opin að öðru leyti en því, að þau voru lítið eitt klakarennd við bakkana. Við strákarnir fylgdum alfaratroðningi frá bænum, og brátt komum við að Landbrotalæk, sem heita má, að falli meðffam túnfæti. Eg var í skinnsokkum, en Har- aldur ekki, svo að ég tók hann á bakið og bar hann yfir lækinn.Handan við lækinn tók við lítlil sandeyri og lá troðn- ingur um hana, síðan tók við sjálfur lækjarbakkinn með tals- vert djöupu götuskarði. Þegar ég kom upp úr læknum, tók ég effir rauðleitum hnoðra, sem lá í götutroðningnum á sand- eyrinni. Eg tók hann upp, og fannst okkur strákunum hann næsta merkilegur. Hvorugur okkar þekkti þennan hlut, en af ilm, sem lagði af honum, komumst við að þeirri niður- stöðu, að hér væri um ávöxt að ræða, og eftir nokkrar bolla- leggingar og umhugsun, að annað hvort væri þetta epli eða appelsína. Við höfðum heyrt þá ávextd nefnda, en ekki séð, og töldum okkur vita af umtali, að þeir væru hið mesta sæl- gæti. Okkur kom nú saman um að skera þennan ávöxt í sundur til ffekari ffóðleiks. Var það þegar gert, og kom í ljós, að hann var gegnffosinn. Ekki var hann ljótur í sárið - það var nú eitthvað annað - og ilmurinn af honum var meira en lítið lokkandi. Þessu næst var að prófa, hvernig hann væri á bragðið, og lesandinn mun fara nærri um reynslu okkar í því efni. Er skemmst ffá því að segja, að við nörtuðum þarna í okkur sinn helminginn hvor af ávextinum, þótt ffosinn væri, og þóttumst aldrei áður hafa bragðað meira lostæti né ann- að eins. Er ég kom heim, sagði ég ff á þessum fundi okkar strákanna og lýsti honum að bragði og útliti. Húsmóðir mín hafði verið langdvölum í Reykjavík og kunni því góð skil á ávöxt- um. Hún kvað það alveg vafa- laust, að þarna hefði verið um epli að ræða. Það upplýstist aldrei, hvem- ig stóð á því, að eplið lá þarna á víðavangi. Að vísu þótti það liggja í augum uppi, að einhver vegfarandi hefði misst það þarna, en hver sá vegfarandi var, er enn óráðin gáta. Ef einhver, sem les þetta, skyldi minnast þess, að hafa tapað epli haustið 1909 á leið- inni ffá Landbrotiun að Haf- fjarðará, þá getur hann séð af þessari ffásögn, hverjir fundu það og hvar það lenti að lok- um. Þar sem eplið lá, var alfara- vegur á umræddum tíma en langt ffá því, að geta talist fjöl- farinn, allra síst á þessum árs- tíma. Gatan lá um hlaðið í Landbrotum, og dagana á undan þessum atburði var ekki kunnugt um neinn vegfaranda, er hugsanlegt þótti, að hefði epli meðferðis. Það hlaut því að vera ffá einhverjum þeim, sem enginn á bænum hafði orðið var við, t.d. farið um að næturlagi. Því fer vitanlega fjarri, að þessi atburður sé stórbrotinn, en samt er hann mér minnis- stæður. Og sérkennilegur er hann að því leyti, að líklega em þess fá dæmi - jafnvel engin - að smalapiltar gæði sér á nýj- um erlendum ávexti, er þeir hafa hirt upp af frosnum víða- vangi í íslenskri sveit um vet- urnætur, og að fyrstu kynni þeirra af slíkri vöm skyldi verð með svo óvenjulegum hætti. r NÝHÖNNUN TEIKNISTOFA Hvanneyrargötu 3 - Hvanneyri - 311 Borgarnes Sími: +354 437 1500 - Fax: +354 437 1501 nyhonnun@nyhonnun.is - www.nyhonnun.is ©ftiSBOd® J% pÆS ®gj pímák MmrnM é?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.