Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 68
<r
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
68
I stuttu jólaleyfi frá stífii námi
Rætt við Brynju Þorbjörnsdóttur, fyrrum útibússtjóra en núverandi námsmann af Hvalfjarðarströnd
Brynja við tölvuna heima á Kalastöðum.
Jafnan vekur athygli þegar það
spyrst út að fólk á miðjum aldri
tekur sig upp og hefúr nám. Hvað
þá ef námið er sótt á erlendum
vettvangi og enn frekar ef það er
sótt í mörgum löndum. Brynja
Þorbjörnsdóttir býr á Kalastöðum
II með bónda sínum Þorvaldi
a Magnússyni. Hafa þau til skamms
tíma búið þar með hefðbundinn
búskap, kýr og fé, og alið upp þrjú
börn. Börnin eru löngu flogin úr
hreiðrinu og búskapurinn aflagður.
Þorvaldur vinnur við smíðar og
Brynja hefúr sinnt ýmsum störfum
utan heimilisins en stundar nú
framhaldsnám og fjarnám við
Thunderbirdskólann, Glendale í
Arizona og stefnir á að ljúka
Global MBA námi á næsta ári.
Það spurðist að Brynja væri nú
stödd í jólaleyfi heima á Kalastöð-
um II. Hún gaf sér stund frá
heimanámi og jólaundirbúningi,
þegar hún var spurð hvort mætti
tefja hana lítillega og forvitnast um
skólann og ferðalög hennar.
Akurnesingxir
öll ungdómsárin
„Eg er fædd á Akranesi 7. júní
1958 og uppalin þar, sótti hefð-
bundin skóla, var skáti og starfaði
með Skagaleikflokknum, lærði til
sjúkraliða og vann á sjúkrahúsinu.
Við Þorvaldur kynntumst ung og
fyrsta barnið okkar Rakel Bára,
■+ fæddist 1976. Hún er nú vélaverk-
fræðingur í Danmörk. Reyndar
eru öll börnin okkar í Danmörk
um þessar mundir. Bjarki Þór
fæddist 1981 og er rafmagnsverk-
fræðingur og stundar nú fram-
haldsnám í Danmörku. Yngst er
íris Björg fædd 1984. Hún er að
læra hjúkrun, en hefur tekið það
með nokkrum tilbrigðum. Hún
byrjaði að læra hjúkrun í Kanada,
fór þaðan til Danmerkur og tók
síðan eina önn á Irlandi, en er aft-
ur komin til Danmerkur" segir
Brynja.
%■ Fór í nám á Bifröst
Brynja hikar nú ögn við, eins og
hún sé á báðum áttum en segir svo:
„Mig langaði alltaf í meira nám
en fannst margir þröskuldar í veg-
inum. Ég hafði aldrei setið við
tölvu, aldrei lært bókfærslu eða
t vélritun en var góð í tungumálum.
Eg sá auglýsingu frá Bifföst og
vissi að rekstrarfræði væri eitthvað
sem mig langaði til að læra. Á
hinn bóginn var Iris Björg fimm
ára, drengirnir 8 og 13 ára, þannig
að ég vissi að þetta yrði mikið álag
á mig og fjölskylduna.11 Hér bros-
ir Brynja, þagnar aftur og segir svo
ákveðin: „Eg held að Jón Sigurðs-
son sem þá var skólastjóri á Bifröst
hafi aldrei fengið jafn undarlega
upphringingu og hann fékk frá
mér. Eg ákvað að hringja í hann og
lagði spilin á borðið. Nema hvað,
hann var svo jákvæður og ákveðinn
í að ég skyldi láta reyna á hvort ég
kæmist ekki í skólann. Þetta réði
úrslitum. Við þetta samtal tví-
efldist ég í vissu um að láta á þetta
reyna, tók Irisi Björgu með uppeft-
ir haustið 1989 og náminu lauk ég
á þremur árum. Eg stend í þakkar-
skuld við Jón og ber mikla virð-
ingu fyrir honum. Hann var eigin-
lega bjargvættur á þessum tíma.“
Söðlað um
Síðan rekur Brynja stuttlega
starfsferil sinn eftir að námi lauk á
Bifröst:
„Fyrst vann ég hjá Markaðsráði
Borgarness sem var fullt starf fram
á haust, en átti að liggja niðri yfir
veturinn. Því leitaði ég á önnur
mið og 1993 fékk ég starf sem at-
vinnufulltrúi á Akranesi en hóf svo
störf hjá íslandsbanka 1996 og var
þar í 9 ár. Á þessum árum kom oft
fram löngunin til að halda áfram
námi en starfið í bankanum var
krefjandi. Ég vissi að ef ég ætlaði
að gera eitthvað í þessu þá þyrfti
ég að hætta í bankanum og leita að
starfi sem hægt væri að sinna námi
samhliða, þó svo það hafi ekki
gengið upp þegar til kom út af öll-
um ferðalögunum. Eg taldi mig
einnig þurfa að hressa upp á
tungumálkunnáttuna því ég hafði
ekki notað hana mikið hjá bankan-
um. Svo var það 2005 að ég fékk
starf á Evrópumiðstöð Impru á
Iðntæknistofnun. Þarna vann ég
við að aðstoða íslensk fyrirtæki og
frumkvöðla við að leita sér að sam-
starfsaðilum í Evrópu ásamt öðr-
um áhugaverðum verkefnum. Þar
fékk ég góða þjálfun í að rita ensk-
an texta. Á þessum tíma skoðaði ég
marga möguleika á áframhaldandi
námi. Ég staldraði við Thunder-
bird í Arizona, þar voru ljón í veg-
inum en afar áhugavert nám.“
Thunderbird kennir einum hópi á
ári í Evrópu og þarna veljast inn
einstaklingar allsstaðar úr heimin-
um.“
Draumurinn rætíst
Brynja lýsir nú býsna flóknu ferli
við að komast að í skólanum og
segir að alls hafi það tekið um fjóra
mánuði frá því
umsóknarferlið
hófst og þar til
því lauk á síðast-
liðnu vori.
„Við erum 24
nemendur frá 11
þjóðlöndum, t.d.
frá Indlandi,
Brasilíu, Kuwait,
Rússlandi og
USA. Allir með
mjög mikla
stjórnunar-
reynslu af fjöl-
breyttum svið-
um. Kennararnir
eru allir há-
menntaðir og all-
ir mjög reynslu-
ríkir ffá störfum í
atvinnulífi eða
fyrir ríki. Við
fáum góða innsýn
í menningarleg
viðhorf hinna
ýmsu þjóða og hópurinn miðlar
sinni reynslu af stjórnun við ólíkar
aðstæður. Þá fæst líka glögg mynd
af því hvernig suðupottur það er
þegar rekast saman ólík trúarbrögð
og viðskipti,“ segir Brynja.
Hún nefndi sem dæmi um ólík
viðhorf í afstöðu til gjafa. „I
Kuwait eru gjafir í viðskiptum
hinn eðlilegasti hlutur en hér
heima á Islandi er oftast litdð á
gjafir sem mútur. Námið er sótt
allfast því við erum í tímum allan
daginn til klukkan 18. Fyrir utan
hádegisverðarhlé eru aðeins 15
mínútur tvisvar sinnum. Á kvöldin
er svo sinnt ýmsum verkefnum
sem eru bæði hóp- og einstaklings-
bundin."
*
Utrás íslenskra
fyrirtækja
Spurð um hvort sé þá sé ekki
gott að geta skotist heim og notið
jólaleyfisisins, hlær Brynja við og
segir jólafríið hér heima núna vera
vinnufrí. Hún segist þurfa bæði að
skila verkefnum og prófum.
„Klukkan gengur á mig ytra, ég
þarf því að halda stíft við áætlun til
að ná að skila af mér. Hef að vísu
verið að lenda í hremmingum, því
nettengingin sem við erum með
hér heima frá Emax hefur stöðugt
verið að svíkja mig.“
„Við erum tvær héðan frá Islandi
í þessu námi, ég og Lára Jónas-
dóttir sem hefur starfað hjá Sjóvá,
íyrstu nemendurnir frá Islandi í
Thunderbird Europe sem er hald-
ið í samstarfi við CMC í Tékk-
landi. Við vorum að ljúka verkefni
fyrir tvö fyrirtæki hér á landi sem
hafa áhuga á að flytja hluta starf-
seminnar erlendis. Þetta tengist
einu fagi sem við vorum að klára
og fólst í frumathugun á tveimur
löndum, ég tók Singapore og
Slovakíu, en Lára var með Ví-
etnam og Rússland," segir hún.
Flakk framundan
Framundan hjá Brynju er ströng
tímasett verkefnaáætlun til ágúst-
mánaðar á næsta ári.
„Þann 4. janúar fer ég til
Arizona, til höfuðstöðva skólans. I
febrúar til Prag, þar er m.a. kennt
í húsnæði þar sem síðasti mið-
stjórnarfundur Kommúnista-
flokksins var haldinn. I mars fer ég
til Kína, í apríl er það Prag, í júní
er það Moskva og júlí aftur til
Prag“, segir Brynja.
En hvað með jólahaldið hér
heima, nærðu fjölskyldunni saman
um jólin?
,Já, þau koma tvö börnin okkar
heim og ég er búin að fá matseðil-
inn frá Kaupmannahöfn. Það verð-
ur kalkúnn á aðfangadagskvöld,"
segir húsmóðirin á Kalastöðum II
að lokum.
ÓG
Allir nemendumir, staddir í Sviss.
* Frá heimsókn til WTO (World trade organization) í Sviss. F.v. Brynja, Lára og Tatíanafrá Rússlandi. Hún
er sérfrœiiingur hópsins í spilavítum og lúxus hótelum og ein af 5 topp sljómendum í 6 þiísund manna jýrirtœki.
-*