Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Hefur þú prófað nýju kjúklingasteikurnar? NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOLT A Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Öllum stéttarfélögum sem eiga eftir að semja um kjarasamninga við ríkið gefst nú kostur á að gangast undir samkomulag um breytta viðræðuáætlun. Samkomulagið felur í sér friðarskyldu til 30. september og 105.000 króna fyrirframgreiðslu sem hver félagsmað- ur fær greidda fyrsta ágúst vegna vænt- anlegra launahækkana. Einnig felst í því frestun viðræðna fram yfir verslunarmanna- helgi. Samiðn féllst á samkomulagið fyrst stétt- arfélaga þann fjórtánda júní. Önnur stétt- arfélög hafa fylgt á eftir, Kennarafélagið fyrir hönd framhaldsskólakennara, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og aðildarfélög BSRB. Þetta staðfestir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Við höfum ekki náð að ræða við alla og aðrir eru að hugsa sig um,“ segir Sverrir. Ekkert stéttarfélag hafði hafnað samningnum þegar Morgunblaðið náði tali af Sverri fyrir hádegi í gær. Spurður um það hvort mikið sé eftir af við- ræðum segir Sverrir: „Þetta er mjög flókin umræða og hún tekur tíma. Þau umræðu- og samtalsefni sem eru í gangi eru einfaldlega þess eðlis.“ Bandalag háskólamanna, BHM, hefur enn ekki samþykkt tillögu samninganefndar rík- isins um samkomulag. Segir friðarskyldu óviðeigandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir samtökin ekki sætta sig við ákvæði samkomulagsins um friðarskyldu. Friðarskylda bannar aðilum samkomulags að knýja fram breytingar með vinnustöðvun. „Friðarskylda á einfaldlega ekki við núna, það gildir friðarskylda þegar kjarasamningar eru í gildi, lögum samkvæmt. Nú hafa kjara- samningar verið lausir í tæplega þrjá mánuði og við erum í samningaviðræðum við ríkið af fullum heilindum og gerum ráð fyrir að ríkið sé það einnig og því sé engin ástæða til þess að nefna friðarskylduna enda á hún ekki heima í þessu samhengi.“ Þó BHM vilji ekki að friðarskylda sé í gildi þá þýðir það ekki að samtökin ætli að boða til vinnustöðvunar í sumar, að sögn Þórunnar. „Nú stefnir fólk á að fara í langþráða og kærkomna hvíld frá þessu samtali og svo komum við endurnærð og einbeitt í byrjun ágúst og stefnum á að klára samningana til- tölulega greiðlega,“ segir Sverrir. Þórunn er tilbúin að gera hlé á viðræðum. „Aðalatriðið í þessu máli er að við erum tilbúin til þess að gera stutt sumarhlé svo fólk komist í sumarleyfi með fjölskyldum sínum. Það er þó jafn mikilvægt að fólk verði mætt aftur til viðræðna strax eftir verslunarmanna- helgi og að viðræður geti hafist þá af fullum krafti, helst með dagskrá og verkáætlun svo það sé hægt að ná viðunandi kjarasamningum í byrjun hausts.“ Sveitarfélögin fara sömu leið Stefnt er á að nýir kjarasamningar náist fyrir lok september. „Við erum bjartsýn á að það náist. Það má alla vega láta á það reyna,“ segir Sverrir sem telur ekki tímabært að tala um hvort komi til annarrar fyrirframgreiðslu ef gerð samninga dregst á langinn. Samninganefnd sveitarfélaga á eftir að semja við alla sína samningsaðila. Sveitar- félögin stefna á að gera samskonar sam- komulag við stéttarfélögin, að sögn Ingu Rúnar Ólafsdóttur, sviðsstjóra kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.  Samkomulag samninganefndar ríkisins um breytta viðræðuáætlun felur í sér friðarskyldu stéttar- félaga og 105.000 króna fyrirframgreiðslu  BHM sættir sig ekki við ákvæði um friðarskyldu Þurfa að halda friðinn í sumar Morgunblaðið/Hari Úrhelli Ýmis stéttarfélög og samninganefndir þrá hlé á viðræðum þótt rigni mögulega í fríinu. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykja- víkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslu Íslands tilkynnti skipið um komu sína með fyrirvara og er búist við að aðgerðasinnar verði hér á landi næstu vikurnar. „Þeir komu löglega inn og til- kynntu sig. Við teljum okkur vita allt um þeirra fyrirætlanir,“ segir Auð- unn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar. Hjá Sea Shepherd fengust þær upplýsingar að MV Brigitte Bardot væri hingað komið til að trufla hrefnuveiðar Íslendinga þetta sum- arið og að áhöfnin fylgist náið með stöðu mála. Þá segjast þeir einnig hafa fylgst með stöðu Hvals hf. „Engir hvalir hafa verið drepnir hingað til,“ segir í tilkynningu sem samtökin birtu á netinu eftir komu þeirra hingað til lands. Mikil fýluferð til Íslands Gunnar Bergmann Jónsson hrefnuveiðimaður er með fimm ára veiðileyfi. Hann segir liðsmenn Sea Shepherd hafa verið að taka ljós- myndir af bát sínum í Reykjavíkur- höfn skömmu eftir komu þeirra þangað. Hópurinn mun þó ekki hafa erindi sem erfiði, að hans sögn. „Þeir eru að fara í mikla fýluferð því við erum ekki að fara á hrefnu- veiðar í ár. Þessi hópur hefði nú bet- ur hringt í mig í stað þess að mæta bara,“ segir Gunnar Bergmann og bætir við að hann hafi þegar gefið sig á tal við aðgerðasinnanna. „Ég hitti þá á bryggjunni þar sem við vorum að vinna í bátnum. Þeir voru þá að taka myndir af skipinu og ég sagði þeim bara að það yrðu eng- ar hvalveiðar á Íslandi 2019. Þeir þóttust þá vera mjög ánægðir, en maður er nú náttúrulega búinn að halda þessu fólki í vinnu undanfarin ár,“ segir Gunnar Bergmann og bætir við: „Þeir hljóta að geta fundið sér eitthvað annað til að mótmæla.“ Þá er vert að geta þess að ekki er heldur útlit fyrir stórhvalaveiðar við Íslandsstrendur á næstunni. Aðspurður segist Gunnar Berg- mann ætla að einbeita sér að sæ- bjúgnaveiði þetta sumarið. „Við er- um með lánsleyfi á sæbjúgu og sá samningur rennur út 1. september, en skipið er tilbúið í þær veiðar.“ Skemmdaverkamenn Íslendingar kynntust samtök- unum Sea Shepherd árið 1986 þegar tveir útsendarar þeirra komu til Ís- lands. Tókst þeim að sökkva tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn með því að opna botnlokur þeirra. Menn þessir brutust einnig inn í Hvalstöðina í Hvalfirði og unnu nokkrar skemmdir á tækjum og búnaði þar. Sea Shepherd lýsti ábyrgðinni á hendur sér og sagðist Paul Watson, leiðtogi samtakanna, þá við Morg- unblaðið ekki hafa minnsta sam- viskubit yfir að sökkva bátunum, sem hann kallaði hryðjuverkavélar sem ógnuðu hvölum á hafinu. Morgunblaðið/Hari Hvalveiðar Skip Sea Shepherd, MV Brigitte Bardot, sést hér í fjarska en í forgrunni er Hvalur 9 í Reykjavíkurhöfn. Sea Shepherd komnir til Reykjavíkurhafnar  Vilja trufla hrefnuveiðar sem ekki eru á dagskrá í sumar Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalur- inn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróun- arsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. „ Við teljum að Elliðaárdalurinn sé í hættu þegar hugmyndir um að byggja 40 þúsund fm af atvinnuhús- næði efst í dalnum er samþykkt. Á að- alskipulagi er svæðið skilgreint sem þróunasvæði en ekkert í náttúrunni kallar á það. Elliðaárdalur er við- kvæmasta græna svæðið í Reykjavík með fugla og laxalíf í miðri borg,“ seg- ir Eyþór og bendir á að New York- búar hafi ekki snert Central Park þrátt fyrir að það væri freistandi. Ey- þór segir grænu svæðin í Reykjavík ekki mörg og þau verði að passa. Hann segir meirihlutann sækja að El- liðaárdalnum bæði í ósum og á jaðri. Eyþór segir málið þverpólitískt og vonast til að borgarráð samþykki ekki deiliskipulagið. Verði það gert sé eina von borgarbúa að óska eftir íbúakosn- ingu um málið en um 20% borgarbúa, um 18.000 manns, þurfi til að knýja fram kosningu. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs, segir að meirihlutinn telji Stekkjar- bakka utan Elliðaárdalsins og nýja skipulagið geri ráð fyrir grænu þró- unarsvæði. Borgarráð eigi eftir að samþykkja deiliskipulagið. Þegar því sé lokið gæti Garðyrkjufélagið farið að byggja upp fyrir starfsemi sína og fyrirhuguð bygging lífshvols orðið að veruleika. Sigurborg segir líkt og Ey- þór Arnalds að íbúar geti farið fram á íbúakosningu ef þeir ná tilskildum fjölda undirskrifta og hafa Hollvina- samtök Elliðaárdalsins gefið út í fjöl- miðlum að þeir hafi áhuga á slíkri kosningu. Samþykktu deiliskipu- lag Stekkjarbakka  Minnihlutinn greiddi atkvæði á móti Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Eyþór Arnalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.