Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 30
BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Í fyrradag hófst óvenjulegt ferða- lag á vit stjarna frá geimferða- miðstöð Bandaríkjanna í Flórída. Var stærri útgáfu af SpaceX Fal- con eldflauginni skotið upp en í lest hennar voru meðal annars geimfarið LightSail 2 sem er að- eins á stærð við brauðhleif. Ferð þess gæti átt eftir að marka þátta- skil í sögu geimrannsókna. Eldsneyti til ferðarinnar löngu fær geimfarið litla einungis frá risastóru pólýester-„sólsegli“ sem nýta mun þrýstikrafta öreinda sól- arljóssins til að knýja hnöttinn ráðgerða leið sína. Vísindamenn hefur lengi dreymt um gervitungl þetta en það er fyrst nú sem það verður að veru- leika. Hugmyndin á bak við það hljómar kannski sem glórulaus. Spurt er hvort það gangi að senda geimfar um þyngdarleysi geimsins án vélar, án eldsneytis og án sól- orkuskjalda. Samkvæmt kenning- unni um geimfarið nýstárlega virðist svarið vera já. Í staðinn er því ætlað að virkja skriðþunga ljóseinda rafsegulgeislunar sem berst frá sólinni. LightSail 2 var þróað hjá stofn- uninni Planetary Society sem stuðlar að geimrannsóknum. Stjarnfræðingurinn annálaði Carl Sagan stofnaði hana árið 1980. Hugmyndin að geimfarinu er þó enn eldri. „Á sautjándu öldinni talaði Jo- hannes Kepler um að „sigla meðal stjarnanna“, sagði Bill Nye, for- stjóri Planetary Society, við fréttastofuna AFP. Kepler setti fram þá kenningu að skip og segl „mætti laga að himingolum“ og í ljós kemur „að þetta megi gera, þetta var ekki skáldskapur hjá honum,“ sagði Nye, sem þekktur er í Bandaríkjunum sem „vís- indagaurinn“ eftir barnasjónvarps- þætti sem færðu honum frægð og frama á tíunda áratug nýliðinnar aldar. Fer hann núna einnig fyrir Netflix-þáttunum Bill Nye Saves the World. Halda mætti að til að búa til sólsegl þyrfti nýjustu úrvalstækni, en svo er ekki. Er það í meg- inatriðum stór ferningur afar þunnrar og ofurléttrar filmu, sem er þynnri en mannshár og end- urkastar ljósi kröftuglega. Heild- arflötur seglsins er 32 fermetrar og er það ofið úr mylar, tegund fjölester-gerviefnis sem þróað var á sjötta áratugnum. Er ljóseindir skoppa af seglinu yfirfæra þær skriðþunga sinn í gagnstæða átt miðað við end- urkastaða ljósið. „Því stærra og meira glansandi og því minni sem massi geimfarsins er, því öflugar þrýstist það áfram,“ útskýrir Nye. Þrýstikrafturinn sem ljósöreind- irnar skila er örsmár – en ótak- markaður. „Þegar þú ert einu sinni kominn á sporbraut þrýtur orkugjafann aldrei,“ bætir hann við. Árið 2010 sendi japanska geimvísindastofnunin sólseglið Ik- arus á braut um jörðu en enn hef- ur þó engum tekist að fullreyna kenninguna um seglið. „Hug- myndin er rómantísk og nú er tími hennar loks kominn. Vonir okkar eru þær að þessi tækni ryðji sér til rúms.“ Óþrjótandi orka Forveri nýja seglsins er Light- Sail 1 sem skotið var á loft 2015. Með því var einungis ætlunin að prófa opnun seglsins en vandamál komu upp í byrjun ferðar og stóð tilraunin í aðeins nokkra daga. Verkefnið LightSail 2 kostar sjö milljónir dollara sem þykir hung- urlús í samanburði við kostnað við geimrannsóknir almennt. Ætlunin er að það verði á braut um jörðu í eitt ár og sanni kenninguna að baki því kirfilega. „Við viljum lýð- ræðislegri geimrannsóknir,“ sagði Nye fullur áhuga en hann hefur boðið háskólum og fyrirtækjum að tileinka sér tækni stofnunarinnar. Nokkrum dögum eftir geim- skotið frá Kennedy-geimferða- miðstöðinni í Flórída mun Light- Sail 2 opna liðamót seglsins og skjóta út fjórum þríhyrningslaga hlutum seglsins sem saman mynda stærðar ferning. Í þessari tilraun munu sól- orkuskildir leggja annarri starf- semi geimfarsins til orku, svo sem myndavélum og fjarskiptabúnaði. Meðan á fluginu á sporbaug um jörðu stendur mun farið hækka sig jafnt og þétt á lofti vegna þrýstikrafta ljóseinda sólgeislanna á seglið. Djúpt í iður himinhvolfsins Og hvað ætli menn sjái fyrir sér með notkun þessarar nýju tækni í náinni framtíð? Til að byrja með gæti hún auð- veldað rannsóknarleiðangra djúpt í iður himinhvolfsins. Þótt geim- farið hefji leiðangur um óravíddir geimsins á mun minni hraða en geimskip sem knúin eru kjarnorku mun geimfarið auka ferðina jafnt og þétt alla tilverutíð sína og ná á endanum ótrúlegum ferðhraða sem fær menn til að standa á önd- inni af hrifningu. Önnur not gætu falist í því að halda ómönnuðu geimfari búnu rannsóknartækjum ætíð á sama punkti í geimnum. Myndi það krefjast stöðugra leiðréttinga í hið óendanlega. Til að mynda sjón- auka sem lítur eftir smástirnum í nágrenni jarðar, eða gervitungli sem þarf að haldast í sístöðu yfir norðurpólnum. „Til að halda geimfari á kyrr- stæðri braut í eins og áratug þarf ógurlegt magn af eldflaugaelds- neyti. Það er einfaldlega ekki hag- nýtt,“ sagði Nye. Ljóseindirnar eru hins vegar ótakmarkaðar. Og hann bætti við: „Þið munuð sjá farið af jörðu niðri, með berum augum. “ Siglt á vit stjarnanna LightSail 2, siglir í geimum án þess að nota hefðbundið eldsneyti Myndir: NASA, Planetary Society Ljóseindir frá sólinni skoppa af seglinu og yfirfæra skriðþunga sinn í gagnstæða átt CubeSat SpaceX Falcon eldflaug Geimfar á braut 4 sólarsellur opnast Geimfar losnar frá eldflaug LightSail 2 4 þríhyrnd segl opnast 32 m2 sólsegl búið til úr mylar, tegund af fjölester sem þróuð var á sjötta áratugnum Markmið: Koma örsmáu gervitungli (CubeSat) á braut um jörðu með því að nota aðeins sólarorku  Gervihnetti bún- um sólsegli sem verður knúinn áfram af þrýsti- krafti öreinda sólarljóssins skotið á loft frá Flórída 30 FRÉTTIRTækni og vísindi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugard. í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Sumarútsala 30% afsláttur af öllum vörum LISTHÚSINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.