Morgunblaðið - 27.06.2019, Síða 68

Morgunblaðið - 27.06.2019, Síða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu GULL SM IÐUR & SKARTGR I PAHÖNNUÐUR Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fyrir stuttu kom út víða um heim áttunda bókin um lögreglukonuna Gunnhildi Gísladóttur eftir breskan rithöfund. Finnst kannski ein- hverjum kyndugt að breskur krimmi sé með íslenska aðalpersónu og ger- ist að auki á Íslandi, líkt og bæk- urnar sjö á undan, en svo er mál með vexti að höfundurinn, Quentin Bates, er hagvanur hér á landi eftir að hafa komið hingað í ævintýraleit og búið um hríð, fest sér íslenska konu og talar líka afbragðsíslensku. Þó ytra hafi komið út átta bækur um glæpi og Gunnhildi hafa bara tvær bækur úr röðinni komið út á ís- lensku: Bláköld lygi kom út fyrir tveimur árum og svo nú nýverið bók- in Á hálum ís. Svo bar við að skömmu áður en sú bók kom út kom Quentin hingað í stutta heimsókn til að sækja sjávarútvegssýningu og gafst þá færi á að ræða aðeins við hann. Kuldalegir titlar og kápur Tal okkar hefst á vangaveltum um það af hverju allar bækur hans séu með svo kuldaleg heiti: Cold Com- fort, Chilled to the Bone og Cold Breath, svo dæmi séu tekin, og káp- urnar kuldalegar. Hann hlær að því þegar þetta ber á góma og segir að mestu ráði að útgefendur hans geti ekki hugsað sér glæpasögur frá Ís- landi sem ekki séu með kuldalegt nafn. „Eina bókina lét ég vísvitandi gerast í ágúst, á heitasta tíma ársins og meira að segja á óvenju heitu sumri, en allt kom fyrir ekki, hún heitir Summerchill (sumarkul) og á kápunni er snjór, nema hvað,“ segir hann og hlær. Á hálum ís, sem kom út um daginn í íslenskri þýðingu Jóns Þ. Þór, ger- ist aftur á móti að vetrarlagi, hefst í nóvember og þó vetrarveður leiki ekki stórt hlutverk þá kemur það við sögu. Quentin segir að kveikjan að bókinni hafi verið sú hugdetta hans að skella fjórum ólíkum persónum saman á afskekktum stað og sjá hvað gerðist, „fjórar ólíkar persónur sem líkar ekki vel hverri við aðra og sem treysta ekki hver annarri. Svo bætti ég slatta af peningum við blönduna og þá verður sprenging, það er ekki hægt að komast hjá því. Það skemmtilegasta við glæpasögur, sakamálasögur, er ekki lög- regluhliðin, heldur að að taka venju- legt fólk og þrýsta á það og sjá hvað gerist. Þá gerist eitthvað spenn- andi.“ Eldfim blanda – Í bókinni eru loma fyrir mjög ólíkar persónur, glæpamaður sem er eiginlega snargeggjaður, sjómaður sem er vissulega til í að berja menn fyrir peninga, en lítur ekki á sig sem glæpon og svo mæðgurnar. Þessi blanda er eldfim. „Já, hún er mjög eldfim. Þetta er fyrsta bókin sem ég hef skrifað þar sem ég vissi alveg frá byrjun hvernig hún átti að enda, en þegar ég var að skrifa síðustu kaflana þá varð við- snúningur og hún átti ekki að enda eins og hún endaði, alls ekki. Það gerist reyndar oft þegar ég er að skrifa að eitthvað gerist í textanum sem ég átti ekki von á, eða einhver náungi birtist sem ég bjóst ekki við og það er skemmtilegt, þá eru hlut- irnir að ganga upp.“ – Fjölskyldulíf Gunnhildar er fjöl- skrúðugt, en þó Íslendingum finnist það væntanlega ekkert óvenjulegt renni ég í grun að breskum les- endum finnist það heldur flókið. „Ég hef reyndar ekki orðið var við það, ég held að þeim finnist þetta bara vera hluti af framandlegum skandinavískum lífsstíl,“ segir hann og hlær. „Ég gaf henni vísvitandi svolítið flókið fjölskyldulíf en les- endur hafa ekki kippt sér upp við þetta. Ég varð reyndar að finna handa henni kærasta í fyrstu bók- inni, var skikkaður til þess af forlag- inu: „Einhver verður nú að elska hana, darling.“ Ég bætti honum því við en ætlaði að losna við hann eins fljótt og unnt væri. Hann er þó þarna ennþá og mér líkar bara betur og betur við hann,“ segir Quentin og kímir. Gísladóttir, Eiríkur og Helgi – Sérðu fyrir þér að þú munir ein- hvern tímann skrifa glæpasögu án þess að Gunnhildur komi við sögu? „Það er í raun og veru að gerast – í næstu Gunnhildarbók verður hún til staðar en þá verður Helgi í aðal- hlutverki. Ég er að vinna að þeirri bók núna og svo er ég reyndar að skrifa aðra bók líka og þá er engin Gunnhildur, en það er allt öðruvísi bók. Ég er ekkert orðinn leiður á henni, en mig langaði að vinna aðeins með aðstoðarmennina sem hún fékk þegar hún færði sig til Reykjavíkur í annarri bókinni, þá Eirík og Helga – þetta eru semsé bækur um Gísla- dóttur, Eirík og Helga,“ segir Quent- in og skellir uppúr. „Ég er alltaf með einhverja brandara eða orðaleiki í hverri bók sem menn fatta ekki nema þeir hafi íslenskan bakgrunn.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Orðaleikir Quentin Bates skrifar reyfara um lögreglukonuna Gunnhildi Gísladóttur og aðstoðarmenn hennar. Ólíkar persónur á afskekktum stað  Á hálum ís er önnur bókin sem kemur út á íslensku úr bókaröðinni um lögreglukonuna Gunnhildi Gísladóttur Tuuli Rähni, organisti í Ísafjarðar- kirkju, kemur í dag klukkan 12 fram á tónleikum á dagskrá Al- þjóðlegs orgelsumars í Hallgríms- kirkju. Mun hún leika verk eftir Léon Boëllmann, Nicolas De Grigny, Peeter Süda og sig sjálfa. Organistinn og píanóleikarinn er fædd í Eistlandi og stundaði píanó- nám við Tónlistarmenntaskóla í Tallinn og síðan við Eistnesku tón- listarakademíuna hjá prófessor Peep Lassmann, nemanda Emils Gi- lels. Árið 1991 útskrifaðist hún með láði og hélt í meistaranám í Þýska- landi. Hún lauk meistaranámi við Tónlistarháskólann í Karlsruhe ár- ið 1997. Tuuli hefur komið fram á tón- leikum í Bretlandi, Japan, Frakk- landi, Þýskalandi, Rússlandi og víð- ar. Hún hefur gert hljóðritanir hjá eistneskum og þýskum útvarps- stöðvum auk þess að leika inn á geisladiska. Árið 2005 flutti Tuuli til Íslands og hefur starfað sem organisti og tónlistarkennari síðan. Hún stund- aði orgelnám við Tónskóla þjóð- kirkjunnar og lauk þaðan prófi 2016 og kantorsnámi í ár. Organistinn Tuuli Rähni við hljómborð Klais-orgelsins í Hallgrímskirkju. Tuuli Rähni leikur í Hallgrímskirkju Tvær bækur sem fjalla um átökin á Norður-Írlandi hrepptu bók- menntaverðlaun sem kennd eru við rithöfundinn George Orwell. Eru verðlaunin veitt af Orwell- stofnuninni og eru ætluð til að vekja athygli á vönduðum skrifum af ýmsu tagi um stjórnmál og fé- lagslegan veruleika. Hin tilraunakennda skáldsaga Önnu Burns, Milkman, sem hreppti einnig Man Booker-verðlaunin í fyrra og National Book Critics Circle-verðlaunin í ár, hlaut verð- laun sem besta pólitíska skáldsagan en verðlaun fyrir bestu pólitísku skrifin hlaut Patrick Radden Keefe fyrir bókina Say Nothing. Hann starfar við tímaritið New Yorker og fjallar bókin um morð IRA-liða á Jean McConville árið 1972. Verðlaunuð Anna Burns hefur hreppt nokkur verðlaun fyrir söguna Milkman. Hrepptu verðlaun kennd við Orwell Aðeins tveimur dögum áður en málverkið Júdit og Hólófernes, sem margir sérfræðingar telja eftir ítalska meistarann Caravaggio (1571-1610) átti að vera selt á uppboði í Frakklandi, barst boð sem fjölmiðlar í Frakk- landi og Bretlandi segja eigandann hafa tekið. Verðið hefur ekki verið staðfest en í The Guardian er nefnd tal- an 170 milljónir dala, um 21 milljarður króna. Málverk eftir Caravaggio, einn dáðasta myndlistar- mann sögunnar, hefur ekki ratað á uppboð áratugum saman. Málverkið fannst fyrir nokkrum árum á háalofti í Toulouse, þar sem það hafði verið undir dýnu í allt að eina öld. Eftir að það var hreinsað hafa sífellt fleiri sér- fræðingar hallast að því að það sé í raun eftir Cara- vaggio, útgáfa frá árinu 1606 af mótífi sem hann málaði fyrst árið 1598. Staðfest verk eftir Caravaggio eru að- eins rúmlega 60. Kaupandi verksins er sagður virtur safnari utan Frakklands, tengdur þekktu listasafni. Caravaggio seldur AFP Verðmæti Starfsmenn Drouot-uppboðshússins vönd- uðu sig við að hengja upp málvekið eftir Caravaggio.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.