Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Clip-on sólgler á gleraugu er algjör SNILD! Fallegar umgjarðir og auðvelt er að smella því á gleraugun Eyesland | Grandagarði 13 | Glæsibæ | Sími 510 0110 | www.eyesland.is 27. júní 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.98 124.58 124.28 Sterlingspund 158.16 158.92 158.54 Kanadadalur 94.06 94.62 94.34 Dönsk króna 18.899 19.009 18.954 Norsk króna 14.567 14.653 14.61 Sænsk króna 13.397 13.475 13.436 Svissn. franki 126.98 127.68 127.33 Japanskt jen 1.1588 1.1656 1.1622 SDR 172.43 173.45 172.94 Evra 141.11 141.89 141.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.3186 Hrávöruverð Gull 1429.55 ($/únsa) Ál 1746.5 ($/tonn) LME Hráolía 64.89 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Guðný Rósa Þorvarðardóttir hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Festi og Bakk- anum vöruhúsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Í framhaldi af því hefur Festi gert breytingar á skipu- riti félagsins, sem felst meðal annars í því að viðskiptaþróun færist inn í ein- staka rekstrarfélög samstæðunnar, þ.e. N1, Krónuna, Elko og Bakkann vöruhús. Samhliða breytingunum mun Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, taka við framkvæmdastjórn Bakkans vöru- húss en Guðný gegndi því starfi áður. Guðný Rósa hefur sinnt stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Festi og N1 frá árinu 2015 og lætur af störfum um mán- aðamótin. peturh@mbl.is Guðný Rósa segir starfi sínu lausu hjá Festi Hætt Festi er m.a. móðurfélag Krón- unnar og N1. STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Svo virðist vera sem fjárfestar hafi gert ráð fyrir að Seðlabankinn myndi stíga stærra skref við ákvörðun um vaxtalækkun en raun varð á í gær. Um það vitna viðbrögð á skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði í gær. Þetta segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðu- maður greiningardeildar Arion banka en hann var gestur Viðskiptapúlsins, hlaðvarpsþáttar ViðskiptaMoggans í gær. Þar benti hann einnig á að tónninn í yfirlýs- ingu peninga- stefnunefndar Seðlabankans sem gefin var út sam- hliða ákvörðun hennar um að lækka stýrivexti um 0,25% í 3,75%, hefði reynst nokkuð harðari en gert var ráð fyrir. Í gær lækkuðu flest félög í Kauphöll Íslands og þá hækkaði ávöxtunarkrafa lengri óverðtryggðra ríkisskuldabréfa að jafnaði um 5 til 10 punkta. Frekari samdráttur í pípunum Í yfirlýsingu nefndarinnar kemur m.a. fram að gera megi ráð fyrir frek- ari samdrætti í þjóðarbúskapnum á komandi mánuðum og virðist þar ekki síst vísað til versnandi atvinnustigs. Atvinnuleysi mælist nú um 3,6% sam- kvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðar- seðlabankastjóri sagði þó á kynningar- fundi í bankanum í gær að einkaneysla á fyrsta ársfjórðungi hefði reynst kröftugri en búist var við og að tölur fyrir annan ársfjórðung virtust vitna um mikinn þrótt einnig. Verðbólga hefur reynst í samræmi við síðustu spá Seðlabankans og telur hann að hún hafi nú náð hámarki og muni hjaðna í átt að markmiði, þ.e. 2,5%, þegar líða tekur á árið 2019. Í gær birti Hagstofan nýja mælingu á vísitölu neysluverðs. Færist nær markmiði Samkvæmt henni hækkaði vísitalan um 0,37% í maí og mælist þá 12 mán- aða verðbólga 3,3% en hafði verið 3,6% undangenginn mánuð. Þrátt fyrir já- kvæðar verðbólguhorfur bendir Seðla- bankinn á að frekari veiking krónunn- ar gæti sett strik í reikninginn en í máli Más Guðmundssonar í gær á fyrr- nefndum kynningarfundi kom fram að gengið hefði veikst um 2,5% frá síðasta vaxtaákvörðunardegi, sem bar upp á 22. maí. Stefán Broddi segir hins vegar að fátt bendi til skarprar veikingar krónunnar fram undan, viðskiptaaf- gangur sé viðvarandi og að flestar hag- stærðir gefi til kynna að viðnámsþrótt- ur efnahagslífsins sé talsverður. Þá bendir hann einnig á að Seðlabankinn sé reiðubúinn til að grípa inn í og sporna gegn mikilli lækkun krónunnar ef það megi koma í veg fyrir að verð- bólgan fari af stað. Stór gjaldeyris- varaforði staðfesti að bankinn hafi burði til þess. Í kjölfar vaxtalækkunar- innar tilkynnti Íslandsbanki að hann hygðist breyta vaxtakjörum sínum frá og með næstu mánaðamótum. Þannig myndu óverðtryggðir vextir húsnæð- islána lækka um 0,25 prósentustig og að þá myndu bílalán og -samningar Ergo einnig lækka með sama hætti. Þá myndu breytilegir innlánsvextir lækka um 0,1 til 0,25 prósentustig og kjör- vextir útlána lækka um 0,1 prósentu- stig. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum eru vaxtakjör bank- ans þar nú til skoðunar í ljósi nýjustu fregna úr Svörtuloftum. Sömu sögu var að segja þegar forsvarsmenn Arion banka voru inntir eftir því hvernig bankinn myndi bregðast við nýjustu tíðindum. Harðari tónn en markaður- inn hafði gert ráð fyrir Morgunblaðið/Eggert SÍ Már Guðmundsson kynnti í síðasta sinn vaxtákvörðun bankans. Nýr bankastjóri tekur við í ágústmánuði að öllu óbreyttu. Sagði Már að sér væri létt, þegar hann var inntur eftir því hvað honum væri efst í huga við þessi tímamót.  Íslandsbanki boðar vaxtalækkun í kjölfar stýrivaxtalækkunar upp á 0,25 prósentur Stefán Broddi Guðjónsson Svo virðist sem bifreiðasala sé eitt- hvað að taka við sér eftir erfiða mán- uði í upphafi árs. Þetta segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bíl- greinasambandsins í samtali við Morgunblaðið. Líkt og Morgunblaðið greindi frá fyrr á þessu ári dróst bifreiðasala fyrstu mánuði ársins saman um 40% miðað við sömu mánuði árið áður. Þrátt fyrir að nú séu jákvæðari teikn á lofti er útlit fyrir áframhaldandi samdrátt næstu mánuði. Að því er fram kemur í skrán- ingartölum frá Bílgreinasambandinu var skráður fjöldi nýrra bifreiða á götum í maímánuði ársins í ár sam- tals 2.013. Það er tæplega 30% sam- dráttur frá fyrra ári þegar fjöldi skráninga var 2.859. Notaðir bílar seljast mjög vel Sé horft á fyrstu fimm mánuði árs- ins 2019 í heild sinni er samdráttur- inn umtalsvert meiri, eða um 36%. Alls voru seldar bifreiðar fyrstu fimm mánuði ársins 5.935 talsins. Árið 2018 var fjöldi seldra bifreiða 9.286. „Salan er að rétta sig af smám saman. Samdrátturinn síðustu mán- uði er minni en í upphafi árs. Þess ut- an styttist í að fjöldi nýrra spennandi bíla, sem fólk hefur verið að bíða eft- ir, komi á markað,“ segir Jón Trausti og bætir við að sala notaðra bifreiða hafi verið gríðarlega góð fram til þessa. „Það er mikil aukning þar milli ára og ég get ekki annað sagt en að notaði markaðurinn hafi verið frá- bær það sem af er ári,“ segir Jón Trausti. aronthordur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Bílasala Komandi mánuðir líta betur út en í fyrstu var talið. Minni samdráttur í sölu nýrra bíla  Komandi mán- uðir líta betur út en fyrst var talið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.