Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 60
HM Í FRAKKLANDI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þrátt fyrir að sjö Evrópuþjóðir séu eftir á HM kvenna í fótbolta er það ekki Evrópuþjóð sem þykir sigur- stranglegust nú þegar 8-liða úrslitin eru að hefjast. Veðbankar eru á því að ríkjandi heimsmeistarar Banda- ríkjanna eigi enn mesta möguleika á titlinum, þrátt fyrir að Spánverjar hafi sýnt fram á það í 16-liða úrslit- unum að bandaríska liðið er ekki neitt ofurlið. Flestir virðast telja Bandaríkin og Frakkland sigustranglegust á mótinu en þau mætast í París annað kvöld. Sjálfsagt þykir einhverjum leitt að liðin mætist strax á þessu stigi mótsins, þrátt fyrir að bæði hafi unnið alla sína leiki hingað til, en það er ekkert við því að gera. Sigurliðið mætir annaðhvort Noregi eða Eng- landi í undanúrslitunum en keppni í 8-liða úrslitum hefst í kvöld með leik Noregs og Englands. Á laugardag- inn lýkur 8-liða úrslitunum þegar Ítalía mætir Hollandi og Þýskaland mætir Svíþjóð. María man vonbrigðin vel England og Noregur mættust einnig á HM 2015, í 16-liða úrslitum, og þá hafði England betur, 2:1. Chelseakonurnar Maren Mjelde og María „okkar“ Þórisdóttir hafa stað- ið vaktina vel í vörn Noregs og María segir liðið hafa harma að hefna í kvöld: „Ég var gríðarlega vonsvikin [eft- ir tapið á HM í Kanada 2015] og þetta situr enn í mér í dag. Ég var ung þarna en þetta var gríðarlega erfitt,“ sagði María við vef FIFA, og eftir vonbrigðin fyrir fjórum árum og á EM 2017 segir hún norska liðið mun betur í stakk búið til að vinna England nú. „Stærsti munurinn er þessi mikla og sterka samheldni í okkar liði. Við höfum byggt upp mjög gott leik- skipulag á síðustu tveimur árum og erum sterkari bæði innan og utan vallar en árið 2015. Leikstíllinn okk- ar leyfir okkur að gera ein og ein mistök, og gefur okkur sjálfstraust til þess að halda boltanum. Við erum ekkert að stressa okkur og senda bara langar sendingar fram,“ sagði María. Ekkert stress, segir Neville England hefur komist nokkuð þægilega áfram í 8-liða úrslitin en miðverðirnir Steph Houghton og Millie Bright gætu misst af leiknum í kvöld, að sögn þjálfarans Phil Ne- ville. Houghton meiddist í 3:0- sigrinum á Kamerún í 16-liða úrslit- um en Bright hefur verið að glíma við flensu, sem Neville segir hafa angrað sitt lið aðeins. England náði sínum besta árangri á HM fyrir fjórum árum þegar liðið hlaut bronsverðlaun og áhugi á lið- inu og knattspyrnu kvenna hefur aukist mikið í Englandi síðan þá. Neville segir leikmenn sína nógu þroskaða til að njóta þess: „Áður fyrr hefði maður kannski viljað verja leikmennina af ótta við að þeim mistækist en þess þarf ekki með mínar stelpur. Fyrir 3-4 árum dauðlangaði okkur að fá þá athygli og sýnileika sem við höfum núna, og þegar við svo fáum athyglina þá ætl- um við ekki að hætta við og segja að þetta taki aðeins á taugarnar. Við ætlum að njóta þess. Við erum með ótrúlegan hóp af manneskjum sem eru nákvæmlega þar sem þær vilja vera, þar sem þær hefur alltaf dreymt um að vera, og þær munu standa fyrir sínu. Það mun sjást á vellinum. Mínir leikmenn kunna best við sig í stórum leikjum,“ sagði Neville. Ólympíusæti í húfi Þýskaland og Noregur eru einu Evrópulöndin sem unnið hafa heims- meistaratitilinn. Evrópuþjóðirnar sjö berjast ekki einungis um að ná sem lengst á HM heldur einnig um sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Aðeins þrjár Evrópu- þjóðir fá sæti á ÓL og verða það þær þjóðir sem ná lengst á HM. Ef Bandaríkin vinna Frakkland munu því liðin þrjú sem vinna í hinum ein- vígunum í 8-liða úrslitunum öll kom- ast á ÓL. Vinni Frakkland á morgun mun leikurinn um bronsverðlaunin á HM einnig snúast um þátttökurétt á ÓL. Íslandsbanar gegn Svíþjóð Alex Morgan er enn markahæst á mótinu, eftir mörkin fimm gegn Taí- landi, en Bandaríkin þurfa helst meira frá henni gegn Frakklandi á morgun en hún sýndi í 2:1-sigrinum á Spáni þar sem bæði mörk Banda- ríkjanna komu úr vítaspyrnum Meg- an Rapinoe. Frakkland vann Bras- ilíu í framlengdum leik í 16-liða úrslitum og er nú einum sigri frá því að komast til Lyon, þar sem undan- úrslitin og úrslitaleikurinn fara fram, en margir leikmanna liðsins eru einmitt leikmenn Lyon, Evr- ópumeistara síðustu fjögurra ára. Frakkland hefur aðeins einu sinni komist í undanúrslit á HM, þegar liðið endaði í 4. sæti 2011. Þýskaland, sem varð heimsmeist- ari 2003 og 2007, komst á HM með því að enda fyrir ofan Ísland í und- ankeppninni þrátt fyrir afar óvænt tap gegn Íslandi á heimavelli. Liðið mætir Svíum sem hafa best náð 2. sæti á HM, 2003. Hvorki Ítalía né Evrópumeistarar Hollands hafa komist í undanúrslit á HM og annað þessara liða mun því leika um verð- laun á HM í fyrsta sinn. AFP Mæta Englandi María Þórisdóttir og stöllur í norska liðinu fagna sigrinum á Ástralíu í 16-liða úrslitum HM, þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Úrslitaleikurinn á morgun?  Bandaríkin og Frakkland sigurstranglegust þegar 8-liða úrslitin hefjast á HM  María í hefndarhug gegn Englandi í kvöld  Þrjú bestu frá Evrópu til Tókýó 60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vottaður hífi- og festingabúnaður Námskeið um notkun á hífibúnaði Skoðanir og eftirlit á hífibúnaði Hífi- og festingabúnaður Mjólkurbikar karla 8-liða úrslit: ÍBV – Víkingur R..................................... 2:3 Guðmundur Magnússon 13., 32. – Sölvi Geir Ottesen 57., Nikolaj Hansen 80., Er- lingur Agnarsson 84. Inkasso-deild karla Fram – Þróttur R..................................... 2:1 Helgi Guðjónsson 60., Már Ægisson 90. – Daði Bergsson 4. Rautt spjald: Jón Þórir Sveinsson (þjálfari Fram) 45., Fred Sa- raiva (Fram) 62. Staðan: Fram 9 5 2 2 15:11 17 Þór 8 5 1 2 15:6 16 Fjölnir 8 5 1 2 14:9 16 Keflavík 8 4 2 2 13:7 14 Grótta 8 4 2 2 16:13 14 Víkingur Ó. 8 4 1 3 9:6 13 Leiknir R. 8 4 0 4 13:14 12 Þróttur R. 9 3 1 5 16:15 10 Haukar 9 2 3 4 13:15 9 Afturelding 8 3 0 5 12:18 9 Njarðvík 9 2 1 6 8:17 7 Magni 8 1 2 5 10:23 5 Inkasso-deild kvenna ÍR – Fjölnir ............................................... 0:4 Sara Montoro 4., 7., Eva María Jónsdóttir 64., Rósa Pálsdóttir 80. Augnablik – Afturelding ........................ 1:0 Þórdís Katla Sigurðardóttir 38. Staðan: Þróttur R. 6 5 0 1 22:4 15 FH 6 4 1 1 18:8 13 ÍA 6 3 2 1 8:5 11 Tindastóll 5 3 0 2 14:12 9 Augnablik 6 3 0 3 6:6 9 Grindavík 5 2 2 1 5:5 8 Afturelding 6 2 1 3 7:8 7 Haukar 6 2 0 4 6:6 6 Fjölnir 6 1 2 3 7:11 5 ÍR 6 0 0 6 2:30 0 Noregur Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Viking – Stabæk ...................................... 5:2  Samúel Kári Friðjónsson sat á vara- mannabekk Viking. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla. Kongsvinger – Mjøndalen ...................... 0:3  Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður hjá Mjøndalen á 66. mínútu. Rosenborg – Aalesund ............................ 1:1  Aalesund vann 5:4 í vítakeppni.  Hólmbert Aron Friðjónsson, Aron Elís Þrándarson og Davíð Kristján Ólafsson voru í byrjunarliði Aalesund. Davíð fékk rautt spjald á 45. mínútu en Hólmbert og Aron léku allan leikinn sem var framlengd- ur. Hólmbert skoraði úr síðasta víti Aale- sund. Daníel Leó Grétarsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Hvíta-Rússland Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Sputnik Rechytsa – BATE Borisov ....... 2:5  Willum Þór Willumsson skoraði eitt mark fyrir BATE og átti þátt í öðru en hann lék allan leikinn. KNATTSPYRNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.