Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 61
Í EYJUM
Arnar Gauti Grettisson
sport@mbl.is
Víkingar eru komnir í 4-liða úrslit
Mjólkurbikars karla í fótbolta eftir
ótrúlegan 3:2 sigur á ÍBV í Vest-
mannaeyjum í gærkvöldi. Eyjamenn
voru með 2:0 forystu í hálfleik eftir 2
mörk frá Guðmundi Magnússyni en
þrjú mörk frá Sölva Geir, Nikolaj
Hansen og Erlingi Agnarsyni komu
Víkingum áfram.
Öll mörkin sem Eyjamenn fengu á
sig í leiknum eru einstaklingsvarn-
armistök og litu varnarmenn liðsins
vægast sagt hræðilega út. Mistök
eins og þessi eru nánast ófyrirgef-
anleg en jafnframt dæmigerð fyrir
lið sem er í botnbaráttu og vinnur
ekki marga leiki.
Þetta er annar leikurinn í röð hjá
Eyjamönnum þar sem þeir eru mun
sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en
tapa samt sem áður leiknum. Und-
irritaður hefur alls ekki skýringuna
á því hvað veldur en það er nokkuð
augljóst að Eyjamenn þurfa að fara
að stoppa í götin í sínum varnarleik
ætli þeir sér að fara að vinna fót-
boltaleiki, geri þeir það ekki mun
sumarið enda verulega illa hjá þeim.
Sýndu sitt rétta andlit í
bókstaflegum mótvindi
Ekki er hægt að taka neitt af Vík-
ingum sem spiluðu sinn flotta fót-
bolta á löngum köflum í þessum leik.
Þeir áttu í erfileikum að spila bolt-
anum þegar þeir léku með vindi í
fyrri hálfleik en þegar þeir voru á
móti vindi í þeim síðari náðu þeir að
sýna sitt rétta andlit og uppskáru
eftir því.
Skiptingin sem þeir gerðu seint í
síðari hálfleik þegar þeir voru 2:1
undir breytti leiknum. Nikolaj Han-
sen kom inn á fyrir Örvar Eggerts-
son. Nikolaj fiskaði víti, sem að hann
skoraði sjálfur úr og bjó til sig-
urmarkið upp á sitt einsdæmi með
því að fara afar illa með vörn Eyja-
manna. Þriðji sigurleikur Víkinga í
röð staðreynd og þeir geta verið já-
kvæðir upp á framhaldið.
Þrír leikir í kvöld
Hinir þrír leikirnir í átta liða úr-
slitum keppninnar fara allir fram í
kvöld. KR, topplið úrvalsdeild-
arinnar, tekur á móti Njarðvík-
ingum, eina liðinu utan efstu deildar
sem enn er eftir í keppninni. Óskar
Örn Hauksson fyrirliði KR mætir
þar sínu uppeldisfélagi. Njarðvík
hefur tapað fimm leikjum í röð.
Breiðablik fær Fylki í heimsókn á
Kópavogsvöll en skammt er frá
bráðfjörugum sjö marka leik liðanna
á Íslandsmótinu sem Fylkir vann
4:3.
Þá mætast FH og Grindavík í
Kaplakrika en tvö stig skilja liðin að
í deildinni þar sem þau hafa ekki
mæst enn en eiga einmitt leik í
Grindavík á mánudaginn kemur, eft-
ir aðeins fjóra daga.
Innkoma Hansen lykill
að frábærri endurkomu
Víkingar lentu 2:0 undir en komust í undanúrslit bikarsins með sigri í Eyjum
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Ekki nóg Guðmundur Magnússon skorar hér sitt annað mark fyrir ÍBV í gær, og staðan 2:0, en Víkingar unnu 3:2.
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019
Smáatriðin
skipta máli
Fáðu sérmenntaðan lýsingarráðgjafa Pfaff í heimsókn án endurgjalds.
Pfaff býður upp á framúrskarandi ráðgjöf í lýsingu viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu.
Lýsingarráðgjafi Pfaff kemur í heimsókn, tekur út lýsingu á heimilinu og bendir á lausnir
sem henta í hverju rými. Hugað er sérstaklega að því hvernig lýsingin kemur út
útlitslega og hvaða birta hentar hverjum aðstæðum.
Vinsamlega pantið tíma í pfaff@pfaff.is
Hornamaðurinn Andri Þór Helga-
son er genginn í raðir handknattleiks-
liðs Stjörnunnar eftir þriggja ára dvöl
hjá Fram. Andri var þriðji markahæsti
leikmaður Fram í vetur en liðið endaði
í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, þremur
stigum á eftir Stjörnunni. Andri, sem
er tæplega 25 ára, var áður hjá HK og
var viðloðandi liðið sem varð Íslands-
meistari 2012.
Þór Akureyri hefur samið við kól-
umbíska landsliðsmanninn Hansel
Atencia. Hann mun því leika með lið-
inu í úrvalsdeildinni í körfubolta á
næstu leiktíð, þar sem Þórsarar verða
nýliðar. Karfan.is greindi frá þessu.
Atencia kemur beint úr bandaríska há-
skólaboltanum þar sem hann lék með
Masters-háskólanum í NAIA-deildinni,
en hann er 22 ára leikstjórnandi.
Atencia hefur leikið með kólumbíska
landsliðinu en er einnig með spænskt
ríkisfang.
Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi
Borgarness er í 8. sæti eftir fyrsta
hring á Evrópumeistaramóti áhuga-
kylfinga sem fram fer í
Austurríki. Bjarki lék á
-4 högg-
um í
gær,
fékk fimm
fugla og einn
skolla, og er
tveimur höggum
á eftir efstu
mönnum. Gísli
Sveinbergsson
lék hins vegar á +4
höggum og er í
106. sæti af 144
keppendum.
Eitt
ogannað
Hinn 19 ára gamli Már Ægisson
tryggði 10 „þjálfaralausum“ Fröm-
urum dísætan 2:1-sigur á Þrótti R. í
1. deildinni í fótbolta, Inkasso-
deildinni, í Safamýri í gærkvöld.
Hiti var í mönnum í þessum granna-
slag en að honum loknum eru
Framarar á toppi deildarinnar með
17 stig, stigi á undan næstu liðum
sem eiga leik til góða. Þróttur er í
8. sæti með 10 stig.
Þróttarar skoruðu eina mark sitt
á 4. mínútu en það gerði Daði
Bergsson. Þeir náðu ekki að nýta
sér það að vera 11 gegn 10 Fröm-
urum síðasta hálftíma leiksins. Jón
Þórir Sveinsson, þjálfari Fram,
fékk rautt spjald eftir kjaftbrúk
undir lok fyrri hálfleiks, og Fred
Saraiva var rekinn af velli eftir að
hafa rennt sér með háskalegum
hætti í Arnar Darra Pétursson,
markvörð Þróttar, á 62. mínútu. Sa-
raiva hafði rétt áður lagt upp jöfn-
unarmark Helga Guðjónssonar með
því að stela boltanum.
Tíu Framarar fögnuðu
toppsætinu án þjálfarans
Morgunblaðið/Arnþór
Átök Það var hart tekist á í slagnum um Suðurlandsbrautina í gærkvöld.