Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Velkomin til okkar ÚTSALA 20-80% afsláttur Langar þig í ný gleraugu! Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Allt kapp er nú lagt á að undirbúa flutning Hafrannsóknastofnunar- innar frá Reykjavík til Hafnar- fjarðar. Stefnt er að því að þessi stofnun hafs og vatna flytji starf- semi sína þangað seinni hluta þessa árs. Hafrannsóknastofnun hefur átt langa samleið með Faxaflóahöfnum, áður Reykjavíkurhöfn, og í kveðju- skyni voru stofnuninni veitt um- hverfisverðlauna Faxaflóahafna fyr- ir árið 2019. Verið er að byggja fimm hæða hús fyrir stofnunina við Fornubúðir í Suðurhöfninni í Hafnarfirði. Húsið er rúmlega fjögur þúsund fermetrar og byggt úr krosslímdum timb- ureiningum frá Austurríki, sem styttir framkvæmdatímann. Aðstaða fyrir skipaútgerð Áformað er að stofnunin fái hús- næðið afhent í október. Við hlið nýja hússins er vöruhúsið Fornubúðir og verða um 1.400 fermetrar þess nýtt- ir sem m.a. geymsla, verkstæði og útgerðaraðstaða Hafró. Hafnarfjarðarhöfn hefur samhliða unnið að framkvæmdum við nýjan hafnarkant á Háabakka, þar sem rannsóknaskipin munu hafa forgang á viðleguplássum. Í sumar hafa ver- ið rekin niður stálþil en bakkinn verður alls 130 metra langur. Bakk- inn á að vera tilbúinn fyrir lok árs- ins og fullnaðarfrágangur á öllu svæðinu næsta vor, samkvæmt upp- lýsingum Lúðvíks Geirssonar hafn- arstjóra. Það er Hagtak sem vinnur verkið og heildarkostnaður er áætlaður um 300 milljónir, bakki og landfrágang- ur. Verkfræðistofan Strendingur sér um hönnun og verkeftirlit. Í kverkinni milli Háabakka og Óseyr- arbryggju, við hús Hafró, verður opið hafnarsvæði fyrir útivist, m.a. með trébryggju til dorgveiði. Á aðalfundi Faxaflóahafna sf. sl. föstudag var að vanda veitt um- hverfisviðurkenning fyrirtæksins „Fjörusteinninn“. Í ár hlýtur Hafrannsóknastofnun, „Hafró“, viðurkenninguna. Fjörusteinninn, umhverfis- verðlaun Faxaflóahafna, hefur verið veittur frá árinu 2007 og nú í 13. skipti. Venjan hefur verið að veita verðlaunin fyrirtækjum sem starfa á hafnarsvæðunum og sýnt hafa framsækni í umhverfismálum og verið til fyrirmyndar hvað varðar frágang á lóðum og snyrtilegt um- hverfi. Heimahöfn rannsóknaskipa Haf- rannsóknastofnunar hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík frá stofnun árið 1965. Upphaf hafrann- sókna við Ísland má þó rekja til síð- ari hluta 19. aldar er Danir hófu sjó- rannsóknir við landið. Skip stofnunarinnar hafa sett svip sinn á höfnina undanfarna áratugi, umgengni stofnunarinnar við hafnarsvæðið hefur verið til fyrir- myndar ásamt því að skip hennar hafa verið landtengd með rafmagni og hitaveitu svo árum skiptir, segir í áliti dómnefndar. Flokkun sorps frá skipunum hefur einnig verið aukin til muna við innleiðingu Grænna skrefa sem snúast um að efla vist- vænan rekstur stofnunarinnar. „Auk þess að vera viðurkenning á góðri frammistöðu í umhverfis- málum er Fjörusteinninn jafnframt hugsaður sem hvatning fyrir þá sem hann hljóta til áframhaldandi góðra verka og er von Faxaflóahafna að þessi viðurkenning verði hvatning til Hafrannsóknastofnunar um áframhaldandi starf á þessu mik- ilvæga sviði,“ segir í álitinu. Kristín Soffía Jónsdóttir, formað- ur stjórnar, afhenti verðlaunin og tók Ásmundur B. Sveinsson, skip- stjóri á Bjarna Sæmundssyni RE 30, við verðlaununum fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar. Stofn- unin gerir einnig út Árna Frið- riksson RE 200. Þá er von á nýju hafrannsóknaskipi árið 2020. Al- þingi samþykkti að láta smíða skipið á hátíðarfundi á Þingvöllum í fyrra- sumar. Hús og höfn fyrir Hafró í Hafnarfirði  Kapp lagt á að undirbúa flutning Hafrannsóknastofnunarinnar frá Reykjavík til Hafnarfjarðar  Nýtt hús byggt og nýr hafnarbakki  Stofnunin fékk umhverfisverðlaun Faxaflóahafna afhent Morgunblaðið/sisi Ný aðstaða Bygging nýja hússins við Suðurhöfnina í Hafnarfirði hefur gengið samkvæmt áætlun. Sömuleiðis við nýja hafnarkantinn á Háabakka. Ljósmynd/Faxaflóahafnir Afhending Kristín Soffía afhendir Ásmundi verðlaunin. Á sviðinu eru einn- ig Sólmundur Már Jónsson útgerðarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.