Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Velkomin til okkar
ÚTSALA
20-80% afsláttur
Langar þig í ný gleraugu!
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Allt kapp er nú lagt á að undirbúa
flutning Hafrannsóknastofnunar-
innar frá Reykjavík til Hafnar-
fjarðar. Stefnt er að því að þessi
stofnun hafs og vatna flytji starf-
semi sína þangað seinni hluta þessa
árs. Hafrannsóknastofnun hefur átt
langa samleið með Faxaflóahöfnum,
áður Reykjavíkurhöfn, og í kveðju-
skyni voru stofnuninni veitt um-
hverfisverðlauna Faxaflóahafna fyr-
ir árið 2019.
Verið er að byggja fimm hæða
hús fyrir stofnunina við Fornubúðir
í Suðurhöfninni í Hafnarfirði. Húsið
er rúmlega fjögur þúsund fermetrar
og byggt úr krosslímdum timb-
ureiningum frá Austurríki, sem
styttir framkvæmdatímann.
Aðstaða fyrir skipaútgerð
Áformað er að stofnunin fái hús-
næðið afhent í október. Við hlið nýja
hússins er vöruhúsið Fornubúðir og
verða um 1.400 fermetrar þess nýtt-
ir sem m.a. geymsla, verkstæði og
útgerðaraðstaða Hafró.
Hafnarfjarðarhöfn hefur samhliða
unnið að framkvæmdum við nýjan
hafnarkant á Háabakka, þar sem
rannsóknaskipin munu hafa forgang
á viðleguplássum. Í sumar hafa ver-
ið rekin niður stálþil en bakkinn
verður alls 130 metra langur. Bakk-
inn á að vera tilbúinn fyrir lok árs-
ins og fullnaðarfrágangur á öllu
svæðinu næsta vor, samkvæmt upp-
lýsingum Lúðvíks Geirssonar hafn-
arstjóra.
Það er Hagtak sem vinnur verkið
og heildarkostnaður er áætlaður um
300 milljónir, bakki og landfrágang-
ur. Verkfræðistofan Strendingur
sér um hönnun og verkeftirlit. Í
kverkinni milli Háabakka og Óseyr-
arbryggju, við hús Hafró, verður
opið hafnarsvæði fyrir útivist, m.a.
með trébryggju til dorgveiði.
Á aðalfundi Faxaflóahafna sf. sl.
föstudag var að vanda veitt um-
hverfisviðurkenning fyrirtæksins
„Fjörusteinninn“.
Í ár hlýtur Hafrannsóknastofnun,
„Hafró“, viðurkenninguna.
Fjörusteinninn, umhverfis-
verðlaun Faxaflóahafna, hefur verið
veittur frá árinu 2007 og nú í 13.
skipti. Venjan hefur verið að veita
verðlaunin fyrirtækjum sem starfa
á hafnarsvæðunum og sýnt hafa
framsækni í umhverfismálum og
verið til fyrirmyndar hvað varðar
frágang á lóðum og snyrtilegt um-
hverfi.
Heimahöfn rannsóknaskipa Haf-
rannsóknastofnunar hefur verið við
Gömlu höfnina í Reykjavík frá
stofnun árið 1965. Upphaf hafrann-
sókna við Ísland má þó rekja til síð-
ari hluta 19. aldar er Danir hófu sjó-
rannsóknir við landið.
Skip stofnunarinnar hafa sett svip
sinn á höfnina undanfarna áratugi,
umgengni stofnunarinnar við
hafnarsvæðið hefur verið til fyrir-
myndar ásamt því að skip hennar
hafa verið landtengd með rafmagni
og hitaveitu svo árum skiptir, segir í
áliti dómnefndar. Flokkun sorps frá
skipunum hefur einnig verið aukin
til muna við innleiðingu Grænna
skrefa sem snúast um að efla vist-
vænan rekstur stofnunarinnar.
„Auk þess að vera viðurkenning á
góðri frammistöðu í umhverfis-
málum er Fjörusteinninn jafnframt
hugsaður sem hvatning fyrir þá sem
hann hljóta til áframhaldandi góðra
verka og er von Faxaflóahafna að
þessi viðurkenning verði hvatning
til Hafrannsóknastofnunar um
áframhaldandi starf á þessu mik-
ilvæga sviði,“ segir í álitinu.
Kristín Soffía Jónsdóttir, formað-
ur stjórnar, afhenti verðlaunin og
tók Ásmundur B. Sveinsson, skip-
stjóri á Bjarna Sæmundssyni RE
30, við verðlaununum fyrir hönd
Hafrannsóknastofnunar. Stofn-
unin gerir einnig út Árna Frið-
riksson RE 200. Þá er von á nýju
hafrannsóknaskipi árið 2020. Al-
þingi samþykkti að láta smíða skipið
á hátíðarfundi á Þingvöllum í fyrra-
sumar.
Hús og höfn fyrir Hafró í Hafnarfirði
Kapp lagt á að undirbúa flutning Hafrannsóknastofnunarinnar frá Reykjavík til Hafnarfjarðar
Nýtt hús byggt og nýr hafnarbakki Stofnunin fékk umhverfisverðlaun Faxaflóahafna afhent
Morgunblaðið/sisi
Ný aðstaða Bygging nýja hússins við Suðurhöfnina í Hafnarfirði hefur
gengið samkvæmt áætlun. Sömuleiðis við nýja hafnarkantinn á Háabakka.
Ljósmynd/Faxaflóahafnir
Afhending Kristín Soffía afhendir Ásmundi verðlaunin. Á sviðinu eru einn-
ig Sólmundur Már Jónsson útgerðarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri.