Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 7. J Ú N Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 149. tölublað 107. árgangur
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
MYNDLISTAR-
KEPPNI
ÞJÓÐANNA
SEGIR
SÖGU SEM
SKIPTIR MÁLI
FENEYJATVÍÆRINGURINN 62 GLOWIE GEFUR ÚT 64FINNA VINNU 5 SÍÐUR
Vaxtalækkanir hjálpa
» Ásgeir Jónsson, dósent í
hagfræði við Háskóla Íslands,
segir vaxtalækkunina í gær
munu örva íbúðamarkaðinn.
» Kaupmáttur hafi haldist
sterkur og verðbólga lítil.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjárfestar hafa endurmetið sölu-
áætlanir nýrra íbúða í miðborginni
og gera jafnvel ráð fyrir hverfandi
hagnaði vegna dræmrar sölu.
Einn fjárfestirinn áætlaði að salan
tæki 12 mánuði en miðar nú við 18
mánuði vegna aðstæðna. Annar fjár-
festir gerir nú ráð fyrir að 12 mán-
uðir bætist við sölutímann. Slíkar
tafir geta þýtt mikinn vaxtakostnað.
Annar húsbyggjandi sagði fjár-
festa ekki tilbúna að leggja fé í upp-
byggingu íbúða í miðborginni við
þessar aðstæður. Sá markaður væri
enda „ekki nógu spennandi“.
Nú eru til sölu 330 íbúðir í tíu nýj-
um fjölbýlishúsum í miðborginni.
Þær fyrstu komu á markað síðla árs
2017 og eru einhverjar enn óseldar.
Hluti er nýkominn í sölu. Miðað við
að meðalverðið sé 55 milljónir er
samanlagt söluverð óseldra íbúða
rúmir 18 milljarðar. Um 240 íbúðir
til viðbótar koma á markað á næst-
unni og kemur mikill meirihluti
þeirra á næstu 12 mánuðum. Þá eru
á annað þúsund miðborgaríbúðir á ís
eða á teikniborðinu.
Rúmur þriðjungur seldur
Um 330 nýjar íbúðir í miðborginni eru óseldar Það eru um 64% af framboðinu
Fjárfestar stíga á bremsuna Um 240 íbúðir til viðbótar eru á leið á markað
M64% miðborgaríbúðanna … »24
Sólin skein glatt og hiti náði 29 stigum á Austur-
landi í gær. Nemendur í vinnuskóla Fljótsdals-
héraðs fóru í stórfiskaleik í Tjarnargarðinum á
Egilsstöðum í lok vinnudags.
Ferðamenn flykkjast nú á svæðið þegar
margra vikna sólskinstíð á sunnanverðu landinu
er búin í bili og tjaldsvæðið á Egilsstöðum var
þétt setið í gær. „Við segjum að hamingjan sé á
tjaldsvæðinu hér, hvaðan er stutt að sækja alla
þjónustu eða fara á áhugaverða staði í nágrenn-
inu,“ segir Margrét Árnadóttir sem veitir tjald-
svæðinu forstöðu.
Stórfiskaleikur í sólinni á Egilsstöðum
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Einmunablíða var á Austurlandi í gær
Mikil tímamót
verða á Alþingi
1. september nk.
þegar Helgi
Bernódusson
lætur af starfi
skrifstofustjóra
Alþingis og við
þessu starfi
æðsta embættis-
manns þingsins
tekur Ragna Árnadóttir, fyrst
kvenna.
Embættið er að stofni til frá
árinu 1593 þótt starfsheitið hafi
breyst síðan þá. Karlar, alls rúm-
lega 40 talsins, hafa fram til þessa
haft þetta starf með höndum og því
má segja að 426 ára vígi karla sé að
líða undir lok með komu Rögnu.
Á upphafsárunum voru karlarnir
sem starfinu gegndu ýmist kallaðir
alþingsskrifarar eða lögþingsskrif-
arar. Embætti skrifstofustjóra Al-
þingis var gert að föstu starfi árið
1915. Síðan þá hafa fimm karlar
gegnt því. »26
Ragna rýfur karla-
vígi til 426 ára
Ragna Árnadóttir
„Við lítum svo á að þetta standi öll-
um þeim sem eru með lausa kjara-
samninga hjá okkur til boða,“ segir
Sverrir Jónsson, formaður samn-
inganefndar ríkisins, um sam-
komulag um frestun kjaraviðræðna
fram í ágúst.
Í samkomulaginu felst 105.000
króna fyrirframgreiðsla sem hver fé-
lagsmaður fær greidda fyrsta ágúst
vegna væntanlegra launahækkana
og friðarskylda til 30. september.
Fjögur stéttarfélög hafa gengist
undir samkomulagið en Bandalag
háskólamanna, BHM, er ekki fylli-
lega sátt við það.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, for-
maður BHM, segir ákvæði um frið-
arskyldu óviðeigandi.
„Friðarskylda á einfaldlega ekki
við núna, það gildir friðarskylda þeg-
ar kjarasamningar eru í gildi, lögum
samkvæmt. Nú hafa kjarasamningar
verið lausir í tæplega þrjá mánuði og
við erum í samningaviðræðum við
ríkið.“ »4
105.000
krónur
fyrir fram
Samkomulag um
frestun viðræðna