Morgunblaðið - 27.06.2019, Síða 34

Morgunblaðið - 27.06.2019, Síða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FRÁBÆR HREINSI- OG SMUREFNI FYRIR BÍLINN ÞINN FYRIR BÍLINN Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Danir munu á ný taka við kvóta- flóttamönnum, en því var hætt í tíð síðustu dönsku ríkisstjórnar, að því er fram kemur í nýjum stjórnarsátt- mála sem Mette Frederiksen, nýr forsætisráðherra Danmerkur, kynnti á þriðjudagskvöld. Ekki liggur fyrir hver fjöldi kvóta- flóttamannanna verður en áður tóku Danir árlega við 500 slíkum. Þá hefur í nýja sáttmálanum áætl- un um að hýsa óæskilega hælisleit- endur og hælisleitendur með af- brotasögu á litlu eyjunni Lindholm, sem ríkisstjórn Lars Løkke Rasmus- sen tók ákvörðun um í fyrra, verið varpað fyrir róða. „Svíkur algjörlega loforð“ Sumir hafa lýst yfir óánægju með þessa stefnu Frederiksen, sér í lagi vegna þess að hún og flokkur henn- ar, jafnaðarmenn, hafi boðað stranga útlendingastefnu í aðdraganda kosn- inganna. Sem dæmi sögðu fráfarandi ráðherra útlendinga- og innflytj- endamála, Inger Støjberg, og fráfar- andi forseti þingsins, Pia Kjærs- gaard, að Frederiksen „svíki algjörlega loforð“ með nýju útlend- ingastefnunni. „Það leikur enginn vafi á því að nú er opið fyrir það að fleiri útlendingar geti komið til Dan- merkur,“ sagði Kjærsgaard sem hef- ur til margra ára verið talsmaður harðrar útlendingastefnu. Þá sagði Støjberg: „Maður gat séð það á Mette Frederiksen í [fyrrakvöld], þegar hún ræddi útlendingapólitík, að hún var alveg meðvituð um að hún laug að kjósendum þegar hún sagði í kosningabaráttunni að áfram yrði viðhaldið strangri útlendingastefnu.“ Lars Løkke Rasmussen, fráfar- andi forsætisráðherra, var eins og við var búist vonsvikinn í gær en hann og hægriflokkur hans Venstre höfðu ekki komið til greina við mynd- un stjórnarinnar þrátt fyrir ítrek- aðar viljayfirlýsingar um að mynda stjórn yfir miðju með jafnaðarmönn- um. Vill enn lækka eftirlaunaaldur Annað stóru málanna sem Frederiksen og jafnaðarmenn boð- uðu í aðdraganda kosninganna var lækkun eftirlaunaaldurs. Í nýja stjórnarsáttmálanum er ekkert minnst á þetta, en spurð hvort hún hafi tryggt sér meirihluta fyrir breyttum reglum um eftirlaunaaldur kvað Frederiksen nei við, en sagðist myndu fá hann hjá danska þinginu. „Við munum kalla saman aðila vinnu- markaðarins og svo mun ég ná sam- an meirihluta fyrir því að fá inn- leiddar reglur um lækkaðan eftirlaunaaldur, og ég mun berjast fyrir því á hverjum degi.“ Spurð hvaðan hún sæi fyrir sér að fjármagn fyrir þessum breytingum kæmi nefndi hún hagræðingu í rík- isfjármálum og „markvissar skatta- hækkanir“. Spurð í kjölfarið hvaða „markvissu skattahækkana“ mætti vænta sagði Frederiksen: „Við erum ekki með fullbúna efnisskrá. Ég er fullsannfærð um að við skulum ekki auka skatta á atvinnu og það munum við ekki gera. Eitt dæmi sem ég get nefnt er skattheimta vegna arfs. Og svo eru fjárlögin handan við hornið.“ Í stjórnarsáttmálanum er einnig lögð áhersla á loftslagsmál, og er stefnuyfirlýsing þeim tengd efst á blaði í 18 síðna skjalinu. „Við skulum ganga fremst í baráttunni við lofts- lagsvána,“ segir þar í fyrsta punkti. „Við munum skapa lofts- lagsáætlun, bindandi lög um lofts- lagsmál og minnka losun gróð- urhúsalofttegunda um 70% fyrir árið 2030,“ sagði Frederiksen í samtali við fjölmiðla. Þá vék næsti punktur að því að styrkja velferðarkerfið. „Svo Dan- mörk verði besta land heimsins til að vera barn í,“ segir þar meðal annars. Þá hefur verið tilkynnt að próf í yngstu bekkjum grunnskóla og sam- ræmd próf í 8. bekk, ígildi 9. bekkjar hérlendis, verði lögð af. Mildari útlendingastefna en áður  Nýr forsætisráðherra Danmerkur kynnti stjórnarsáttmálann  Forystumenn í fráfarandi stjórn eru ósáttir og segja Mette Frederiksen ganga á bak orða sinna AFP Nýi forsætisráðherrann Mette Frederiksen kynnir nýtt ríkisstjórnarsam- starf og nýjan stjórnarsáttmála á fjölmiðlafundi seint á þriðjudagskvöld. Frakkland vill að G20-ríkin, hvers leiðtogafundur fer fram fer á föstudag og laug- ardag í Osaka í Japan, gefi út yf- irlýsingu með skuldbindingu um róttækar að- gerðir í loftslags- málum. Þetta sagði Emmanuel Macron Frakk- landsforseti í Tókýó í gærmorgun en þangað var hann mættur til að heimsækja og eiga samtal við Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap- ans, áður en fundurinn hefst á morgun. Loftslagsmál eru á meðal þess sem rætt verður á fundinum en Bandaríkjamenn eru taldir lík- legir til að andmæla miklum tilvís- unum í Parísarsamkomulagið, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar tilkynnt um að Banda- ríkjamenn muni draga sig út úr. Sagði Macron að Frakkland myndi neita að skrifa undir nokkuð sam- komulag sem litaðist af slíkum kröfum. „Ef við ræðum ekki Par- ísarsamkomulagið og ef, í tilraun til að ná samkomulagi milli allra 20 í herberginu, við náum ekki að verja metnaðarfulla loftslagsstefnu, þá verður það án Frakklands,“ sagði Macron. Þrátt fyrir að viðbúið sé að lofts- lagsmál verði ofarlega á baugi á leiðtogafundinum í Osaka er talið að fundurinn muni snúast að meira leyti um önnur mál; tollastríðið milli Bandaríkjanna og Kína og áhyggjur ráðamanna um að ört vaxandi spenna milli Bandaríkj- anna og Írans geti leitt til stríðs. Vill að ríkin gefi út loftslagsyfirlýsingu JAPAN Emmanuel Macron

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.