Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FRÁBÆR HREINSI- OG SMUREFNI FYRIR BÍLINN ÞINN FYRIR BÍLINN Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Danir munu á ný taka við kvóta- flóttamönnum, en því var hætt í tíð síðustu dönsku ríkisstjórnar, að því er fram kemur í nýjum stjórnarsátt- mála sem Mette Frederiksen, nýr forsætisráðherra Danmerkur, kynnti á þriðjudagskvöld. Ekki liggur fyrir hver fjöldi kvóta- flóttamannanna verður en áður tóku Danir árlega við 500 slíkum. Þá hefur í nýja sáttmálanum áætl- un um að hýsa óæskilega hælisleit- endur og hælisleitendur með af- brotasögu á litlu eyjunni Lindholm, sem ríkisstjórn Lars Løkke Rasmus- sen tók ákvörðun um í fyrra, verið varpað fyrir róða. „Svíkur algjörlega loforð“ Sumir hafa lýst yfir óánægju með þessa stefnu Frederiksen, sér í lagi vegna þess að hún og flokkur henn- ar, jafnaðarmenn, hafi boðað stranga útlendingastefnu í aðdraganda kosn- inganna. Sem dæmi sögðu fráfarandi ráðherra útlendinga- og innflytj- endamála, Inger Støjberg, og fráfar- andi forseti þingsins, Pia Kjærs- gaard, að Frederiksen „svíki algjörlega loforð“ með nýju útlend- ingastefnunni. „Það leikur enginn vafi á því að nú er opið fyrir það að fleiri útlendingar geti komið til Dan- merkur,“ sagði Kjærsgaard sem hef- ur til margra ára verið talsmaður harðrar útlendingastefnu. Þá sagði Støjberg: „Maður gat séð það á Mette Frederiksen í [fyrrakvöld], þegar hún ræddi útlendingapólitík, að hún var alveg meðvituð um að hún laug að kjósendum þegar hún sagði í kosningabaráttunni að áfram yrði viðhaldið strangri útlendingastefnu.“ Lars Løkke Rasmussen, fráfar- andi forsætisráðherra, var eins og við var búist vonsvikinn í gær en hann og hægriflokkur hans Venstre höfðu ekki komið til greina við mynd- un stjórnarinnar þrátt fyrir ítrek- aðar viljayfirlýsingar um að mynda stjórn yfir miðju með jafnaðarmönn- um. Vill enn lækka eftirlaunaaldur Annað stóru málanna sem Frederiksen og jafnaðarmenn boð- uðu í aðdraganda kosninganna var lækkun eftirlaunaaldurs. Í nýja stjórnarsáttmálanum er ekkert minnst á þetta, en spurð hvort hún hafi tryggt sér meirihluta fyrir breyttum reglum um eftirlaunaaldur kvað Frederiksen nei við, en sagðist myndu fá hann hjá danska þinginu. „Við munum kalla saman aðila vinnu- markaðarins og svo mun ég ná sam- an meirihluta fyrir því að fá inn- leiddar reglur um lækkaðan eftirlaunaaldur, og ég mun berjast fyrir því á hverjum degi.“ Spurð hvaðan hún sæi fyrir sér að fjármagn fyrir þessum breytingum kæmi nefndi hún hagræðingu í rík- isfjármálum og „markvissar skatta- hækkanir“. Spurð í kjölfarið hvaða „markvissu skattahækkana“ mætti vænta sagði Frederiksen: „Við erum ekki með fullbúna efnisskrá. Ég er fullsannfærð um að við skulum ekki auka skatta á atvinnu og það munum við ekki gera. Eitt dæmi sem ég get nefnt er skattheimta vegna arfs. Og svo eru fjárlögin handan við hornið.“ Í stjórnarsáttmálanum er einnig lögð áhersla á loftslagsmál, og er stefnuyfirlýsing þeim tengd efst á blaði í 18 síðna skjalinu. „Við skulum ganga fremst í baráttunni við lofts- lagsvána,“ segir þar í fyrsta punkti. „Við munum skapa lofts- lagsáætlun, bindandi lög um lofts- lagsmál og minnka losun gróð- urhúsalofttegunda um 70% fyrir árið 2030,“ sagði Frederiksen í samtali við fjölmiðla. Þá vék næsti punktur að því að styrkja velferðarkerfið. „Svo Dan- mörk verði besta land heimsins til að vera barn í,“ segir þar meðal annars. Þá hefur verið tilkynnt að próf í yngstu bekkjum grunnskóla og sam- ræmd próf í 8. bekk, ígildi 9. bekkjar hérlendis, verði lögð af. Mildari útlendingastefna en áður  Nýr forsætisráðherra Danmerkur kynnti stjórnarsáttmálann  Forystumenn í fráfarandi stjórn eru ósáttir og segja Mette Frederiksen ganga á bak orða sinna AFP Nýi forsætisráðherrann Mette Frederiksen kynnir nýtt ríkisstjórnarsam- starf og nýjan stjórnarsáttmála á fjölmiðlafundi seint á þriðjudagskvöld. Frakkland vill að G20-ríkin, hvers leiðtogafundur fer fram fer á föstudag og laug- ardag í Osaka í Japan, gefi út yf- irlýsingu með skuldbindingu um róttækar að- gerðir í loftslags- málum. Þetta sagði Emmanuel Macron Frakk- landsforseti í Tókýó í gærmorgun en þangað var hann mættur til að heimsækja og eiga samtal við Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap- ans, áður en fundurinn hefst á morgun. Loftslagsmál eru á meðal þess sem rætt verður á fundinum en Bandaríkjamenn eru taldir lík- legir til að andmæla miklum tilvís- unum í Parísarsamkomulagið, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar tilkynnt um að Banda- ríkjamenn muni draga sig út úr. Sagði Macron að Frakkland myndi neita að skrifa undir nokkuð sam- komulag sem litaðist af slíkum kröfum. „Ef við ræðum ekki Par- ísarsamkomulagið og ef, í tilraun til að ná samkomulagi milli allra 20 í herberginu, við náum ekki að verja metnaðarfulla loftslagsstefnu, þá verður það án Frakklands,“ sagði Macron. Þrátt fyrir að viðbúið sé að lofts- lagsmál verði ofarlega á baugi á leiðtogafundinum í Osaka er talið að fundurinn muni snúast að meira leyti um önnur mál; tollastríðið milli Bandaríkjanna og Kína og áhyggjur ráðamanna um að ört vaxandi spenna milli Bandaríkj- anna og Írans geti leitt til stríðs. Vill að ríkin gefi út loftslagsyfirlýsingu JAPAN Emmanuel Macron
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.