Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019
GRILLJÓN
ástæður til að grilla
... því það er svo
fljótlegt
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ljóðasamkeppni Hinsegindaga gefur hinsegin skáld-um tækifæri til að stígafram í öruggu rými. Vinn-
ingsljóðin eru svo tilkynnt og lesin á
Hýrum húslestrum, sem er árlegur
bókmenntaviðburður á Hinsegin
dögum. Þátttaka í ljóðasamkeppninni
hefur alltaf verið mjög góð og hefur
aukist með hverju ári. Fólk á öllum
aldri og af öllum kynjum sendir inn
texta, við sjáum afar fjölbreyttan hin-
seginleika í þeim ljóðum sem berast í
keppnina. Þetta er mjög mikilvæg
keppni, því það er ekkert annað
þessu líkt í gangi,“ segja þær Bjarn-
dís Helga Tómasdóttir og Elísabet
Thoroddsen en þær sjá um báða
þessa viðburði í ágúst næstkomandi.
„Ljóðasamkeppnin varð til fyrir
fjórum árum þegar ég tók við skipu-
lagningu Hýrra húslestra. Ég var í
smá vandræðum með að finna efni
fyrsta árið og langaði að finna leið til
þess að búa til vettvang fyrir hinseg-
in skáld. Það var upphafið að þessari
einstöku samkeppni,“ segir Bjarndís
og bætir við að Elísabet hafi unnið að
viðburðunum með henni síðustu þrjú
ár „Það er alltaf best að vinna að
svona viðburðum með öðru skapandi
fólki, svo er það líka bara skemmti-
legra. Við Elísabet erum svo gott
teymi.“
Á það til að verða krassandi
„Okkur finnst skipta máli að það
sé vettvangur eins og Hýrir hús-
lestrar þar sem hinsegin skáldskapur
er í öndvegi. Þannig trúum við því
líka að fleiri skáld stígi fram með
verk sín. Þetta er svo ofboðslega mik-
ilvægt. Flestir eiga örugglega minn-
ingu frá barnæsku eða unglingsárum
um einhverja persónu eða atburð úr
bók sem hafði mótandi áhrif. Fólk
speglar sig í bókmenntum nú sem áð-
ur,“ segir Elísabet.
„Ég held að fólk sé almennt
frekar þyrst í hinsegin skáldskap,
bæði ljóð og skáldsögur,“ segir
Bjarndís og bætir því við að það sé
nóg markaðsrými fyrir hinsegin
skáldskap. Þær stöllur segja að við-
burðurinn eigi það til að verða ansi
krassandi. Til dæmis hafi verið eft-
irminnilegt þegar Þorsteinn Vil-
hjálmsson las upp ýmis ljóð sem
hann hafði þýtt úr forngrísku og
rómversku og gefið út í bókinni
Mundu, líkami.
„Þá sló þögn á salinn því þau eru
talsvert grófari en ljóð sem við eigum
að venjast í dag. Saffó og Rómverjar
voru ekki mikið að skafa utan af hlut-
unum,“ segja þær sposkar. „Það var
líka magnað þegar Kristín Ómars-
dóttir las ljóð sem hún hafði samið á
litla miða sérstaklega fyrir húslestr-
ana. Þessi ljóð voru lesin og heyrð og
verða aldrei aftur til. Það var magn-
að.“
Þær segjast reyna að fylgjast
vel með því sem er að koma út hverju
sinni.
„Við viljum eltast við það sem er
nýjast og heitast hvort sem það eru
íslensk verk eða þýdd. Það er auð-
veldara að finna efni núna en fyrir
fjórum árum, enda er hvers konar
hinseginleiki sýnilegri núna, sem bet-
ur fer,“ segja þær og bæta við að
textar sem berast í ljóðasamkeppn-
ina þurfi ekkert endilega að vera af-
gerandi hinsegin til að vera gjald-
gengir.
„Ef fólki finnst það sem það hef-
ur fram að færa passa inn í ljóða-
samkeppnina eða jafnvel dagskrá
Hýru húslestranna, þá erum við ekk-
ert að tékka á því hversu hýrir höf-
undarnir eru, það þarf sem sagt eng-
inn að senda inn hinsegin ferilskrá
með verkum sínum. Hver sem skil-
greinir sig eða verk sín sem hinsegin
getur tekið þátt í ljóðasamkeppninni.
Markmiðið er alltaf að skapa og
passa þetta hinsegin tjáningarými,“
segja þær og taka fram að textinn
þurfi ekki nauðsynlega að vera ljóð,
hann megi líka vera styttri textar, ör-
sögur eða annað slíkt.
Ukulellur ætla að stíga á svið
„Dómnefnd fær ljóðin nafnlaus
og velur þrjú ljóð, fyrsta, annað og
þriðja sætið, og það kemur ekki fram
hverjir eru höfundar sigurljóðanna
fyrr en á Hýrum húslestrum. Dóm-
nefndin er skipuð þremur ein-
staklingum en Viðar Eggertsson hef-
ur verið í dómnefndinni frá upphafi
og nærvera hans setur alltaf svip á
viðburðinn. Hýrir húslestrar hafa
alltaf heppnast mjög vel enda höfum
við fengið alveg frábær skáld til þess
að lesa úr verkum sínum. Elías
Knörr er meðal þeirra sem ætla að
lesa upp í ár, en það er mikil upplifun
að hlusta á hann.“
Einnig muni Ragnar H. Blöndal
lesa úr nýútkominni bók sinni Tveim-
ur dropum, Þorsteinn Vilhjálmsson
ætli að lesa úr bók sinni Hundakæti,
Ari Blöndal les upp úr Maður einn
sem er þýðing á bókinni A Single
Man eftir Christopher Isherwood,
Bókmenntaklúbbur samtakanna 78
kynnir starfsemi sína og hljómsveitin
Ukulellur stígur á stokk. Svo fátt eitt
sé nefnt. „Við viljum taka það sér-
staklega fram að bókaútgáfan Sæ-
mundur hefur stutt dyggilega við
bakið á þessum viðburðum síðustu
tvö ár t.d. með veglegum bókagjöfum
til vinningshafa í ljóðasamkeppn-
inni.“
Hinsegin skáldskapur í öndvegi
Það skiptir miklu máli að hinsegin skáld fái tækifæri til að stíga fram í öruggu rými. Ljóðasamkeppni Hinsegin daga er tilvalin
vettvangur til slíks. Bjarndís og Elísabet tékka ekki á því hversu hýrir höfundar eru sem senda ljóð í samkeppnina eða vilja lesa upp.
Morgunblaðið/RAX
Regnbogastelpur Elísabet og Bjarndís segja markmiðið ævinlega vera að skapa og passa hinsegin tjáningarrými.
Ljósmynd/Kristín María
Flott Viðar Eggertsson og Elísabet Jökulsdóttir voru saman í dómnefnd.
Þeir sem vilja taka þátt í Ljóða-
samkeppni Hinsegin daga geta
sent ljóð/texta á netfangið
huslestrar@gmail.com en skila-
frestur rennur út 1. ágúst.
Skúffuskáld sem önnur skáld
eru hvött til þess að draga fram
stílabækur, Word-skjöl, kassakvitt-
anir og hvað annað sem verk
þeirra kunnu að leynast á og
senda í keppnina. Ljóðin mega
vera á hvaða tungumáli sem er en
ekki er ábyrgst að dómnefnd skilji
önnur tungumál en íslensku og
ensku. Upplýst verður um sigur-
vegara keppninnar á Hýrum hús-
lestrum 9. ágúst nk. í Tjarnarbíói
kl. 17-19.