Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 63
og noti sköpunina sem mikilvægan
þátt í samfélagi þjóðanna, þar sem í
senn birtist ánægja og skapandi
hugsun.
„Á sýningunni er sjónum beint að
verkum listamanna sem ögra við-
teknum hugsunum og auðga skilning
okkar á hlutum og myndum, táknum
og aðstæðum,“ segir hann og bætir
við að slík list spretti út frá marg-
breytilegum sjónarhornum þar sem
geti birst andstæðukenndar og á
stundum óásættanlegar hugmyndir,
og þar takist á hinar fjölbreytilegustu
leiðir til að öðlast skilning á þessum
undarlega heimi sem við öll byggjum
saman.
Kraftmikil og fjölbreytileg
Og það er óhætt að segja að Rugoff
hafi tekist býsna vel upp. Hann býður
upp á verk afar fjölbreytilegs hóps
listamanna sem vinna í hina ýmsu
miðla og útkoman er hugvekjandi og
áhrifarík sýning, þar sem gestir geta
reikað um og rekist á allrahanda verk
sem höfða til þeirra – og á milli önnur
sem gera það síður, eins og gengur.
Sýnendur eru líka misþekktir, við
sjáum verk eftir listafólk sem hefur
verið áberandi á hinu alþjóðlega sviði,
eins og George Condo, Rosemarie
Trockel og hinn dansk-víetnamska
Danh Vo, við hlð verka listamanna
sem eru að fá sitt fyrsta tækifæri á
stóra sviðinu.
Sýningin er kraftmikil og blandast
verk í hina ýmsu miðla vel saman.
Meðal þess sem þessum gesti þótti
áhugaverðast má nefnda stórar
svarthvítar sjálfsmyndir hinnar suð-
urafrísku Zanele Muholi sem mynda
eins konar leiðarstef á ferðinni gegn-
um Arsenale en í þeim tekst hún á við
staðarmyndir afrískra kvenna; hálf-
abstrakt veggteppi og glerjuð mynd-
verk hinnar þýsku Ulrike Muller;
myndbandsverk og skúlptúra hins
bandaríska Arthurs Jafa en hann
hlaut einmitt Gullljónið sem besti
listamaðurinn á stóru sýningunni;
stór málverk hinnar nígerísku Nji-
deka Akunyili Crosby eru áhrifamikil
og eftirminnileg; sama má til að
mynda segja um skúlptúra hinnar
svissnesku Carol Bove og hinar
fransk-bandarísku Nicole Eisenman;
ljósmyndaverk Indverjans Sohams
Gupta af fólki á jaðri samfélagsin í
Kalkútta; og vefinn spuninn af
kóngulóm í verki hins argentínska
Tomásar Saraceno. Og þessi upptaln-
ing krafsar í raun bara í yfirborðið.
Svo mikið er af góðum og áhugaverð-
um verkum á sýningunni.
Umdeilt „verk“ Büchel
Umtalaðasta „verk“ aðalsýning-
arinnar að þessu sinni er „Barca
Nostra“ eftir svissnesk-íslenska lista-
manninn Christoph Büchel, sem er
ekki óvanur því að tekist sé á um verk
hans. Hann var jú fulltrúi Íslands fyr-
ir fjórum árum er „Mosku“ hans var
lokað. Sumir rýnar hafa átalið „Barca
Nostra“ harkalega, fulltrúar ítalskra
popúlistaflokka ekki síður, eins og
fjallað hefur verið um hér á síðum
blaðsins, en stöku gagnrýnendur
hafa tekið upp fyrir það hanskann og
bent á að markmiðið sé að vekja um-
ræðu og fólk til umhugsunar. Og það
takist.
Umrætt verk er skipsflak sem
stendur á bryggjukantinum við Arse-
nale, skammt frá útibar þar sem
margir sýningagestir fá sér hress-
ingu, bjór, hanastél eða annan svala-
drykk, nánast í skugganum af þessu
dauðafleyi sem þó er ómerkt með
öllu, eina verkið á sýningunni sem
engar textaupplýsingar eru við. Fyrir
vikið vita sumir gesta ekkert um hvað
er að ræða enda eru einu upplýsing-
arnar á vef tvíæringsins eða í þykkri
sýningarskránni.
Í apríl árið 2015 fórst þetta fiski-
skip úti fyrir strönd Líbýu, drekk-
hlaðið flóttamönnum til Afríku; talið
er að á milli 700 og 1100 manns hafi
drukknað. Einungis 28 björguðust.
Eftir slysið ákváðu ítölsk stjórnvöld
að lyfta flakinu af hafsbotni og var
það gert í júní 2016 með ærnum til-
kostnaði; í því voru lík um 300 manna.
Síðan hefur skipið verið í senn tákn-
mynd flóttamannavandans og bitbein
stjórnmálamanna; Büchel og hans
fólk fengu það lánað til að setja upp á
sýningunni og segja það „minnis-
varða og minningu um flóttamenn í
samtímanum“ og sé það ekki aðeins
tileinkað fórnarlömbunum og fólkinu
sem kom að björgun þeirra, heldur
standi það einnig fyrir þær stefnur og
stjórnmál sem orsaki harmleik sem
þennan.
„Barca Nostra“ er áhrifamikið
„verk“, áminning um hryllilegan
harmleik og vekur til umhugsunar
um þau miklu vandamál sem reka
fólk á flótta frá heimkynnum sínum.
Hins vegar hefði það verið enn
áhrifameira og vakið fleiri gesti til
umhugsunar, væru ítarlegar upplýs-
ingar við skipið, svo fleiri skildu og
vissu um hvað er að ræða.
Góðir eða pínlegir skálar
Eins og fyrr segir er um helmingur
þjóðarskálanna 89 í Giardini-garði og
við Arsenale en aðrir eru í allrahanda
húsakynnum út um borgina. Hluti af
skemmtuninni þá daga sem tvíæring-
urinn er skoðaður er að feta sig eftir
kortum og leita skálana uppi og
kanna síðan inn hinar fjölbreytilegu
sýningar. Eins og alltaf eru sumar
mjög góðar, aðrar áhugaverðar og
svo eru hinar sem eru hreinlega
hlægilegar og misheppnaðar; í ein-
hverjum tilvikum eru skálarnir hugs-
aðir sem landkynning eða söluskrif-
stofa fyrir ferðamenn og það getur
aldrei gengið upp. Gestir koma á
tvíæringinn til að upplifa áhugaverða
samtímamyndlist, ekki klisjukenndar
auglýsingar.
Hrafnhildur Arnardóttir sem kall-
ar sig Shoplifter bar sigur úr býtum í
forkeppni um íslenska skálann og
hefur sett upp í honum, með aðstoð
sýningarstjórans Birtu Guðjóns-
dóttur, sýninguna Chromo Sapiens.
Og hún er einstaklega vel lukkuð og
ánægðir sýningagestir sem hafa látið
fara vel um sig í verkinu alla daga, í
litríkum hárflókum við lágstemmda
en drynjandi tónlist HAM, taka undir
það. Hiklaust einn af bestu skálunum
að þessu sinni. En það er þó eitt
vandamál við íslenska skálann. Hann
er á of fáförnum stað, of langt frá Gi-
ardini, Arsenale og flestum þjóð-
arskálunum. Hann er á eyjunni Giu-
decca þar sem aðeins er einn annar
þjóðarskáli, sá eistneski – annar af
bestu skálunum. Fyrir vikið koma
nær aðeins þeir að skoða sem hafa
einbeittan vilja til þess, skálinn er
ekki á dagskrá þeirra sem heimsækja
tvíæringin aðeins í tvo eða þrjá daga
og láta sig reka milli helstu við-
komustaða. Úr því þarf að bæta og
leigja næst húsnæði nær alfaraleið,
því þótt aðsókn að verki Hrafnhildar
hafi verið góð, þá er hún ekkert í lík-
ingu við það sem sést í skálum nær
hátíðarsvæðinu.
Heimsókn á Feneyjatvíæringinn
er alltaf upplýsandi og skemmtileg.
Þar opnast heimar, gestir upplifa
allrahanda verk og margbrotna sýn á
veröldina. Enda veit ég fátt áhuga-
verðara og meira gefandi en að vafra
milli sýninga í Feneyjum í um viku-
tíma, annað hvert ár. Það er eitthvað
að mæla með – ein besta mögulega
ástæðan fyrir utanlandsferð þau ár.
Íslenski skálinn Innsetning Hrafnhildar Arnardóttur er afar vel lukkuð og
nýtur vinsælda meðal þeirra gesta sem leggja leið sína í skálann.
Verðlaunaverkið Hinn rómaði óperugjörningur Sól & haf er fluttur tvo
daga í viku í skála Litháen og er biðröð áhugasamra gesta allan daginn.
Fáguð og góð Skúlptúrar eftir Carol Bove frá Sviss og til hægri málverk
eftir hina nígerísku Njideka Akunyili Crosby sem starfar í Los Angeles.
Vönduð sýning Eitt verkið á marg-
lofaðri sýningu Martins Puryear í
bandaríska skálanum er nefnt eftir
Sally Hemings, þræl sem var barns-
móðir Jefferson forseta landsins.
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019
Renndu við
hjá okkur í
Tangarhöfða 13
FAI varahlutir
Ódýrari kostur í varahlutum!
stýrishlutir
hafa verið leiðandi
í yfir 10 ár.
Framleiddir undir
ströngu eftirliti
til samræmis
við OE gæði.
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Úrval af rafdrifnum
hvíldarstólum
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið