Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019
Mér voru að ber-
ast þær fregnir að
fyrrverandi formað-
ur hverfafélagsins
míns væri hætt í
Sjálfstæðisflokknum
en hún hafði gegnt
trúnaðarstörfum fyr-
ir flokkinn í nær
þrjá áratugi og er
vel liðin af öllum
sem hana þekkja. Í
bréfi hennar til formanns kemur
fram að framkoma flokksforyst-
unnar og málflutningur foryst-
unnar í tengslum við þriðja orku-
pakkann hafi verið kornið sem
fyllti mælinn. Fyrir stuttu sagði
fyrrverandi varaþingmaður og
yfirlögregluþjónn sig úr flokknum.
Hann hafði verið í flokknum í
hálfa öld. Ástæðan var einnig
þriðji orkupakkinn.
Þetta kemur því miður ekki á
óvart. Orkupakkinn er slæmur
fyrir land og þjóð en jafnvel verra
er að fylgjast með hvernig talað
er niður til þeirra sem hafa rétt-
mætar áhyggjur af innleiðingu
hans.
Í hnotskurn snýst málið um
hvort það sé farsælt fyrir land og
þjóð að innleiða og festa í sessi
flókið evrópskt reglugerðafargan
sem er með gildissvið yfir raf-
orkuframleiðslu, raforkudreifingu
og raforkusölu.
Síðustu orkupakkar frá Brussel
gerðu hægt og rólega grundvall-
arbreytingar á farsælli stefnu sem
gekk út á að „afla almenningi og
atvinnuvegum landsins nægrar
raforku á sem hagfelldastan og
ódýrastan hátt“. Ég held að fáir
hafi gert sér grein fyrir afleiðing-
unum þegar þeir orkupakkar voru
innleiddir. Sama má eiginlega
segja um þriðja orkupakkann.
Hann, eins og margt annað sem
kemur frá Brussel þessa dagana,
er svo flókið fyrirbrigði að það
þarf að kalla út her lögfræðinga
til þess að ráða í og útskýra. Eftir
margar umferðir hefur það þó
ekki tekist og lögfræðiálit virtra
fræðimanna eru á marga vegu.
Það er varla eðlilegt.
Í sinni upprunalegu mynd var
þriðji orkupakkinn
talinn ósöluhæfur.
Þetta er óumdeil-
anlegt. Svo dró ein-
hver „lagalega fyr-
irvara“ upp úr
hattinum. Ég á erfitt
með að gera það upp
við mig hvort um
raunverulega galdra
hafi verið að ræða eða
bara sjónhverfingu.
Töfrabrögð eða belli-
brögð. Að einhverju
leyti voru þeir göldr-
um líkir því þeir þingmenn sem
sögðust á móti innleiðingunni
voru snöggir að gefa það út að
með tilkomu fyrirvaranna hefði
þeim snúist hugur. Fyrirvararnir
væru það sem gerði það að verk-
um að hægt væri að styðja inn-
leiðinguna. Stuðningur þingmann-
anna virðist enn halda þótt
fyrirvararnir geri það ekki.
Fyrirvararnir voru ekki lang-
lífir. Ef ekki andvana fæddir þá
veitti héraðsdómari nokkur þeim
náðarhöggið nú á dögunum. Ef
fyrirvarana ber nú á góma segja
stuðningsmenn innleiðingarinnar
að fyrirvararnir hafi í raun verið
„óþarfir“ og eingöngu settir „til
þess að koma til móts við áhyggj-
ur íhaldssömustu fræðimanna“.
Með slíkum málflutningi eru
menn raunverulega að játa á sig
blekkingarleiki.
Traust er mikilvægt í stjórn-
málum. Menn eiga að ganga
hreint til verks og ef ætlunin er
að setja „lagalega fyrirvara“ á
mál eiga menn að gera það af
heilum hug. Það þýðir að ef fyr-
irvararnir standast ekki skoðun
eiga menn að viðurkenna það.
Annað eru óheilindi.
Sannfæring, áhugi og ráðsnilld
er einnig talið kostur í stjórn-
málum. Sannfæringin fyrir þriðja
orkupakkanum virðist lítil hjá
stjórnarliðum. Viðreisn, Samfylk-
ing og Píratar hafa tekið að sér
kyndilburð. Mýflugumynd ráð-
herra í þinginu og áhugaleysi er
það sem stendur upp úr stjórn-
armegin. Þegar menn svo loksins
tjá sig virðist það einna helst til
þess að kvarta yfir Sigmundi
Davíð og Miðflokknum eða til
þess að uppnefna samflokksmenn
sem einangrunarsinna. Jafnvel
aldur fólks er dreginn inn í um-
ræðuna með neikvæðum hætti
eins og aldur skipti höfuðmáli í
umræðu um orkupakka. Því miður
er þetta ekki eina dæmið um sí-
fellt auðsjáanlegri hortugheit. Það
er augljóslega ekki kosningaár en
menn ættu þó að gæta að sér.
Meðalfylgi Sjálfstæðisflokksins
hér í borginni á árunum 1930-2006
var 50,4%. Nú er flokkurinn að
mælast með um 20-22% fylgi í
skoðanakönnunum á landsvísu.
Framsóknarflokkurinn mælist
með 7-8% fylgi. Þessi tíðindi
hljóta að vera áhyggjuefni. Þetta
eru þeir tveir flokkar sem hafa
myndað farsælar meirihlutastjórn-
ir. Nú er langur vegur í slíkt. Með
orkupakkanum gætu menn verið
að festa í sessi þá stjórnarkreppu
sem lausung tryggði fyrir um
þrem árum.
Nú þegar innleiðingu orkupakk-
ans hefur verið slegið á frest
skora ég á forystu Sjálfstæð-
isflokksins að víkja af vondri veg-
ferð, að segja hingað og ekki
lengra og hreinlega hafna innleið-
ingunni. Ég ætla reyndar að
ganga lengra og skora á stjórn-
völd að taka fyrri orkupakka til
endurskoðunar. Þeir reyndust
ekki vel.
Það er nefnilega ekkert sem
segir að flokkurinn geti ekki unnið
sér inn traust aftur en til þess að
vinna sér inn traust þarf forystan
að líta í sinn eigin barm, virða
landsfundarsamþykktir, tala vel til
náungans og setja álit hrakmál-
ugra almannatengla aftast í röðina
enda hefur þeirra álit og orðljóta
gaspur reynst flokknum afar illa.
Blekkingarleikir
Eftir Viðar
Guðjohnsen »Með orkupakkanum
gætu menn verið
að festa í sessi þá
stjórnarkreppu sem
lausung tryggði fyrir
um þrem árum.
Viðar Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur
og sjálfstæðismaður.
Það er ævinlega svo
að hæst bylur í tómu
tunnunum og hefur þar
aldrei verið nein
undantekning á. Nú er
það umræðan um orku-
pakka þrjú og kepptust
fyrir nokkru utanríkis-
ráðherra, Guðlaugur
Þór, og fagri ferða-
málaráðherrann með
mörgu nöfnin, að bulla
út í eitt á fundum um
að orkupakkinn skipti bara engu máli.
Þeim láðist að geta þess í öllu bullinu
að með því að samþykkja orkupakk-
ann væri það byrjunin á að koma Ís-
landi í krumlurnar á ESB-skrímslinu
og þar með væri fullveldi landsins
verulega ógnað og við réðum engu
lengur um hinn dýrmæta orkubúskap
okkar. Þá er líka ógnvekjandi sú tak-
markalausa sala á hlunnindajörðum
til erlendra aðila, sem viðgengst hér á
landi með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum og ríkisstjórnin flýtur sofandi
að feigðarósi í þeim málum. Það er
ekki verra en vant er á þeim bænum.
Fortölur gegn orkupakka þrjú – og nú
er sá nr. fjögur á leiðinni – hafa engan
árangur borið og hæst hrópar þríeyk-
ið í Sjálfstæðisflokknum, Áslaug
Arna, Guðlaugur Þór og Þórdís Kol-
brún, án þess að hafa hugmynd um
hvaða ánauð þau eru að kalla yfir land
og þjóð. Fyrirvarar eru ekki mark-
tækir því Evrópudómstóllinn mun úr-
skurða Íslandi í óhag hvernig sem fer.
Það er alveg sama þó fræðimenn og
vísindamenn, að ógleymdum þraut-
reyndum fyrrverandi þingmönnum og
ráðherrum sem þekkja vel til, vari
sterklega við því að samþykkja orku-
pakka þrjú.
ESB-liðið á Alþingi
Þá hvikar ESB-liðið hvergi. Bullið
og vitleysan í Katrínu forsætisráð-
herra og þríeykinu í Sjálfstæðis-
flokknum sem fyrr er nefnt að halda
því fram að t.d. sæstrengur verði ekki
lagður nema Alþingi samþykki. Þetta
er svo fáránleg framsetning að ekki er
heil brú í svona málflutningi og lýsir
það auðvitað aðilum og þeim er ekki
sjálfrátt. Dæmi: Segjum
svo að lagning sæ-
strengs komi til kasta
Alþingis með ESB-
flokkana Samfylkingu,
Viðreisn, Pírata og VG í
ríkisstjórn með fulltingi
hluta Sjálfstæðisflokks,
t.d. margumrædds
þríeykis. Vill einhver
giska á hvernig sú at-
kvæðagreiðsla kæmi út?
Að lokum aðeins til
glöggvunar þá birtist
nýlega frétt um að fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
hefði gert kröfu um að franska ríkið
og sjö önnur ESB-lönd léti af yfir ráð-
um sínum yfir vatnsaflsvirkjunum
innan eigin landamæra og hleypti
einkafyrirtækjum að þeim rekstri.
Þetta er auðvitað þvert á fullyrðingar
um að aðild Íslendinga að orkukerfi
Evrópu í gegnum orkupakka þrjú
skipti engu máli varðandi ríkiseign á
íslenskum orkuverum.
Sl. vetur var svo höfðað samnings-
brotamál gegn Frakklandi, Þýska-
landi, Austurríki, Póllandi, Portúgal,
Svíþjóð, Ítalíu og Bretlandi fyrir að
ekki hafi verið farið í opin útboð á
nýtingarrétti vatnsfalla og vatnsafls-
virkjana.
Spurningin getur því verið um full-
veldi Íslands ef samþykkja á orku-
pakka þrjú. Við sögðum nei í land-
helgisdeilunni, við sögðum nei við
Icesave, þrátt fyrir að Steingrímur J.
reyndi með öllum tiltækum ráðum að
láta almenning í landinu borga fyrir
óreiðuskuldir annarra. Íslendingar,
segjum nei við orkupakka þrjú. Við
förum ekki að missa fullveldið í hend-
ur á ESB-skrímslinu.
Hvaða Íslendingur
vill missa fullveldið?
Eftir Hjörleif
Hallgríms
Hjörleifur Hallgríms
» Þeim láðist að geta
þess að með því
að samþykkja orku-
pakkann væri það
byrjunin á að koma
Íslandi í krumlurnar
á ESB-skrímslinu.
Höfundur býr á Akureyri.
... stærsti uppskriftarvefur landsins!
Það var frétt í blaðinu. Ferðamenn
frá fjarlægu ríki fóru héraðavillt og
höfnuðu með sprungið dekk þúsund
km frá áætluðum áfangastað.
Þangað komnir og hjálparþurfi
kom í ljós að þeir voru ekki mæltir á
neina Evróputungu og þurfti að
kalla út túlka sprenglærða til að þeir
fengju gert við. Þegar því var lokið
tóku þeir u-beygju og stilltu sig rétt
inn á appið. Það er ekki eins og það
sé einsdæmi að rekast á slíka ferða-
menn, ótalandi og marga smeyka við
okkar frumstæðu vegi og slæmu
veður.
Þetta háttalag vekur spurningar
þótt eðlilegt sé að menn, sérstaklega
frá einangruðum ríkjum, beri
ferðaþrá í brjósti og grípi gæsina
þegar færi gefst. Hvaða gagn hafa
slíkir ratar af að ferðast um ókunnar
slóðir? Hafa þeir áhuga á menningu
okkar? Leita þeir uppi náttúru-
perlur og njóta? Eða eru þetta ófor-
betranlegir matgæðingar sem
ferðast um heiminn og koma okkur á
matarkort heimsins í næstu mat-
reiðslubók?
Eitthvað er það ofurafl sem rekur
þetta fólk áfram til að leggja þetta á
sig.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Hvurslags ferðamennska?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ævintýraþrá Ferðamenn njóta hríðarinnar í Reykjavík.