Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL 101 Afmælisútgáfa Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Íslenska tónlistarkonan Sara Pét- ursdóttir, betur þekkt sem Glowie, samdi við útgáfurisann Columbia Records fyrir rúmum tveimur árum og nú hefur fyrsta EP-plata hennar, „Where I Belong“, litið dagsins ljós. Glowie flutti til London til þess að sinna starfi sínu í byrjun júní á síð- asta ári. „Ég tók þá ákvörðun af því að það var orðið mikið að gera úti og orðið dýrt að fljúga endalaust fram og til baka. Svo er líka gott að kynn- ast kúltúrnum og tónlistinni hérna úti og bara vera nálægt fólkinu sem ég er að vinna með. Það gerði allt miklu auðveldara og ég held að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun. Þetta er líka búið að vera ótrúlega gaman.“ Um lífið í London segir Glowie: „Stundum koma dagar þar sem er brjálað að gera og stundum koma margir dagar í röð þar sem það er lítið að gera. Þá fæ ég tækifæri til að hafa það náðugt og næ kannski að fara í stutta ferð til Íslands til þess að hitta fjölskylduna.“ Búin að kynnast frábæru fólki Glowie segir að síðustu tvö ár hafi einkennst af mikilli tilraunastarf- semi. „Ég er búin að vera að vinna með mismunandi fólki, kynnast öll- um þessum frábæru lagahöfundum og upptökustjórum og prófa mig áfram.“ Í upphafi ferlisins vann Glo- wie með Pálma Ragnari Ásgeirssyni en nú hefur fjölgað í hópi samstarfs- fólks. „Ég er búin að finna fleiri sem mér líkar rosalega vel við. Ég er til dæmis að vinna mjög mikið með góðu fólki frá Stokkhólmi. Ég er líka rosalega hrifin af stelpu sem heitir Tayla Parx. Við spjöllum mikið sam- an og finnum hugmyndir að nýjum lögum. Það er gott að velja sér fólk sem maður treystir, þekkir vel og líður vel með.“ Glowie lýsir því að þegar hún hafi skrifað undir samninginn við Col- umbia Records fyrir rúmum tveim- ur árum hafi hún lítið vitað hvernig tónlistarbransinn virkaði. „Þetta var allt rosalega flókið en ég var með mikið af góðu fólki í kringum mig. Ég er með góðan lögfræðing sem ég treysti. Þetta er ekki samningur sem bindur mig of lengi og að sögn lög- fræðingsins míns er þetta mjög góð- ur samningur.“ Rússíbani síðustu tvö ár Söngkonan segir samninginn við Columbia Records hafa verið frá- bært tækifæri. „Ég er enn þá að reyna að koma mér niður á jörðina, þetta er svo ótrúlegt. Þetta er frá- bært fólk og frábært fyrirtæki.“ Hún segist hafa haft sterka hug- mynd um hvernig svona stórt út- gáfufyrirtæki í útlöndum kæmi fram við listamenn en svo hafi reynslan reynst önnur. „Ég hafði heyrt svo margar hryllingssögur um hvernig þetta virkaði. Þetta er auðvitað þannig sums staðar en mín reynsla með Columbia Records er að þau styðja við bakið á mér, vilja vita hvernig mér líður, hvort ég sé ánægð með það sem við erum að gera og hvað mig langar að gera. Mér finnst æðislegt að þau vilji hug- myndir frá mér,“ segir Glowie. „Fyrstu tvö árin eru búin að vera svolítill rússíbani af því að það hefur tekið mig tíma að læra á bransann, hvernig það er að vinna með öðru fólki í svona stóru útgáfufyrirtæki. Samstarfið er komið á rosalega góð- an stað í dag, við erum alveg komin í takt og það gengur ótrúlega vel.“ Þegar Glowie var að byrja að syngja, um 9 ára gömul, hafði hún stóra drauma um söngferil. „Ég var ekkert að hugsa um hvað væri mögulegt og hvað ekki. Ég vissi að ég ætlaði að verða söngkona í fram- tíðinni og var með hausinn í skýj- unum. En á unglingsárunum var ég að kljást við kvíða og þunglyndi og var búin að gefast upp á þessum stóru draumum.“ Hún segir að vin- konur sínar hafi hvatt sig til þess að taka þátt í Söngkeppni framhalds- skólanna árið 2014 og hún látið til- leiðast. „Það var góð ákvörðun því það opnaði rosalega margar dyr og þá hófst það ferli að verða sú sem ég er í dag. Þetta var mjög óvænt.“ Glowie segist oft vera spurð um framtíðarmarkmið sín og drauma en segist ekki velta sér mikið upp úr slíku. „Ég er rosalega ánægð með það sem ég er að gera í dag; að búa í London, vera sjálfstæð og vinna í tónlistinni minni. Svo ég er bara að einbeita mér að því sem ég er að gera núna og ekkert mikið að hugsa um framtíðina. Mig langar að halda áfram að gera það sem ég er að gera af því að það veitir mér svo mikla hamingju.“ Segir sögu sem skiptir máli Á glænýju EP-plötunni er að finna úrval af því sem Glowie hefur unnið að undanfarin tvö ár. „Við er- um búin að prófa ýmislegt. Við end- uðum með fullt af lögum sem voru frekar ólík og okkur langaði bara að gefa eitthvað út og sýna fólki að hverju við höfum verið að vinna,“ segir Glowie og bætir við: „Ég valdi lög sem passa best við minn per- sónuleika og minn stíl og myndu segja einhverja sögu sem skiptir mig máli.“ Á EP-plötunni er að finna eins konar þroskasögu söngkonunnar. „Í fyrsta laginu, „Where I Belong“, er ég svolítið einmana og berskjölduð. Svo fæ ég meiri útrás fyrir reiði í næsta lagi, „Cruel“. Í þriðja laginu, „Who’s Gonna Stop Me“, er ég búin að losna við reiðina og leyfi engum að stoppa mig í því sem ég er að gera. Fjórða lagið, „Body“, er um að elska sjálfan sig, vera sáttur við sig og sinn líkama. Með síðasta lagi plötunnar, „I’m Good“, þá læt ég alla vita að ég sé á góðum stað, ég þurfi ekki að fylgja neinum reglum heldur ætli ég bara að vera ég. Mér finnst skemmtilegt að það verði svona flæði í gegn. Í byrjun er maður brot- inn en svo finnur maður sjálfs- traustið aftur,“ segir Glowie. Milli allra laganna á plötunni koma stuttir millikaflar þar sem Glo- wie talar til hlustenda. „Þegar ég var að setja þessi lög saman og var að ákveða í hvaða röð þau ættu að vera þá langaði mig að byggja ákveðinn heim í kringum plötuna og gera eitt- hvað sem myndi binda hana saman og koma skilaboðunum enn frekar á framfæri. Ég fór í gegnum alls kon- ar upptökur og viðtöl sem ég átti og fann brot sem ég gat notað.“ Glowie segist vera að vinna að nýju efni og muni bráðlega taka upp nýtt tónlistarmyndband. „Það má búast við nýju efni í lok sumars. Við skulum bara segja það. Ég vil ekki segja of mikið.“ Hitar upp fyrir Ed Sheeran Glowie mun hita upp fyrir tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli 10. og 11. ágúst ásamt hinum vinsælu tón- listarmönnum Zöru Larsson og James Bay. „Það er mjög spennandi. Ég mun eyða talsverðum tíma í að skipuleggja þetta og gera það eins flott og ég get.“ Söngkonan segist telja það vera kost að hafa alist upp á Íslandi. „Mér finnst eins og það sé meira frelsi á Íslandi til þess að vera skapandi, gera eitthvað öðruvísi og taka áhættu. Það eru ekki jafn margar reglur og hérna úti, þar sem maður þarf að reyna að fitta inn. Ísland er góður staður til þess að finna sig sem listamann.“ Það er hægara sagt en gert að skara fram úr í tónlistarbransanum og því fylgir mikil samkeppni. „Ég finn alveg fyrir samkeppni. Það er alltaf þannig í tónlistarbransanum. En persónulega þá finnst mér það ótrúlega leiðinlegt. Það er svo mikil tímasóun. Mér finnst að listamenn ættu frekar að vera vinir og hvetja hver annan áfram í staðinn fyrir að vera alltaf að bera sig saman. Það er miklu skemmtilegra að gera þetta saman frekar en að vera alltaf í ein- hverri keppni um vinsældir.“ Glowie leggur áherslu á að maður eigi að vera maður sjálfur. „Við erum öll svo ólík og eigum ekki að vera að herma eftir hvert öðru til þess að ná sama árangri. Allir eiga að geta verið þeir sjálfir og gert það sem þeir vilja og svo eigum við bara að styðja hvert annað og vera góð hvert við annað.“ Allir eiga að mega vera þeir sjálfir  Tónlistarkonan Glowie gefur út EP-plötuna „Where I Belong“ hjá útgáfurisanum Columbia Records  Flutti til London til að sinna tónlistinni  „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman“ Söngkona „Mig langar að halda áfram að gera það sem ég er að gera af því að það veitir mér svo mikla hamingju.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.