Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Síðastliðinn þriðjudag var 331 af 519 íbúðum óseld á tíu þéttingarreitum í miðborg Reykjavíkur. Um 36% íbúð- anna eru því seld. Tölurnar eru fengnar af sölu- vefjum umræddra verkefna. Þær kunna í einhverjum tilvikum að vera úreltar. Sé sú raunin er salan meiri en hér er gefið til kynna. Einn húsbyggj- andinn sagðist vera með tilboð í margar íbúðir. Með sölu þeirra verði farið að sjást til lands. Enn fleiri íbúðir eru á leið í sölu í miðborginni eða í pípunum. Á skömmum tíma eru um 760 íbúðir að koma á markað frá Kirkjusandi til Hörpusvæðisins. Smáverkefni eru undanskilin. Á annað þúsund íbúðir til viðbótar eru áformaðar í miðborg- inni, ásamt því sem uppbygging fjölda íbúða er áformuð við Hlemm. Margt ber að hafa í huga við slíka samantekt. Reitirnir eru ætlaðir mis- munandi markhópum og innan þeirra eru fjölbreyttar íbúðir. Dýrustu íbúð- irnar eru á Hafnartorgi og á Höfða- torgi en þær geta kostað fullbúnar á þriðja hundrað milljónir. Fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var að sérfræðingar telja að mögulega þurfi að endurmeta væntingar um söluverð nýrra lúxus- íbúða í miðborginni. Salan hefur verið hæg undanfarið. Sölutíminn lengst um 50% Húsbyggjandi sem Morgunblaðið ræddi við hefur endurmetið áætlaðan sölutíma íbúða sinna í miðborginni úr 12 mánuðum í 18. Hann benti á hækk- andi byggingarkostnað vegna launa- hækkana og veikari krónu. Verðið verði fryst í einhvern tíma en svo að líkindum hækkað þegar gengur á framboðið. Viðmælandinn hafði það eftir fast- eignasölum að beðið væri eftir útspili ríkisstjórnarinnar varðandi aðstoð við fyrstu kaupendur. Rætt var um 15-30% eiginfjárlán frá ríkinu en sú lagasetning er áformuð í haust. „Fasteignasalar segja að litlar tveggja herbergja íbúðir hreyfist ákaflega lítið þar til þetta útspil stjórnarinnar kemur,“ sagði hús- byggjandinn og benti á að markaður- inn hafi lítið hreyfst í vor. Kjaradeilur og gjaldþrot WOW air hefðu haft nei- kvæð áhrif á markaðinn. Húsbyggjandinn taldi aðspurður það ekki vera mistök að skipuleggja svo margar íbúðir í miðborginni sem afhentar eru á svipuðum tíma. „Uppbyggingin hefði hins vegar mátt vera blandaðri. Það hefði ekki átt að hætta uppbyggingu í úthverf- unum sem er ódýrari. Íbúðir niðri í bæ eru dýrari og henta alls ekki eins vel fyrir fjölskyldufólk. Það er gjarn- an mikið um ungt fólk og eldra fólk í miðbænum en minna um barnafjöl- skyldur. Framboðið er hins vegar tímabundið. Það mun ganga á það. Fjölskyldumynstrið á Íslandi er að breytast. Margar íbúðanna falla vel að því,“ sagði hann. Fara yfir í ódýrari íbúðir Annar húsbyggjandi sagði búið að byggja margar stórar íbúðir í hæsta gæðaflokki í miðborginni. Reikna megi með að hægja muni á uppbygg- ingu slíkra íbúða á svæðinu og áhersl- an færast á hagstæðari íbúðir. „Það er töluvert síðan húsbyggj- endur fóru að deiliskipuleggja fyrir- hugaða reiti með þetta í huga,“ sagði húsbyggjandinn og nefndi tvö til þrjú ár í þessu samhengi. Það hefði vantað venjulegar íbúðir af hæfilegri stærð. Sala íbúða sem eru 130 fermetrar eða stærri væri þung. Spurður hvort það eigi þátt í þessu framboði að lána- stofnanir láni frekar til smíði dýrari íbúða en ódýrari telur hann svo ekki vera. Málið snúist fremur um skipu- lagsmál. Það hafi tekið langan tíma að finna leiðir til að smíða minni íbúðir. „Byggingarreglugerðin er kapítuli út af fyrir sig. Á undanförnum árum hefur hún bannað venjulegar smá- íbúðir. Þær urðu að vera 40-50 fer- metrar til að standast reglugerð. Eins og annars staðar þurfa margir á Ís- landi ekki svo stórar íbúðir.“ Húsbyggjandinn benti svo að- spurður á tímatöf á markaðnum. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að það er gjarnan skipulagt á vitlaus- um enda á hagsveiflunni. Vegna tafa í skipulagsferli koma íbúðirnar í sölu þegar kröfurnar eru breyttar,“ sagði maðurinn sem taldi það einnig hafa haft áhrif á markaðinn með íbúðir í miðborginni að borgin hefði þrengt að skammtímaleigu íbúða til ferða- manna á vissum svæðum. „Með því varð ljóst að ákveðinn þrýstingur var að fara af eftirspurn á dýrustu stöðum. Það komu enda fleiri góðar íbúðir í sölu,“ sagði maðurinn sem spáir því að raunverðið breytist lítið næstu ár í miðbænum. Hann vildi koma því á framfæri að nú væri gott tækifæri til að kaupa stórar og vel staðsettar íbúðir í miðborginni í háum gæðaflokki. Slíkt framboð muni ekki skapast í bráð. Hann taldi það mundu taka tvö til fjögur ár fyrir ferðaþjón- ustuna að vinna upp áhrifin af falli WOW air. Á Brynjureit Útsýnið frá einni þakíbúðinni á Hverfisgötu 40. Íbúðin er á tveimur hæðum. Morgunblaðið/Baldur Hafnartorg Útsýnisíbúð við Geirsgötu. Fasteignasali sagði íbúðina kosta um 200 milljónir. 64% miðborgaríbúðanna óseld  Meira framboð á leiðinni  Húsbyggjandi reiknar með 50% lengri sölutíma en hann gerði í upphafi 3 4 5 6 8 9 10 14 11 16 12 17 13 18 19 26 25 20 22 23 27 1 7 21 2 15 24 Óseldar íbúðir í miðborg Reykjavíkur Samkvæmt söluvefjum 26. júní 2019 Kortagrunnur: Stamen Íbúðir í söluferli Fjöldi Seldar Óseldar 1 Höfðatorg 94 64 30 2 Kirkjusandur 77 6 71 3 Frakkastígsreitur 68 37 31 4 Hverfi sgata 85-93 70 10 60 5 Hverfi sgata 94-96 38 16 22 6 Hafnartorg 70 22 48 7 Brynjureitur 49 0 49 8 Klapparstígur 30 11 8 3 9 Klapparstígur 28 4 0 4 10 Tryggvagata 13 38 25 13 Samtals 519 188 331 Væntanlegt* U.þ.b. fjöldi 11 Brynjureitur 2 21 12 Austurhöfn við Hörpu 70 13 Borgartún 28 21 14 Borgartún 41 30 15 Sólborg, Kirkjusandi 52 16 Hverfi sgata 88-92 30 17 Ingólfstorg 16 Samtals 240 *Heimildir: Kynningarefni borgarstjóra, fréttasafn Morgunblaðsins, kynnt deiliskipulag. Dæmi um verkefni í bið eða á teikniborðinu U.þ.b. fjöldi 18 F-reitur Kirkjusandi 30 23 Héðinsreitur 330 19 Annar íbúðaturn á Höfðatorgi 100 24 Snorrabraut 60 49 20 Borgartún 24 65 25 Frakkastígur 1 20 21 Borgartún 34-36 86 26 Guðrúnartún 100 22 Vesturbugt 176 27 Byko-Steindórsreitur 80 Samtals 1.036 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.