Morgunblaðið - 27.06.2019, Síða 37

Morgunblaðið - 27.06.2019, Síða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Ást á köldum klaka Þessi brúðhjón höfðu stillt sér upp fyrir myndatöku við Jökulsárlón þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að nýverið. Ísblár brúðarkjóllinn passar vel við umhverfið. RAX Talsverð umræða hef- ur skapast undanfarið vegna átaka í stjórn Líf- eyrissjóðs verzlunar- manna, en í þeim átök- um kristallast að margra mati úrelt fyrir- komulag sem enn er við lýði, öfugt við t.d. lífeyr- issjóðinn Lífsverk, þar sem allir sjóðfélagar kjósa sér sína stjórn. Landssamtök lífeyrissjóða fögnuðu því í maí að fimmtíu ár eru liðin frá því að skylduaðild að lífeyrissjóðum á al- mennum vinnumarkaði var ákveðin í kjarasamningum. Margir lífeyrissjóðir eru þó mun eldri, þannig er Lífsverk t.a.m. stofnað 1954 fyrir tilstilli fram- sýnna manna í Verkfræðingafélagi Ís- lands. Þannig var því gjarnan háttað í þá tíð, að stéttarfélög eða einstaka starfsstéttir höfðu frumkvæði að því að stofna lífeyrissjóð fyrir sína fé- lagsmenn. Þá þótti eðlilegt að fulltrúar þessara sömu stéttarfélaga sætu í stjórnum lífeyrissjóðanna og atvinnu- rekendur – sem töldu sig hafa hags- muna að gæta vegna mótframlaga í sjóðina – fóru fram á slíkt hið sama. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Mikil hagræðing hefur átt sér stað í lífeyriskerfinu með sameiningu sjóða hinna ýmsu starfsgreina. Á undanförnum þremur áratugum hafa 82 lífeyrissjóðir verið lagðir niður eða sameinaðir öðrum og nú er svo komið að sjóðirnir eru aðeins 21 að tölu. Líf- eyrissjóðir þröngt skilgreindra starfs- stétta heyra nú sögunni til, með örfá- um undantekningum. Engu að síður eimir eftir af þessari gömlu skiptingu valdsins milli verka- lýðsforkólfa og atvinnurekenda í stjórnum margra lífeyrissjóða. Eins og áður sagði hefur það kristallast með skýrum hætti í umræðunni um stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, þar sem formaður stéttarfélagsins tel- ur sig geta sagt tilteknum stjórnar- mönnum fyrir verkum, sem vissulega eru tilnefndir af þessu sama stéttar- félagi. Að mínum dómi er það fyrir- komulag úr sér gengið að skipað sé í stjórn lífeyrissjóða með tilnefningum stéttarfélaga og atvinnurekenda. Sögulegar ástæður eru að baki þessu fyrirkomulagi, eins og rakið er hér að framan, en þetta er tíma- skekkja í nútíma- samfélagi. Nú er aldarfjórðungur síðan Pétur H. Blöndal, fyrrverandi alþingis- maður, skrifaði fræga grein í Morgunblaðið sem hann nefndi „Fé án hirð- is“. Þar varaði hann við því að miklir fjármunir í þjóðfélaginu væru án umhyggjusams eiganda, hirðis. Ríkissjóður, ýmsir op- inberir sjóðir og lífeyrissjóðir væru dæmi um fé án hirðis. „Lífeyrissjóð- irnir eru dæmi um mikla uppsöfnun fjár. Þetta fé er í hættu nema eigandi, þ.e. sjóðfélaginn, líti til með því. Til þess þarf hann vitaskuld að vita af þessari eign sinni og hann þarf að hafa tækifæri til þess að líta til með henni. Á því er mikill misbrestur.“ Ég tel að fyrirmynd góðra stjórnar- hátta hjá lífeyrissjóði hljóti að vera að finna hjá Lífsverki, þar sem allir sjóð- félagar hafa jafnan kosningarétt og kjósa sjálfir fimm manna stjórn úr sín- um röðum með rafrænum kosningum. Í síðustu kosningum til stjórnarkjörs greiddu um 19% virkra sjóðfélaga at- kvæði. Með rafrænum kosningum fæst mun almennari þátttaka sjóð- félaga en ef kosið yrði á aðalfundi og góð reynsla er af þessu fyrirkomulagi. Þá er það einnig mikilvægt að hvert atkvæði vegi jafnt, þ.e. að atkvæði þeirra sem ungir eru og eiga eftir að greiða til sjóðsins um langa hríð hafi sömu þýðingu og þeirra eldri, enda hagsmunir þeirra yngri ekki síðri um að vel takist til með stjórn sjóðsins til framtíðar. Eftir Jón L. Árnason » Að mínum dómi er það fyrirkomulag úr sér gengið að skipað sé í stjórn lífeyrissjóða með tilnefningum stéttarfé- laga og atvinnurekenda. Jón L. Árnason Höfundur er framkvæmdastjóri Lífsverks lífeyrissjóðs. Fé án hirðis eða sjóðfélagalýðræði? Ákvörðun stjórnar VR að skipta út þeim helmingi stjórn- armanna Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem félagið tilnefnir, í því skyni að breyta útláns- vöxtum sjóðsins hlýtur að vekja þeim nokkurn ugg, sem eiga lífeyr- isréttindi sín í sjóðnum. Ástæða aðgerðanna er sögð sú, að nýleg breyting á vöxtum sjóðfélagalána sé í andstöðu við áherslur stjórnar VR og nýgerðra kjarasamninga. Mér hnykkti við þegar ég heyrði formann VR ræða um lífeyrissjóðina sem „fjármagnseigendur“ og útlista þá áherslu félagsins að lækka beri alla vexti til að auka kaupgetu starf- andi fólks. Þessir „fjármagnseig- endur“ eru þó ekkert annað en sjóð- félagarnir sem treysta því að sjóðurinn geti og muni greiða þeim sem bestan lífeyri við starfslok. Tryggingastærðfræðingur hefur reiknað út áhrif ávöxtunar fjármuna sjóðanna á lífeyrisréttindi. Útreikn- ingurinn sýnir að lækki meðal- ávöxtun úr 3,5% í 2,5% þá skerðir það lífeyri um nær 20%. Lækkun úr 2,26% í 2,06%, sem eru vextirnir sem um er deilt, leiddi af sér 4,2% lækkun lífeyris ef allt safnið væri ávaxtað á þessum kjörum. Auðvitað er það ekki gert því sjóðirnir ávaxta fé í alls kyns eignum til að ná sem hæstu meðaltali. Lögmálið er skýrt; vextir af lánum lífeyrissjóðs enda sem líf- eyrisgreiðslur sjóðfélaga; séu þeir lækkaðir lækkar það lífeyri sjóð- félaga. Svo einfalt er það samhengi. Lífeyrissjóðir eru sérstakur fé- lagsskapur sem komið var á fót í þeim eina tilgangi tryggja sjóð- félögum eins góðan lífeyri og tök væru á. Þetta er að jafnaði hvað lengsta samningssamband sem menn stofna til og því afar mikilvægt að því megi treysta að staðið verði við loforðin og að sjóðirnir geri ekki annað en að taka við og ávaxta ið- gjöld til að greiða sem bestan lífeyri. Það er skylduaðild að lífeyris- sjóðum; menn ráða því almennt ekki í hvaða sjóð þeir greiða. Því er enn brýnna að reglur um starfsemi sjóðanna og meðferð á fjármunum þeirra séu svo skýrar að enginn fái ratað í þá freistni að seilast til fjármuna þeirra til að bæta hag einhverra sem þeir bera fyrir brjósti. Þetta gildir jafnt um félögin sem eru gæslumenn sjóðanna og ríkisvaldið sem stundum hefur tal- ið sig vinna að svo góð- um málum að rétt væri að lífeyr- iskerfið legði fram lánsfé á lágum vöxtum. Ég get nefnt fjölda núlifandi og genginna forystumanna verka- lýðsfélaga sem varði hagsmuni fé- lagsmanna sinna af því að lífeyriskjör þeirra yrðu ekki skert með útlánum á lægri vöxum en markaðurinn býður, jafnvel til hinna bestu verkefna. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lengst af borið gæfu til að standa gegn ásókn í fjármuni sjóðanna af þessum toga. Þannig var árið 1995 sett í samning um lífeyrismál, sem m.a. VR er aðili að, skýrt ákvæði sem segir að „stjórn sjóðsins skal sjá um ávöxtun fjármuna hans. Er stjórninni skylt að ávaxta féð með hliðsjón af þeim kjörum, sem best eru boðin á hverjum tíma, að teknu tilliti til ávöxtunar og með hliðsjón af lang- tímaskuldbindingum.“ Þetta ákvæði er enn kjarninn í samþykktum Líf- eyrissjóðs verslunarmanna um ráð- stöfun á fjármunum sjóðsins. Þar er líka kveðið á um að stjórn sé „óheim- ilt að gera nokkrar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru til þess fallnar að afla tilteknum sjóðfélögum, fyr- irtækjum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna umfram aðra aðila eða á kostnað sjóðsins. Í þessum ákvæðum felast tak- markanir á heimild sjóðsins til þess að ákveða að lána sjóðfélögum gegn lægri vöxtum en unnt er að fá á markaði. Þessar reglur leiða ekki fram einhverja ákveðna vaxtapró- sentu en undirstrika að það er stjórn- ar sjóðsins, en ekki annarra, að ákveða útlánakjörin og það þá í eðli- legu samhengi við vaxtamyndun á markaði almennt. Ég dæmi ekki um Eftir Þórarin V. Þórarinsson » Órofa samhengi er milli lífeyris og ávöxtunar. Stjórnum lífeyrissjóða er óheimilt að fylgja öðrum fyr- irmælum en þeim sem felast í samþykktum og lögum. Þórarinn V. Þórarinsson Höfundur er lögmaður og félagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Ávöxtun og lífeyrir – tvær hliðar sama penings það hvort lífeyrissjóðurinn sé að ein- hverju leyti bundinn við tiltekin við- mið skv. þegar gerðum lánasamn- ingum. Séu um það áhöld hlýtur niðurstaða að finnast eftir eðlilegum leiðum. Ákvörðun um vexti eða vaxtaviðmið fyrir ný lán er hins veg- ar augljóslega aðeins á valdsviði sjóðsins en ekki stjórnar VR. Hún á enga aðild að einstökum ákvörð- unum um ávöxtun á fjármunum Líf- eyrissjóðs verslunarmanna eða ráð- stöfun fjármuna hans. Það hlutverk liggur hjá stjórn sjóðsins og stjórnin er bundin af samþykktum og lögum en ekki fyrirmælum stjórnar VR. Trúlega má deila um, hvort VR geti ákveðið að skipta út öllum stjórnarmönnum, sem félagið til- nefndi og skipa nýja í þeirra stað. Ég hygg hins vegar að tæpast verði um það deilt, að það fái ekki staðist grundvallarreglur um sjálfstæði stjórnar og ábyrgð stjórnarmanna að félagið skipi nýja stjórnarmenn með bundið umboð til þess að gera tilteknar breytingar á fjárfesting- arstefnu sjóðsins. Í því felst tilraun til yfirtöku á daglegri stjórn sjóðs- ins, því ætla verður að umboð hinna nýju stjórnarmanna sé ekki aðeins takmarkað hvað varðar ákvörðun um þennan tiltekna útlánaflokk. Það er sjóðfélögunum mikilvægt að stjórn lífeyrissjóðsins sé óbundin af öðrum hagsmunum en þeim sem í því felast að fylgja eftir sam- þykktum hans og lögum með það að markmiði að hámarka þann lífeyri sem sjóðurinn fær greitt. Á það verðum við að treysta sem eigum réttindi í Lífeyrissjóði versl- unarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.