Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 58
FÓTBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is „Ég er að koma heim reynslunni rík- ari,“ sagði knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá var tilkynnt að hann væri kominn aftur heim í Breiðablik eftir lánsdvöl hjá sænska B-deildarliðinu Mjällby. Gísli, sem er 25 ára gamall, átti raun- ar að vera úti allt tímabilið og var búinn að vera í byrjunarliðinu í níu af 14 leikj- um liðsins sem er í öðru sæti deild- arinnar. Þjálfarinn Milos Milojevic, sem þjálfaði Víking R. og Breiðablik hér á landi, tjáði honum hins vegar að félagið ætlaði að finna annan leikmann í stöðuna. „Ég átti gott spjall við Milos og það var tekin sameiginleg ákvörðun, þeir höfðu ekki mikinn áhuga á að klára lánssamninginn og ég hafði þá heldur ekki áhuga á að vera áfram ef ég myndi spila minna. Það var til mikils ætlast af mér, en svo var ég bara meðalleik- maður sem gerði engar rósir og skoraði ekki einu sinni mark,“ sagði Gísli, sem sló í gegn með Blikum í fyrra. „Svíarnir eru miklu skipulagðari og það er minna um einstaklingsframtak, sem er meira hérna heima. Maður fær minni tíma á boltann og slíkt. Ég hefði getað gert betur og aðlagast hraðar, en það fór sem fór. Ég lærði samt mjög mikið á þessu hálfa ári úti og held að ég sé mun þroskaðri og betri manneskja eftir þennan tíma.“ „Ekki séns“ að fara beint í liðið Breiðablik er í harðri toppbaráttu, stigi á eftir KR, og Gísli verður lögleg- ur með Blikaliðinu þegar þau mætast á mánudag. Á hann von á því að komast beint í liðið hjá Blikum? „Nei, ekki séns. Ég spilaði 90 mín- útur fyrir þremur dögum en þarf örugglega að sætta mig við bekkjar- setuna til þess að byrja með enda eru margir sem standa sig vel. En ég ætla sannarlega að koma mér inn í liðið og gera einhverja hluti hérna,“ sagði Gísli, sem er ekkert búinn að huga að næstu skrefum. „Ég ætla aðeins að anda hérna heima fyrst og á von á barni í desem- ber. Ég ætla að vinna bikar með Breiðabliki, það er óklárað verk hjá mér síðan í fyrra, og svo tek ég bara stöðuna þegar þar að kemur.“ Á óklárað verk eftir með Blikum  Gísli Eyjólfsson snúinn aftur heim Morgunblaðið/Eggert Heimkoma Gísli Eyjólfsson sló í gegn með Blikum og ætlar sér nú titil. 58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Vandaðir kælivökvar fyrir málmvinnslu FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600  Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er í úrvalsliði 5. og 6. umferðar í undankeppni EM karla en Evrópska handknattleikssambandið hefur valið bestu leikmennina úr þessum tveimur síðustu umferðum undankeppninnar. Bjarki skoraði ellefu mörk í seinni hálf- leik gegn Tyrkjum í Laugardalshöll en Ísland gulltryggði sér þar sæti í loka- keppninni.  Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur fengið til liðs við sig bandaríska leikmanninn Brooke Wallace. Hún er 22 ára gömul, leikur sem miðherji og er 188 cm á hæð. Hún lék með há- skólaliði Kentucky State síðasta vetur og var þar með 13 stig og 11 fráköst að meðaltali í leik.  Svíinn Ola Lindgren hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Finna í handknattleik. Hann hætti störfum sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð í janúar eftir að hafa unnið fjóra meist- aratitla með liðinu á sjö árum. Hann var landsliðsþjálfari Svía ásamt Staff- an Olsson á árunum 2008 til 2016. Eitt ogannað KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Kaplakriki: FH – Grindavík ................ 19.15 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Fylkir .. 19.15 Meistaravellir: KR – Njarðvík ............ 19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Varmárvöllur: Afturelding – Grótta ... 19.15 Nettóvöllur: Keflavík – Leiknir R ...... 19.15 2. deild karla: Sauðárkr.: Tindastóll – Völsungur...... 19.15 3. deild karla: Valsvöllur: KH – KV ............................ 19.15 Borgarnes: Skallagrímur – Kórdrengir.. 20 Sindravellir: Sindri – Höttur/Huginn...... 20 Í KVÖLD! Helena Rut Örvarsdóttir, landsliðs- kona í handknattleik, er gengin til liðs við SönderjyskE sem leikur í dönsku B-deildinni. Helena lék með Dijon í efstu deild Frakklands seinni hluta síðasta tímabils en áður hálft annað ár með Byåsen í norsku úrvalsdeildinni. Helena er 25 ára gömul rétthent skytta og lék áður með Stjörnunni. SönderjyskE hafn- aði í öðru sæti dönsku B-deild- arinnar í vetur en féll út í undan- úrslitum umspils um sæti í úrvals- deildinni þar sem liðið hefur lengst af leikið undanfarin ár. Helena komin til Danmerkur Morgunblaðið/Eggert Danmörk Helena Rut Örvarsdóttir er komin í þriðja landið á einu ári. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, sem var í stóru hlutverki hjá ÍR í úrvals- deildinni í körfuknattleik í vetur, er búinn að semja við franska C- deildarfélagið Orchies um að leika með því á næsta keppnistímabili. Þetta er mikil blóðtaka fyrir ÍR- inga sem áður misstu Matthías Orra Sigurðarson í KR en þeir töp- uðu fyrir KR í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í vor þar sem Sig- urður og Matthías voru lykilmenn. Sigurður, sem er þrítugur miðherji, hefur áður leikið sem atvinnumað- ur í Grikklandi og Svíþjóð. Sigurður fer til Frakklands Morgunblaðið/Eggert Frakkland Sigurður Gunnar Þor- steinsson er farinn frá ÍR. Halldór Örn Tryggvason verður aðalþjálfari karlaliðs Þórs í handknattleik á komandi keppnistímabili. Geir Sveinsson verður faglegur ráðgjafi handknattleiks- deildar Þórs og stýrir uppbyggingarstarfinu. Þetta til- kynntu Þórsarar í gær og leiðréttu með því upphaflega frétt af heimasíðu sinni sem birtist þar í fyrrakvöld og var á þá leið að Halldór og Geir yrðu í sameiningu þjálf- arar Þórsliðsins. Geir er búsettur í Þýskalandi en verður Halldóri innan handar þaðan og sagði við mbl.is í gær að hann kæmi hugsanlega einnig nokkrum sinnum til Akureyrar vegna starfsins næsta vetur. Þór hefur tekið við af liði Akureyrar sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Geir var þar aðalþjálfari seinni hluta tímabilsins en var þá ráðinn í stað Sverre Jakobssonar. Ráðgjafi en ekki þjálfari Geir Sveinsson Stefán Gíslason er óvænt hættur sem þjálfari karlaliðs Leiknis R. í knattspyrnu. Þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, sem starfað hefur sem þjálfari síðustu ár, hefur ákveðið að taka við þjálfarastarfi í Belgíu. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu frá Leikni í gær en ekki er ljóst hvaða starfi Stefán tekur við. Hann lék með OH Leuven í Belgíu á síðustu tveimur árum at- vinnumannsferilsins, til ársins 2014, eftir að hafa einnig leikið í Noregi, Danmörku og Austurríki. Stefán tók við Leikni í fyrrahaust eftir að hafa áður þjálfað Hauka. Leiknir er í 7. sæti í 1. deild eftir átta um- ferðir. Sigurður Heiðar Höskuldsson, sem verið hefur aðstoðarþjálfari Leiknis, tekur nú við sem aðalþjálfari liðsins og er leit haf- in að nýjum aðstoðarþjálfara. Stefán snýr aftur til Belgíu Stefán Gíslason Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson sem hefur varið mark Stjörnunnar undanfarin þrjú ár hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Í viðtali við hann á mbl.is í gær kom fram að hann hefði glímt við bakmeiðsli síðan hann lenti í bílslysi í fyrravetur og það væri aðalástæðan fyrir þessari ákvörðun. „Ég reyndi að harka af mér á síðasta tímabili en nú get ég ekki meira,“ sagði markvörðurinn m.a. í viðtalinu. Sveinbjörn er 30 ára gamall, uppalinn Þórsari og lék með HK og Akureyri og þá lék hann með þýska liðinu Aue undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar, þjálfara Stjörnunnar, frá 2012-16 áður en hann gekk í raðir Garðabæjarfélagsins. Hann á ellefu leiki að baki með íslenska A-landslið- inu. gummih@mbl.is Hættur af völdum bílslyss Sveinbjörn Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.