Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán.–Fös. 09–17
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Morgunblaðið flutti fréttir af þvífyrr í vikunni að unglingar í
Hagaskóla hafi þurft að búa við ófull-
nægjandi loftgæði í skólanum og liðið
fyrir. Ingibjörg Jósefs-
dóttir skólastjóri lýsti
miklum áhyggjum
vegna þessa og sagðist
ekki fá nein svör.
Hún sagði að hennihefði verið bent
á það af sviðsstjóra á
skólasviði borgarinnar
að ná fundi með borg-
arstjóra og það hefði
hún reynt.
Hún hefði óskaðeftir fundi með
honum án árangurs og farið eftir það
þá leið sem öllum borgarbúum á að
vera fær, að senda boð í gegnum vef-
síðu borgarinnar og óska fundar með
borgarstjóra.
Rúmum fimm vikum síðar hafðihún ekki fengið svar.
Þetta er fjarri því eina dæmið umsamskipti, eða öllu heldur sam-
skiptaleysi, borgarstjóra við borg-
arbúa.
Ítrekað hafa komið fram kvartanirum að borgarstjóri sé ekki til við-
tals og ýmist svari ekki eða láti vísa á
aðra.
En það hlýtur að vera mikið að efjafnvel skólastjórar í skólum
borgarinnar fá ekki svar frá borg-
arstjóra og gefst ekki kostur á fundi.
Allir skilja að borgarstjóri er upp-tekinn við að klifra upp á vitana
í borginni, en gæti hann ekki samt
sýnt skólastarfinu þar ögn minna
áhugaleysi?
Ingibjörg
Jósefsdóttir
Má biðja um
minna áhugaleysi?
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs
Vestmannaeyja á mánudag var lagt
til að lundaveiðitímabilið þetta árið
stæði í rúma viku, þ.e. dagana 8.-15.
ágúst. Er tímabilið sem lagt er til því
tveimur dögum lengra en það sem
lagt var til í fyrra, þegar það stóð frá
10. til 15.ágúst.
Virðist þróunin því vera í þá átt að
lengja veiðitímabilið, en til saman-
burðar má nefna að aðeins þrír veiði-
dagar voru leyfðir árin 2015 til 2017.
Í fundargerð ráðsins kemur fram
að ráðið telur afar mikilvægt að stýr-
ing veiða á lunda í Vestmannaeyjum
taki á öllum stundum fyrst og fremst
mið af viðkomu stofnsins.
Samkvæmt lögum er veiðitímabil
lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí til 15.
ágúst eða 46 dagar.
Í fundargerðinni segir einnig:
„Reynsla síðastliðinna ára hefur sýnt
að þeir fáu dagar sem lundaveiði er
heimiluð eru nýttir til þess að við-
halda þeirri merkilegu menningu sem
fylgir veiðinni og úteyjarlífi almennt.
Þá er tíminn nýttur til að viðhalda
húsnæði úteyjanna og huga að öðru
sem fylgir úteyjunum. Lundaveiði-
menn hafa sýnt ábyrgð í veiðum sl. ár
og veiðifélögin eru áfram hvött til að
standa vörð um sitt nytjasvæði og
upplýsi sína félagsmenn um að ganga
fram af hófsemi við veiðarnar.“
Leggja til lengra lundaveiðitímabil
Taka mið af viðkomu stofnsins
Lundaveiðimenn hafa sýnt ábyrgð
Morgunblaðið/Eggert
Eyjar Ef tillagan verður samþykkt
verður lundinn veiddur í viku.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Listaverkið „Orbis et Globus“, er ekki
á leiðinni úr Grímsey í bráð, að
minnsta kosti ekki fyrr en árið 2047
þegar heimskautsbaugurinn yfrgefur
eyna. Þetta staðfestir María Helena
Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferða-
mála á Akureyrarstofu, en frá því var
greint í Morgunblaðinu í gær að nokk-
urrar óánægju hafi orðið vart meðal
Grímseyinga um listaverkið.
„Heimskautsbaugurinn er sam-
kvæmt eðli sínu ekki stöðugur. Hann
hreyfist. Það var það sem var á bak
við þetta listaverk hjá Kristni Hrafns-
syni og Studio Granda, að láta lista-
verkið sýna eðli náttúrulegs fyr-
irbæris,“ segir María.
Hún segist vita til þess að skiptar
skoðanir séu á kúlunni en frá því að
kúlan kom í Grímsey 2017 hefur
Grímseyingum þótt ferðamenn verja
minni tíma í bænum.
„Samgöngur eru þannig að stoppið
í Grímsey er það stutt að ferðamenn
gera sér ekki grein fyrir því hvað felst
í því að labba norður á Fót að heim-
skautsbaugnum. Þeir auðvitað heillast
af eyjunni og þetta tekur lengri tíma
en þeir gera ráð fyrir.“ María segir
Akureyrarbæ hafa breytt áherslum í
markaðssetningu Grímseyjar vegna
þessa og mæli nú með að fólk dvelji í
eina nótt á eyjunni vilji það stíga yfir
bauginn. Hún segir ógerlegt í nútíma-
samfélagi að ferðamenn sætti sig við
ranga staðsetningu heimskautsbaugs-
ins. „Í dag eru allir með síma með
GPS,“ segir María. „Sumir labba bara
sjálfir með símann sinn og finna ná-
kvæmlega hvar baugurinn er.“
Spurð um þá gagnrýni sem aðkom-
an að kúlunni hefur fengið, en henni
hefur verið lýst sem drullusvaði, segir
María að bærinn hafi í tvígang sótt
um styrki til að lagfæra hana en ekki
hlotið þá.
Segir hún aðkomuna þó vísbend-
ingu um að listaverkið sé mikið að-
dráttarafl fyrir eyjuna og bjóði upp á
tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á
Grímsey.
Kúlan ekki úr eynni
fyrr en árið 2047
Mæla með að fólk
dvelji yfir nótt í
Grímsey
Umdeild Kúlan í Grímsey.