Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ég heyrði því eitt sinn fleygt að fyrir hverja hugmynd sem uppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison gerði hann margar til- raunir að mögulegu markmiði í nýsköpun sinni – en engar til- raunir hans voru gerð- ar á fólki. Nú hefur ríkisstjórn Íslands val- ið verstu hugmynd af hundrað mögulegum sem varða öryrkja en það er starfsgetumat öryrkja – sem eiga að vera tilraunadýr í þessu nýja mati. Það hafa að vísu önnur ríki tekið upp starfsgetumat, eins og Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland og Holland auk Bret- lands og Ástralíu. Útfærslan hefur verið mismunandi en niðurstaðan er alltaf sú sama, hvergi hefur það gengið nægilega vel. Í Bretlandi sviptu 90 öryrkjar sig lífi á mánuði fyrstu tvö árin eftir að hafa verið dæmdir vinnuhæfir í starfsgetumati sem innleitt var þar í landi árið 2010. Hversu marga sættum við Ís- lendingar okkur við að missa? Því það er fórn- arkostnaður sem fylgir starfsgetumati, það sýnir reynsla annarra þjóða, svo við berum okkur saman við aðra, sem við höfum einmitt svo gaman af. Það eru fjölmargar ástæður sem mæla á móti starfs- getumati en hér ætla ég að telja upp fjórar góðar ástæður fyrir því að við ættum að ganga hægt um „gleðinnar“ dyr. Í fyrsta lagi er ástæða fyrir því að læknar og Tryggingastofnun ríkisins (TR) úr- skurði fólk það lélegt til heilsunnar að það geti ekki verið á almennum vinnumarkaði. Með starfsgetu- matinu, sem öryrkjar fá sjálfir ekk- ert ráðið, er verið að mála þá enn frekar út í horn. Ég hélt bara að við værum komin lengra. Samkvæmt lögum um almannatryggingar eiga þær tryggja framfærslu fatlaðra og langveikra en allir vita nú að sá framfærslueyrir er langt frá öðrum sem ríkið áætlar um eðlilega fram- færslu. Það verður því höggvið enn frekar nærri öryrkjum verði starfs- getumatið tekið upp, fátækt þeirra og barna þeirra verður enn verri sem og sárafátækt. Vilja ekki öryrkja í vinnu Í öðru lagi þá erum við komin að því sem ráðamenn virðast ekki vilja vita. Það er lítil sem engin eftir- spurn eftir öryrkjum á almennum vinnumarkaði þótt við svo gjarnan viljum! Hinn almenni vinnumark- aður vill ráða fólk í fullt starf, stundum hlutastarf en aldrei minna, einfaldlega vegna þess að það er hagkvæmast, sbr. ákvörðun Ice- landair um að útrýma hálfum störf- um og bjóða starfsmönnum sínum fullt starf eða ekkert ella. Sú ákvörðun var tekin af hagræðing- arástæðum. Hinn almenni vinnu- markaður er því ekkert sérlega æstur í að ráða fatlað eða langveikt fólk í hlutastörf, enda engin velferð- arstofnun. Það segir sig sjálft að sá sem hefur aðeins 25% orku getur illa fótað sig í samkeppni við þá sem hafa 100% orku og jafnvel meira. TR metur fólk til 50% orku annars vegar og 75% orku, það væru því þessir tveir bótaflokkar sem vænt- anlega myndu falla undir starfs- getumat og þeir fyrrnefndu fá ekki fullan lífeyri. Tölur hef ég því miður ekki á takteinum. Þeir sem hafa meiri orku, frá 0-49%, fá ekki eyri frá TR. Ég ráðlegg raunar öllum að tryggja sig með líf- og sjúkdóma- tryggingu sem fyrst á ævinni og hvet foreldra til að tryggja börnin sín, í ljósi framfærslufátæktar TR og auðvitað ríkisins. En TR fer fyrst og fremst eftir því sem ríkis- valdið ákveður með lögum. Þeir sem hafa lent í slysum eiga einnig oft bótarétt í gegnum einkarekin tryggingarfélög. En nú stefnum við í samdrátt í hagkerfinu og fyrir- tækin eru að hagræða og jafnvel segja upp starfsfólki Öryrkjar á atvinnuleysisbótum Í þriðja lagi, ef hin heimskulega hugmynd um starfsgetumat nær fram að ganga, þá eiga þeir ör- yrkjar sem eru í virkri atvinnuleit, hvort sem þeir eru vinnufærir eða ekki, það er málinu greinilega óvið- komandi, væntalega rétt á atvinnu- leysisbótum á meðan þeir finna ekki vinnu. Hver er þá ávinningurinn fyrir ríkið? Og það skondna er að atvinnuleysisbætur eru hærri en ör- orkubætur. Í vinsælu dægurlagi er spurt: „Vill einhver elska 49 ára gamlan mann?“ Ég spyr: „Vill ein- hver ráða 75% öryrkja í vinnu?“ Af- skaplega fáir, held ég, nema ríkið ætli að borga með þeim, sem ég efast stórlega um. Hvað haldið þið að séu mörg 25% störf á almennum vinnumarkaði? Eruð þið enn að telja? Þið þurfið varla meira en alla fingurna. Persónulega þekki ég engan öryrkja sem er í 25% vinnu á almennum vinnumarkaði! Viljum ekki vera tilraunadýr Í fjórða lagi þá snýst málið um þá bláköldu staðreynd að starfsgetu- matið hefur komið illa út fyrir ör- yrkja og raunar samfélagið allt því það gerir öryrkja enn meiri horn- rekur í því. Ég skora á ráðamenn og ráðakonur að fá sér popp og kók á einum ríkisstjórnarfundi og horfa á bresku verðlaunamyndina, I, Daniel Blake, en hún segir allt sem segja þarf um áhrifin á mann sem læknir hefur úrskurðað óvinnufær- an vegna alvarlegs hjartaáfalls sem hann fékk en hann er samt skikk- aður í starfsgetumat og þá byrja raunir hans fyrir alvöru. Það litla öryggi sem hann hafði sem öryrki, varð enn verra við starfsgetumatið. Ef ríkið vill draga úr útgjöldum er miklu skynsamlega að af afnema krónu á móti krónu skerðinguna, því þá gæti myndast hvati til að fara að vinna, en á meðan skerð- ingin er svo mikil er ávinningurinn fyrir öryrkjann nánast enginn. Það gæti fært ríkissjóði skattpeninga. Berum okkur ekki saman við aðra – nema til að læra af þeirra mistök- um. Og svei þeirri lífseigu mýtu að öryrkjar séu fólk sem nenni ekki að vinna, því það er alls ekki svo. Ís- lenskir öryrkjar vilja bara vera með í málum og hafa þar vægi. Íslenskir öryrkjar vilja ekki vera tilraunadýr. Starfsgetumat er heimskra manna ráð. Heimskra manna ráð Eftir Unni H. Jóhannsdóttur » Við ættum að læra afmistökum annarra þjóða varðandi starfs- getumat í stað þess að sigla í kjölfar þeirra. Unnur H. Jóhannsdóttir Höfundur er kennari, blaðamaður og diploma í fötlunarfræðum og öryrki. uhj@simnet.is Ég hefi velt fyrir mér, hvers vegna liggi svona mikið á að kýla orkupakka þrjú í gegn. Þvert á vilja þjóðarinnar. Nú fatta ég að það eru aflátsbréfin. Reyndar er rangt að kalla losunarheimild- irnar aflátsbréf, eins og páfinn seldi synd- ugum sálum. Þeir vissu hvað þeir keyptu, en þeir sem kaupa af okk- ur losunarheimildir, eða hvað sem við viljum kalla það (Kötubréf), telja sig vera að kaupa græna orku úr orkubanka ESB. Til að bíta höfuðið af skömminni er staðan þannig að innlendir framleiðendur, t.d. garðyrkju- bændur, geta ekki sagt sína fram- leiðslu byggða á hreinni grænni orku, nema þeir kaupi los- unarheimildir af rík- inu. Oft hefur verið lítill skilningur á ís- lenskum iðnaði, en þetta toppar allt og er þó af nógu að taka. Í málþófinu hefur komið fram að með samþykkt orkupakka þrjú getum við ekki staðið gegn því að sæ- strengur verði lagður. Þeir í þöggunarþófinu segja OP3 ekki skipta neinu máli. Hvorki fyrir okkur né ESB, en geta ekki sýnt fram á að við fáum neitt bita- stætt í staðinn. Svo hafa þeir sett fyrirvara hlið- stæða og með hráa kjötið, sem komið hefur í ljós að ekkert hald var í. Helsta röksemdin þeirra er að sæstrengur verði ekki lagður án samþykkis Alþingis! Hver treystir Alþingi í dag? Getur verið að æðibunugang- urinn sé til björgunar EES út úr losunarheimildarklúðrinu? Með sæstreng er hægt að flytja út grænt rafmagn og segja þeim, sem voru plataðir til að kaupa los- unarheimildirnar, að þeir fái nú raforkuna sérvalda beint úr orku- banka ESB frá eyjunni grænu. Hvernig er þetta hægt? Hver ber ábyrgðina á þessari vitleysu? Ekki er sanngjarnt að kenna aflátsbréfin við Katrínu, sem Kötubréf, því líklega hafa þau áður verið seld á vakt Sigurðar og Sigmundar. Hún er nú í forsvari á vaktinni og ætti að gera eitthvað til að fá þetta leiðrétt, t.d. með kröfu um að EES/ESB gefi út yfirlýsingu um að yfir 90% íslenskrar fram- leiðslu noti græna orku. Eflaust munu einhverjir þeirra plötuðu fara fram á skaðabætur, en það kemur okkur ekkert við. Þetta svindl er smíð EES/ESB og á ábyrgð ESB/ESS. Við fengum nógu mikinn skell af hruninu, sem upphaflega er til komið vegna fjármála- og banka- laga, sem við fengum beint til stimplunar frá ESB/EES. Nú vakna nokkrar fleiri spurn- ingar. Er upphafið hjá Jóhönnu og Steingrími? Getur verið að afláts- bréfin og loforð um að troða okk- ur inn í ESB hafi verið skiptimynt í stærri gjörningum þeirra við EES? Gögn um það eru enn læst niðri í svarta kassanum, sem for- seti Alþingis vaktar. Er ekki kominn tími til að Steingrímur opni kassann? Þó fyrr hefði verið, þannig að þeir sjái innihaldið, sem spekúlera í svona plotti, sem kannski er enginn fót- ur fyrir. Vilji þau Steingrímur og Jó- hanna ekki opna boxið er spurn- ing, hvort það samrýmist stjórn- arskránni að fela skjöl um hag þjóðarinnar í það langan tíma að allir þeir, sem voru á lífi þegar skellt var í lás, verði fyrir löngu komnir undir græna torfu, þegar skjölin líta dagsljósið. Hvort EES/ ESB verði þá enn til er en önnur spurning. Svik og prettir, svindl og svínarí Eftir Sigurð Oddsson » Innlendir framleið-endur, t.d. garð- yrkjubændur, geta ekki sagt sína framleiðslu byggða á grænni orku nema þeir kaupi losun- arheimildir af ríkinu. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur, fyrrver- andi iðnrekandi og eldri borgari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.