Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 útsala 70% sparaðu allt að af völdum vörum Tónverkið Tímaeining eftir Halldór Eldjárn verður flutt í Ásmundarsal við Freyjugötu í kvöld klukkan 20.30. Því er lýst sem klukkustund- arlöngu ferðalagi um tilviljana- kennd og óskilgreind rými. Finn- bogi Pétursson myndlistarmaður hefur skapað umgjörð fyrir tón- verkið með sýningunni Yfir og út sem nú stendur yfir í Hallgríms- kirkju og Ásmundarsal. Tímaeining Halldórs í Ásmundarsal FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 178. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Mér leist vel á deildina í vetur og er tilbúinn að gera enn betur núna,“ segir knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson sem lék með Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni í vetur sem lánsmaður frá Fulham. Nú hefur AGF frá Árósum keypt hann af enska félaginu. »59 Tilbúinn að gera enn betur með AGF ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Píanóleikarinn Helga Laufey Finn- bogadóttir kemur í dag fram ásamt tríói sínu í tónleikaröðinni Freyju- jazzi. Tónleikarnir eru í Listasafni Íslands, hefjast klukkan 17.15 og standa í tæpa klukkustund. Helga Laufey útskrifaðist frá Sweelinck-tónlistarháskólanum í Amsterdam árið 1994 og kennir djasspíanóleik. Með henni leika Guð- jón Steinar Þorláks- son á kontrabassa og Erik Qvick á slag- verk. Á efnisskrá eru meðal ann- ars frumsamin lög og þjóð- lög í nýjum búningi. Tríó Helgu Laufeyjar leikur í Listasafninu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar mágarnir og matreiðslumeist- ararnir Ragnar Guðmundsson og Gunnlaugur Hreiðarsson opnuðu veitingastaðinn Lauga-ás á Laugar- ásvegi í júní 1979 höfðu einhverjir á orði að það væri feigðarflan svona langt frá miðbæ Reykjavíkur. „Marg- ir héldu að við færum með túrist- unum um haustið en annað kom á daginn,“ segir Ragnar, sem hefur átt og rekið staðinn með fjölskyldunni frá byrjun. Ragnar lærði á Hótel Borg og Hressingarskálanum og útskrifaðist sem matreiðslumaður 1965. Fyrsta sumarið vann hann á Hótel Selfossi. Þaðan lá leiðin til Þorvaldar Guð- mundssonar í Síld og fiski og var hann í vinnu hjá honum í Þjóðleik- húskjallaranum, á Hótel Holti og Hótel Loftleiðum. Þegar Askur var opnaður á Suðurlandsbraut fór Ragn- ar þangað, síðan í Kokkhúsið, aftur á Ask og loks í eigin rekstur. Veitingahúsið Lauga-ás á Laugar- ásvegi er með elstu starfandi veit- ingahúsum í Reykjavík. „Kobbi [Jak- ob H. Magnússon] opnaði veitingastaðinn Hornið í Hafnar- stræti rétt eftir að við byrjuðum með Lauga-ás og ég hef oft sagt að við er- um þeir einu sem hafa rekið hér veit- ingastaði á sömu kennitölu í 40 ár,“ segir Ragnar. „Guðmundur, sonur minn, er reyndar að mestu tekinn við, Jóhann Jónsson hefur lengi verið yf- irmatreiðslumeistari og ég kalla mig sendiherra staðarins.“ Fjölskyldustaður frá byrjun Hugmyndin var að vera með huggulegan fjölskyldustað. Jón Kaldal hannaði veitingahúsið og Bára Sigurðardóttir, kona Ragnars, hefur haldið gardínum í sama horfi frá byrj- un. „Þetta var fyrsti hvítmálaði veit- ingastaður landsins, við útbjuggum barnahorn, sem var nýlunda, og buð- um upp á sérstakan barnamatseðil. Þar hefur soðin ýsa með smjöri verið á boðstólum og það er minn uppá- haldsmatur auk þess sem lambakjöt að hætti ömmu bregst aldrei.“ Ragnar bendir á að þeir hafi byrjað á því að bjóða upp á gratíneraðan fisk og grillað lambalæri með bearnaise- sósu. „Við höfðum að leiðarljósi að vera með fjölskylduvænan veitinga- stað og góða og ódýra rétti úr úr- valshráefni og höfum haldið okkur við það alla tíð.“ Hann segir að sömu lög- mál hafi gilt í veisluþjónustu fyrir- tækisins. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að vera með nýtt hráefni.“ Ragnar segir að velgengnin felist í því að standa vaktina heilshugar. „Það þarf að hugsa um reksturinn eins og lítið barn, vinna við þetta dag og nótt,“ segir hann og segist þakk- látur fyrir að hafa ávallt haft gott starfsfólk í eldhúsi og sal. „Það geng- ur ekki að ganga um með skjalatösku og þykjast vera fínn maður. Guð- mundur útskrifaðist 1992 og er vel meðvitaður um hvað þarf til þess að hlutirnir gangi. Ég eldist og alltaf er verið að ýta mér frá eldavélinni en mér finnst þetta gaman og það er lyk- ilatriði. Ég hef oft sagt við Kobba að við erum heppnir að hafa aldrei farið í háskóla, því okkar besta menntun er lífið og lífsreynslan.“ Þegar Ragnar var í matreiðslu- náminu mátti telja grænmetisteg- undir á Íslandi á fingrum annarrar handar. „Nú er völ á mjög góðu grænmeti og öðru hráefni, við eigum frábæra matreiðslumenn, bæði karla og konur, og það er gaman að fylgjast með framförunum,“ segir hann. Morgunblaðið/Hari Lauga-ás í 40 ár Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson standa vaktina á veitingastaðnum. Í bransanum í um 60 ár  Ragnar Guðmundsson hefur rekið veitingastaðinn Lauga-ás í 40 ár  Góðar hefðir í föstum skorðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.