Morgunblaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
• Síðbuxur
• Kvartbuxur
• Jakkar
• Pils
• Töskur
30% afsláttur
TILBOÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Séð af Sandafelli ofan við Þingeyrar-
kauptún er Höfðafjall sem er
norðanmegin við Dýrafjörð, fagur-
blátt. Frá vegi neðan úr flæðarmáli
upp á efstu brún er fjallið nánast
algróið lúpínu
sem hefur breitt
hratt úr sér á
undanförnum ár-
um. Þetta vekur
athygli. Víða á
landinu eru víð-
feðmar breiður
lúpínu sem bind-
ur jarðveg og hef-
ur reynst góður
undanfari annars
gróðurs. Á höfuð-
borgarsvæðinu má í þessu efni til-
taka Keldnaholt, Úlfarsfell og Esju-
hlíðar við Mógilsá. Á Vesturlandi eru
stór svæði í Hvalfirði og Skorradal
lúpínugróin, á Norðurlandi vestra í
Vesturhópi og við Þingeyrar, á
Norðurlandi eystra er nærtækt að
nefna uppgræðslusvæði á Hólasandi.
Á Suðurlandi má tiltaka Haukadals-
heiði, Þjórsárdal og Mýrdalssand.
Að sjá heilt fjall í hinum bláa lit jurt-
arinnar er þó sennilega einsdæmi.
„Áður fyrr var rof og landeyðing í
fjallinu svo jarðvegur var að hverfa.
Nú hefur allt slíkt verið stöðvað. Hér
í fjallinu sjáum við hvernig lúpínan
virkar best, berar skriður eru að
gróa upp og vantsheldni í jarðveg-
inum er meiri sem aftur eflir allan
annan gróður, svo sem birki og ýms-
ar grastegundir, “ segir Sighvatur
Jón Þórarinsson, bóndi á Höfða, í
samtali við Morgunblaðið.
Framvindan er hröð
Víða í Dýrafirði og á nálægum
slóðum eru miklar lúpínubreiður og
er reynslan góð. „Frumkvæðið um
notkun lúpínu kom frá Landgræðsl-
unni og sem landeigandi samþykkti
ég þessa uppgræðsluaðferð,“ segir
Sighvatur. „Það var haustið 1997
sem lúpínufræi var sáð í mela og illa
gróin svæði í hlíðinni og árið eftir
voru lúpínuplöntur gróðursettar í
fjallið í láréttum línum. Eftir það
hefur framvindan verið hröð og tel
ég að lúpínan sé hraðvirkasta leiðin
sem við höfum til þess að skapa líf-
massa á örfoka landi, auk þess sem
jurtin bindur kolefni vel í jarðveg-
inum. Lúpínan er því öflugur frum-
herji ef svo má segja.“
Spýtur til að tálga
Umfangsmikil skógrækt er stund-
uð á Höfða í Dýrafirði. Í sumar verða
þar gróðursett um 12 þúsund
plöntur: sitkabastarður, rússalerki,
alaskaösp, stafafura, birki og reyni-
viður. Fyrir er á jörðinni talsverður
skógur eftir gróðursetningu sl. 20
ára og er birki í meirihluta á jörðinni.
Einnig stæðilegar aspir í skjólbelt-
um sem sumar eru 14 m háar.
„Ég vænti þess að elsti hluti skóg-
arinns verði orðinn til nytja eftir um
tuttugu til þrjátíu ár. Í dag er hér
ekki annað að hafa en spýtur til að
tálga,“ segir Sighvatur á Höfða.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dýrafjörður Fjarlægðin gerir fjöllin blá, segir máltækið. Það gerir lúpínan raunar líka eins og hér sést í Höfðafjalli.
Fjallið er fagurblátt
Höfðafjall við Dýrafjörð er algróið lúpínu Sennilega
einsdæmi Góður undanfari annars gróðurs, segir bóndi
Sighvatur Jón
Þórarinsson
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Sífellt fleiri börnum er vísað til
Greiningar- og ráðgjafarmið-
stöðvar ríkisins (GRR) og tæplega
þriðjungur þeirra er af erlendum
uppruna, en tilvísunum meðal
þeirra barna hefur fjölgað sér-
staklega á árinu 2018. Grunur var
um einhverfuröskun hjá flestum
börnum sem send til greiningar
hjá stofnuninni á árinu, eða hjá
67% þeirra. Þetta kemur fram í
ársskýrslu GRR.
Þar segir enn fremur að tilvís-
anafjöldinn sé umfram það sem
stofnunin geti annað, miðað við nú-
verandi fjölda starfsmanna og
verklag. Of löng bið sé eftir grein-
ingu og annarri þjónustu stofn-
unarinnar.
Sólveig Sigurðardóttir, stað-
gengill Soffíu Lárusdóttur, for-
stöðumanns Greiningar- og ráð-
gjafarmiðstöðvar ríkisins, segir að
orsök fjölgunar tilvísana sé meðal
annars sú að fleiri börn búi hér-
lendis nú en áður.
Spurð hvort börn af erlendum
uppruna eigi erfitt með að aðlagast
kerfinu á Íslandi segir hún:
„Tvítyngd börn af erlendum
uppruna eru einhverra hluta vegna
ekki að aðlagast kerfinu hérna
nægilega vel. Þetta er náttúrulega
nýtt málumhverfi, þau eru mörg
hver ekki fullfær í íslensku og það
kemur niður á samskiptum þeirra
við hin börnin í leikskólanum og
námsstöðu þeirra í grunnskóla,
eins og við höfum heyrt ann-
arsstaðar í kerfinu.“
Af öllum tilvísunum sem bárust
á árinu 2018 áttu 105 börn (29%)
erlent foreldri, annað eða bæði.
Fjölskyldurnar komu frá 37 þjóð-
löndum. Langflestar komu frá Pól-
landi eða 28, tíu fjölskyldur komu
frá Filippseyjum, níu frá Litháen
og sex frá Taílandi.
Spurð hvers vegna stofnunin
standi í ströngu með að sinna eft-
irspurninni segir Sólveig að fjár-
skortur sé vandamál annars vegar
en hins vegar líti liðsmenn stofn-
unarinnar í eigin barm, til lausnar
vandamálsins:
„Við erum að leita eftir sam-
starfi við sveitarfélögin í þeim til-
gangi að skoða hvort hægt sé að
breyta vinnulaginu þannig að
stofnunin komi fyrr að málum.“
Tvö samstarfsverkefni eru í
burðarliðnum, annars vegar lands-
hlutasamstarf og hins vegar sam-
starf við Reykjavíkurborg.
Sífellt fleiri bíða
eftir greiningu
Tæpur þriðjungur tilvísana til GRR
varðar börn af erlendum uppruna
Mikil fjölgun
» Á árinu 2018 bárust Grein-
ingar- og ráðgjafarmiðstöð rík-
isins 366 tilvísanir.
» Í 67% tilvika var til staðar
grunur um einhverfurófs-
röskun.
» Af öllum tilvísunum áttu 105
börn erlent foreldri, annað eða
bæði.
» Að jafnaði berast mun fleiri
tilvísanir fyrir drengi en stúlk-
ur en 70% tilvísana árið 2018
voru fyrir drengi.
» GRR á í erfiðleikum með að
anna eftirspurninni.
» Bið eftir greiningu er „of
löng“.
Tilvísanir fyrir börn af erlendum uppruna
Fjöldi tilvísana sem bárust Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 2000-2018
70
60
50
40
30
20
10
0
Annað foreldri erlent
Báðir foreldrar erlendir
Heimild: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins,
ársskýrsla 2018
105 börn áttu erlent foreldri (annað
eða bæði) árið 2018
Fjölskyldurnar komu frá
37 þjóðlöndum
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18
65
40
28
39
47
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt
karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi
stjúpdóttur sinni. Hann var dæmdur til að
greiða henni 1,8 milljónir króna í miska-
bætur og þóknun skipaðs verjanda síns
upp á tæpar 1,7 milljónir króna. Brotaþoli
hafði krafist fjögurra milljóna króna í
miskabætur.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa 15.
desember 2017 á heimili sínu nýtt sér yfirburði sína gagnvart henni. Hann
var sambýlismaður móður stúlkunnar. Brotaþoli lýsti í skýrslutöku því að
eftir að móðir hennar og ákærði hefðu skilið að skiptum hefði ákærði farið
að koma skringilega fram við sig. Þetta hefði gerst í svokölluðum pabba-
helgum. Ákærði hefði þá talað við hana eins og hún væri fullorðin. Nánar
tiltekið hefði hann komið fram við hana eins og hún væri kærastan hans.
Braut gegn fyrrverandi stjúpdóttur
Héraðsdómur Reykjaness Mað-
urinn fékk tveggja og hálfs árs dóm.