Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 58

Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 58
FÓTBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is „Ég er að koma heim reynslunni rík- ari,“ sagði knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá var tilkynnt að hann væri kominn aftur heim í Breiðablik eftir lánsdvöl hjá sænska B-deildarliðinu Mjällby. Gísli, sem er 25 ára gamall, átti raun- ar að vera úti allt tímabilið og var búinn að vera í byrjunarliðinu í níu af 14 leikj- um liðsins sem er í öðru sæti deild- arinnar. Þjálfarinn Milos Milojevic, sem þjálfaði Víking R. og Breiðablik hér á landi, tjáði honum hins vegar að félagið ætlaði að finna annan leikmann í stöðuna. „Ég átti gott spjall við Milos og það var tekin sameiginleg ákvörðun, þeir höfðu ekki mikinn áhuga á að klára lánssamninginn og ég hafði þá heldur ekki áhuga á að vera áfram ef ég myndi spila minna. Það var til mikils ætlast af mér, en svo var ég bara meðalleik- maður sem gerði engar rósir og skoraði ekki einu sinni mark,“ sagði Gísli, sem sló í gegn með Blikum í fyrra. „Svíarnir eru miklu skipulagðari og það er minna um einstaklingsframtak, sem er meira hérna heima. Maður fær minni tíma á boltann og slíkt. Ég hefði getað gert betur og aðlagast hraðar, en það fór sem fór. Ég lærði samt mjög mikið á þessu hálfa ári úti og held að ég sé mun þroskaðri og betri manneskja eftir þennan tíma.“ „Ekki séns“ að fara beint í liðið Breiðablik er í harðri toppbaráttu, stigi á eftir KR, og Gísli verður lögleg- ur með Blikaliðinu þegar þau mætast á mánudag. Á hann von á því að komast beint í liðið hjá Blikum? „Nei, ekki séns. Ég spilaði 90 mín- útur fyrir þremur dögum en þarf örugglega að sætta mig við bekkjar- setuna til þess að byrja með enda eru margir sem standa sig vel. En ég ætla sannarlega að koma mér inn í liðið og gera einhverja hluti hérna,“ sagði Gísli, sem er ekkert búinn að huga að næstu skrefum. „Ég ætla aðeins að anda hérna heima fyrst og á von á barni í desem- ber. Ég ætla að vinna bikar með Breiðabliki, það er óklárað verk hjá mér síðan í fyrra, og svo tek ég bara stöðuna þegar þar að kemur.“ Á óklárað verk eftir með Blikum  Gísli Eyjólfsson snúinn aftur heim Morgunblaðið/Eggert Heimkoma Gísli Eyjólfsson sló í gegn með Blikum og ætlar sér nú titil. 58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Vandaðir kælivökvar fyrir málmvinnslu FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600  Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er í úrvalsliði 5. og 6. umferðar í undankeppni EM karla en Evrópska handknattleikssambandið hefur valið bestu leikmennina úr þessum tveimur síðustu umferðum undankeppninnar. Bjarki skoraði ellefu mörk í seinni hálf- leik gegn Tyrkjum í Laugardalshöll en Ísland gulltryggði sér þar sæti í loka- keppninni.  Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur fengið til liðs við sig bandaríska leikmanninn Brooke Wallace. Hún er 22 ára gömul, leikur sem miðherji og er 188 cm á hæð. Hún lék með há- skólaliði Kentucky State síðasta vetur og var þar með 13 stig og 11 fráköst að meðaltali í leik.  Svíinn Ola Lindgren hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Finna í handknattleik. Hann hætti störfum sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð í janúar eftir að hafa unnið fjóra meist- aratitla með liðinu á sjö árum. Hann var landsliðsþjálfari Svía ásamt Staff- an Olsson á árunum 2008 til 2016. Eitt ogannað KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Kaplakriki: FH – Grindavík ................ 19.15 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Fylkir .. 19.15 Meistaravellir: KR – Njarðvík ............ 19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Varmárvöllur: Afturelding – Grótta ... 19.15 Nettóvöllur: Keflavík – Leiknir R ...... 19.15 2. deild karla: Sauðárkr.: Tindastóll – Völsungur...... 19.15 3. deild karla: Valsvöllur: KH – KV ............................ 19.15 Borgarnes: Skallagrímur – Kórdrengir.. 20 Sindravellir: Sindri – Höttur/Huginn...... 20 Í KVÖLD! Helena Rut Örvarsdóttir, landsliðs- kona í handknattleik, er gengin til liðs við SönderjyskE sem leikur í dönsku B-deildinni. Helena lék með Dijon í efstu deild Frakklands seinni hluta síðasta tímabils en áður hálft annað ár með Byåsen í norsku úrvalsdeildinni. Helena er 25 ára gömul rétthent skytta og lék áður með Stjörnunni. SönderjyskE hafn- aði í öðru sæti dönsku B-deild- arinnar í vetur en féll út í undan- úrslitum umspils um sæti í úrvals- deildinni þar sem liðið hefur lengst af leikið undanfarin ár. Helena komin til Danmerkur Morgunblaðið/Eggert Danmörk Helena Rut Örvarsdóttir er komin í þriðja landið á einu ári. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, sem var í stóru hlutverki hjá ÍR í úrvals- deildinni í körfuknattleik í vetur, er búinn að semja við franska C- deildarfélagið Orchies um að leika með því á næsta keppnistímabili. Þetta er mikil blóðtaka fyrir ÍR- inga sem áður misstu Matthías Orra Sigurðarson í KR en þeir töp- uðu fyrir KR í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í vor þar sem Sig- urður og Matthías voru lykilmenn. Sigurður, sem er þrítugur miðherji, hefur áður leikið sem atvinnumað- ur í Grikklandi og Svíþjóð. Sigurður fer til Frakklands Morgunblaðið/Eggert Frakkland Sigurður Gunnar Þor- steinsson er farinn frá ÍR. Halldór Örn Tryggvason verður aðalþjálfari karlaliðs Þórs í handknattleik á komandi keppnistímabili. Geir Sveinsson verður faglegur ráðgjafi handknattleiks- deildar Þórs og stýrir uppbyggingarstarfinu. Þetta til- kynntu Þórsarar í gær og leiðréttu með því upphaflega frétt af heimasíðu sinni sem birtist þar í fyrrakvöld og var á þá leið að Halldór og Geir yrðu í sameiningu þjálf- arar Þórsliðsins. Geir er búsettur í Þýskalandi en verður Halldóri innan handar þaðan og sagði við mbl.is í gær að hann kæmi hugsanlega einnig nokkrum sinnum til Akureyrar vegna starfsins næsta vetur. Þór hefur tekið við af liði Akureyrar sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Geir var þar aðalþjálfari seinni hluta tímabilsins en var þá ráðinn í stað Sverre Jakobssonar. Ráðgjafi en ekki þjálfari Geir Sveinsson Stefán Gíslason er óvænt hættur sem þjálfari karlaliðs Leiknis R. í knattspyrnu. Þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, sem starfað hefur sem þjálfari síðustu ár, hefur ákveðið að taka við þjálfarastarfi í Belgíu. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu frá Leikni í gær en ekki er ljóst hvaða starfi Stefán tekur við. Hann lék með OH Leuven í Belgíu á síðustu tveimur árum at- vinnumannsferilsins, til ársins 2014, eftir að hafa einnig leikið í Noregi, Danmörku og Austurríki. Stefán tók við Leikni í fyrrahaust eftir að hafa áður þjálfað Hauka. Leiknir er í 7. sæti í 1. deild eftir átta um- ferðir. Sigurður Heiðar Höskuldsson, sem verið hefur aðstoðarþjálfari Leiknis, tekur nú við sem aðalþjálfari liðsins og er leit haf- in að nýjum aðstoðarþjálfara. Stefán snýr aftur til Belgíu Stefán Gíslason Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson sem hefur varið mark Stjörnunnar undanfarin þrjú ár hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Í viðtali við hann á mbl.is í gær kom fram að hann hefði glímt við bakmeiðsli síðan hann lenti í bílslysi í fyrravetur og það væri aðalástæðan fyrir þessari ákvörðun. „Ég reyndi að harka af mér á síðasta tímabili en nú get ég ekki meira,“ sagði markvörðurinn m.a. í viðtalinu. Sveinbjörn er 30 ára gamall, uppalinn Þórsari og lék með HK og Akureyri og þá lék hann með þýska liðinu Aue undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar, þjálfara Stjörnunnar, frá 2012-16 áður en hann gekk í raðir Garðabæjarfélagsins. Hann á ellefu leiki að baki með íslenska A-landslið- inu. gummih@mbl.is Hættur af völdum bílslyss Sveinbjörn Pétursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.