Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 19
mæta afskriftum, vöxtum og beinum sköttum. Auk þess er vinnuframlag eigenda í
einstaklingsfyrirtækjum talið með í rekstrarafgangi. Á nítján ára tímabili, 1973-1991,
hefur skipting vergra þáttatekna verið með þeim hætti að í hlut vinnuaflsins hafa komið
að meðaltali rúm 64% en hagnaðarhlutfallið hefur verið tæp 36%. Á árunum 1987 og
1988 var hagnaðarhlutfallið með því lægsta sem verið hefur á þessum tíma eða 31-32%.
Það hækkaði síðan töluvert árin 1989 og 1990, fyrra árið í 35% og það síðara í rúm
37%. Á árinu 1991 lækkaði hagnaðarhlutfallið aftur á móti niður í rúm 34% en á árinu
1992 má ætla að hlutfallið hafí verið 3314% og óbreytt árið eftir. Áætlanir benda til þess
að á liðnu ári hafi hlutfallið hækkað á ný og orðið tæp 36%. Þetta hlutfall er sýnt hér í
mynd eins og það hefur verið undanfarna tæpa tvo áratugi og til samanburðar eru einnig
sýndar tölur fyrir OECD í heild.
Eins og áður segir er hagnaðarhlutfallinu ætlað að gefa vísbendingu um skiptingu
þess virðisauka sem myndast í þjóðarbúskapnum milli launa og ljármagns. Þetta
hagnaðarhlutfall er þó nokkuð annað en sá hagnaður sem firam kemur í bókhaldi
fyrirtækja. Ástæðan er sú að efitir er að draga frá laun eigenda í einstaklingsfyrirtækjum
og raunvexti auk afskrifta. Af þessum liðum munar mest um raunvextina vegna þess
hve mjög þeir hafa sveiflast frá ári til árs.
Afar lauslegt mat á hagnaði atvinnurekstrar 1992-1994
Milljarðar króna
Áætlun Áætlun %-breytingar
1992 1993 1994 '92-93 '93-'94
Heildarvelta atvinnurekstrar án VASK 630,6 663,3 709,9 5,2 7,0
frádr.:Aðfong frá öðrum atvinnu- greinum, innflutningur ásamt verðleiðréttingu birgða 411,7 438,6 469,4 6,5 7,0
= Vergar þáttatekjur 218,9 224,7 240,5 2,6 7,0
ffádr.:Launakostnaður 139,3 139,6 143,1 0,2 2,5
= Vergur rekstrarafgangur 79,6 85,1 97,4 6,9 14,4
ffádr.: Afskriffir 35,9 37,4 38,8 4,2 3,8
= Hreinn rekstrarafgangur 43,7 47,7 58,6 9,1 22,8
frádr.:Eigin laun sjálfstæðra atvinnurekenda 17,8 17,9 18,3 0,2 2,5
frádr.:Vextir 20,0 21,0 19,0 5,0 -9,5
= Hreinn hagnaður1) 5,9 8,9 21,3 49,7 140,1
Hreinn hagnaður, % af heildarveltu1) 0,9 1,3 3,0
Eigið fé í atvinnurekstri í árslok 265 270 280
Hreinn hagnaður, % af eigin fé1) 2,2 3,3 7,6
1) Fyrir skatta.
Til þess að fá nokkum samanburð við hagnað fyrirtækjanna hefur Þjóðhagsstofnun
leitast við að áætla hvem þessara þriggja frádráttarliða. Eigin laun og afskriftir hefur
stofnunin áætlað á grundvelli framreiknings frá 1991. Við mat á raunvaxtagreiðslum er
17