Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 36

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 36
haldist áfram hagstætt, en verð á kísiljárni hækkaði mikið árið 1993 og hefur haldist hátt síðan. Um viðskiptakjör þjóðarbúsins er að öðru leyti það að segja að örar breytingar á gengi helstu mynta í viðskiptalöndunum upp á síðkastið skipta þjóðarbúið töluverðu máli. Þar sem viðskipti skráð í Bandaríkjadollar vega mun þyngra í vöruútflutningi en vöruinnflutningi, leiðir lækkun dollarans gagnvart Evrópumyntum og japönsku jeni að öðru jöfnu til lakari viðskiptakjara. A móti þessu vegur hins vegar að erlendar skuldir eru hlutfallslega miklar í dollurum og því léttir gengislækkun dollarans greiðslubyrði erlendra skulda. Mikilvægur hluti viðskiptakjara þjóðarbúsins tengist vaxtagreiðslum vegna erlendra skulda. Á síðasta ári hækkuðu vextir á alþjóðlegum Qármagnsmörkuðum og þar með vaxtakostnaður þjóðarbúsins af þeim skuldum sem bera breytilega vexti. Vegna þess að greiðsla á vöxtum fellur venjulega til með nokkurri tímatöf, komu þessar vaxtahækkanir ekki að fullu fram í fyrra heldur flytjast yfir á þetta ár. Það má því búast við að nokkur hækkun verði á meðalvöxtum af erlendum skuldum á árinu. Þegar öll þessi áhrif hafa verið tekin saman verður niðurstaðan sú að áhrif breyttra viðskiptakjara verði neikvæð á árinu um sem svarar 14% af þjóðarframleiðslu fyrra árs reiknað á föstu verðlagi. Atvinnuvegirnir Hagur sjávarútvegs. Horfur eru á að framleiðsla í íslenskum sjávarútvegi aukist um 3% á milli áranna 1994 og 1995. Nokkur óvissa er um þróun verðs á sjávarafurðum á árinu 1995. Þetta á einkum við um verð á botnfiskafurðum. Sögulega séð er verð á botnfiski lágt um þessar mundir. Mælt í SDR er verðið til dæmis rúmlega 17% lægra en það var að meðaltali á árinu 1991. Ef tekið er tillit til almennrar verðbólgu í markaðslöndunum mælist verðið nú í febrúar 25% lægra en það var að meðaltali á árinu 1991. Aftur á móti er fískur enn tiltölulega dýr miðað við mörg önnur matvæli eins og til dæmis kjúklinga. Þetta kann að vera meginskýringin á því að verð hefur ekki hækkað á botnfiskafurðum þrátt fyrir efnahagslegan uppgang í helstu markaðslöndunum og takmarkað framboð af fiski í heiminum vegna erfiðrar stöðu margra fiskstofna. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að verð á sjávarafurðum hækki lítilsháttár frá því sem það er nú. Þetta samsvarar því að verðið haldi nokkum veginn í við verðbólgu í markaðslöndunum. Þetta er tiltölulega varfærin spá, einkum ef efnahagsuppsveiflan heldur áfram í markaðslöndunum. Nokkur munur er á afkomuhorfum eftir greinum innan sjávarútvegs. Þannig eru líkur á mjög góðri afkomu í rækjuveiðum og -vinnslu, en ef sumar- og haustvertíðir á loðnu ganga ekki betur en í fyrra gæti afkoman í þeirri grein orðið erfið. Miklar vonir eru bundnar við aukinn síldarafla, en rétt er að benda á að mikil óvissa ríkir um sölu á saltsíld á næsta ári eftir að mikilvægustu markaðslöndin, Svíþjóð og Finnland, gengu í Evrópusambandið. Nú liggja fyrir niðurstöður kjarasamninga sem benda til þess að kostnaðarhækkanir innanlands verði tiltölulega litlar og stöðugleikinn haldist. I ljósi þessa og þess sem að firaman greinir um horfur varðandi verð sjávarafurða og framleiðslumagn telur Þjóðhagsstofnun líklegt að afkoma botnfiskveiða verði jákvæð á árinu 1995, nokkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.