Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 25

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 25
magn og almennt sparifé, svonefnt M2, minnkaði um 3,7% sem mun einsdæmi á Islandi. Fyrir liggja bráðabirgðatölur um peningalegan spamað í fyrra. Samkvæmt þeim er áætlað að peningalegur spamaður í heild hafi aukist um 36,9 milljarða króna, sem er 8,5% af landsframleiðslu. Þetta er mikil aukning frá árinu áður en þá nam nýr peningalegur sparnaður 19,5 milljörðum króna, eða 4,7% af landsframleiðslu. Vinnumarkaður Skráð atvinnuleysi var að meðaltali 4,7% af áætluðum mannafla á árinu 1994. Það samsvarar því að um 6.200 manns hafi verið án vinnu að jafnaði allt árið. Þetta er Vi% meira atvinnuleysi en það var árið 1993 en nokkru minna en upphaflegar spár gerðu ráð fyrir. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi virðist hafa náð hámarki um áramótin 1993 og 1994 og heldur hefur dregið úr þvf á seinni hluta ársins 1994. Atvinnuleysi eftir mánuðum Hlutfall af mannafla % Aukið atvinnuleysi síðustu ár hefur bitnað á konum fremur en körlum. Alls voru 6,1% kvenna án vinnu að meðaltali í fyrra. Á sama tíma var atvinnuleysi meðal karla 3,7%. Undanfarin ár hefur atvinnuleysi verið hlutfallslega meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, en þó misjafnt eftir kjördæmum. Á árinu 1994 var hlutfallslegt atvinnuleysi það sama á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, um 4,7%. Hlutfallslegt atvinnuleysi var lægst á Vestfjörðum eða 2,2% en hæst á Norðurlandi vestra, 6,3%. í öðrum kjördæmum var atvinnuleysið á milli 4,5% og 4,9%. Að meðaltali höfðu 26,8% atvinnulausra verið án vinnu samfellt í 6 mánuði eða lengur á árinu 1994. Langtímaatvinnuleysi hefur aukist heldur síðustu tvö ár en það var minna á árinu 1994 en 1990. Gera má ráð fyrir að langtímaatvinnuleysi sé í reynd meira en þessar tölur gefa til kynna, þar sem tímabundin átaksverkefni hafa einkum beinst að þeim sem verið hafa lengst á atvinnuleysisskrá. Af einstökum aldurshópum var atvinnu- leysi mest meðal ungmenna 15 til 24 ára, eða 8,6% að meðaltali á árinu 1994. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.