Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 13

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 13
landbúnaðarvörum, sem að vísu er mjög lítill, jókst um rúm 26% að raungildi, eftir mikinn samdrátt á undanfömum árum. í heild nam aukning annars útflutnings en sjávarafurða, áls og kísiljáms tæpum 24%. Útflutningsframleiðslan í heild jókst um 9,8% en að teknu tilliti til birgðabreytinga og sérstaks útflutnings skipa og flugvéla varð aukningin 13,1%. Þjónustutekjur án vaxta jukust um 2,6% að raungildi á síðasta ári miðað við árið á undan. Tekjur af samgöngum hafa aukist um 3,6% og munar þar mestu um auknar fargjaldatekjur af erlendum ferðamönnum en þær hafa aukist um 12% að raungildi. Fjöldi erlendra ferðamanna á árinu 1994 nam rúmum 179 þúsundum og er það tæp 14% aukning frá árinu áður. Margt bendir til að mikil ijölgun hafi orðið á þeim farþegum sem hafa stutta viðdvöl hér á landi. Flugleiðir hófu á árinu 1993 að bjóða gestum sem biðu eftir tengiflugi í stuttar skoðunarferðir um Reykjanes og þáðu 8.600 farþegar það boð á árinu 1994. Að teknu tilliti til þessa nemur aukning milli áranna 1993 og 1994 á hinum hefðbundnu ferðamönnum 8% í stað 14%. Tekjur af ferða- og dvalarkostnaði jukust um rúm 6% milli ár að raungildi. Heildargjaldeyristekjur af ferðamönnum jukust um 13% á nafnverði milli áranna 1993 og 1994 eða úr tæpum 15 milljörðum í 16,8 milljarða króna. Á föstu verði jukust tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum um 9%. Hlutur ferðaþjónustu í heildarútflutningstekjum nam um 11%. Nettótekjur af vamarliðinu námu 9'A milljarði króna í fyrra sem eru nánast sömu rauntekjur og árið á undan. Samtals jókst því útflutningur vöru og þjónustu um 10% að raungildi á síðasta ári. Árið 1993 jókst útflutningur vöru og þjónustu um 6,4% þannig að á þessum tveimur árum nemur magnaukning útflutnings vöru og þjónustu alls 17,3%. Þessi aukning kemur í kjölfar samdráttar áranna 1991 og 1992 þegar útflutningurinn dróst saman um 7,4% í heild. Viðskiptakjör Verðlag sjávarafurða lækkaði um 2,4% milli áranna 1993 og 1994 mælt í SDR. Á seinni hluta ársins 1993 fór verðlagið lækkandi, stóð síðan í stað framan af árinu 1994 en er á árið leið hækkaði það á ný og var í árslok 5% hærra en í byrjun árs. Mælt í íslenskum krónum hækkaði verðlagið hins vegar um 5,2% milli áranna 1993 og 1994 vegna gengisfellingarinnar á miðju ári 1993. Verð saltfiskafurða hækkaði um 8%, landfrystar afurðir hækkuðu um 7% en á móti vóg 4% lækkun á verði sjófrystra afurða. Mikil umskipti hafa orðið á mörkuðum fyrir ál og kísiljám. Verð á útfluttu áli hækkaði um tæp 15% í íslenskum krónum sem endurspeglar þær miklu hækkanir sem orðið hafa erlendis í kjölfar batnandi efnahagsástands og þeirra samninga sem álframleiðendur hafa gert til að draga úr offramboði á heimsmarkaði. Skráð álverð á stundarmarkaði í London (LME) hækkaði um 75% frá upphafi til loka ársins mælt í dollurum en um tæp 30% milli ára. Hækkunin á heimsmarkaði hefur því ekki að fullu komið fram í útflutningi frá íslandi, enda líður venjulega nokkur tími þar til verð- breytingar á stundarmörkuðum koma að fullu fram í útflutningi. Verðhækkunin á kísiljárni varð ekki eins mikil á árinu, enda hækkaði verð á kísiljámi mjög mikið árið 1993. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.