Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 57
til bankastofnana og lífeyrissjóða að gert verði átak í að skuldbreyta lánum. Ráðgjöf
Húsnæðisstofnunar verður efld.
• Unnið verður að úrbótum í málum fólks í atvinnuleit með virkum aðgerðum á sviði
verkmenntunar og starfsþjálfunar. Á þessu ári verður 15 m.kr. viðbótarframlagi
ráðstafað sérstaklega til þessara mála.
• Ríkisstjómin mun í samráði við aðila vinnumarkaðarins undirbúa aðgerðir sem
takmarki svonefnda gerviverktöku og tryggi réttindi launþega.
• Varið verður 3ja milljóna kr. viðbótarfé í tillögugerð um hvemig megi draga úr
launamun kynjanna.
• Ríkisstjómin mun beita sér fyrir afgreiðslu frumvarps til laga um breytingu á
skattalögum þar sem m.a. er kveðið á um að sannanlega tapað hlutafé í félögum,
sem orðið hafa gjaldþrota, skuli teljast til rekstrargjalda. Sama mun gilda um
hlutafé, sem tapast hefur vegna þess að það hefur verið fært niður í kjölfar
nauðasamninga.
• Athugað verði að skipta ábyrgðasjóði launa þannig að fyrirtæki innan VSÍ og VMS
myndi sérdeild og aðrir vinnuveitendur sérstaka deild.
• Lögum um Atvinnuleysistryggingar verði breytt í því skyni að gera fastráðningu
fiskvinnslufólks mögulega.
Mars
Þann 1. mars gaf félagsmálaráðherra út reglur um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði árið 1995 til átaksverkefna á vegum sveitarfélaga.
Þann 2. mars voru gefin út lög um vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs kemur í
stað framfærsluvísitölu og er útreikningi hennar hagað með sama hætti.
Þann 10. mars hækkaði Seðlabankinn ávöxtun í endurhverfum ríkisvíxlaviðskiptum
um 0,4 prósentustig, í 7,3%, og forvexti reikningskvóta um 0,9 prósentustig, í 6,4%.
Jafnframt ákvað bankastjórn að fella tímabundið niður endurhverf kaup annarra
verðbréfa en ríkisvíxla og lækka úthlutaðan reikningskvóta innlánsstofnana úr 10 í 5
dagmilljarða króna. Þessar breytingar eiga rætur í óróa á gjaldeyrismörkuðum,
lækkun á gengi Bandaríkjadollars og hækkun vaxta hjá seðlabönkum erlendis.
Þann 28. mars var skrifað undir nýjan kjarasamning milli kennarafélaganna og
samninganefndar ríkisins eftir 6 vikna verkfall kennara. Kjaradeilan leystist eftir að
deiluaðilar samþykktu sáttatillögu ríkissáttasemjara. Samningurinn er til ársloka 1996.
Helstu atriði hans eru:
• launatafla hækkar í tvígang um 3,1% og 3%
• breytingar eru gerða á starfsaldursákvæðum og röðun í launaflokka
• kennsluskylda er lækkuð
• kennsludögum er fjölgað meðal annars með fækkun starfsdaga
55