Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 38

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 38
Áætlað er að heildartekjur ríkissjóðs verði 112 milljarðar króna og heildarútgjöldin 119,5 milljarðar króna. Þá er gert ráð fyrir að kröfu- og hlutafjáreign ríkissjóðs aukist um 2 milljarða króna, þannig að hrein lánsljárþörf verði um 9,5 milljarðar króna. Frá því fjárlög voru samþykkt hefur hins vegar ýmislegt breyst sem bæði hefur áhrif á tekju- og gjaldahlið þeirra. Þannig hafa verið gerðar tilslakanir í ríkisfjármálum til að greiða fyrir kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, sem hafa bæði í för með sér aukin útgjöld og lækkun tekna. Til viðbótar þessu koma aukin útgjöld vegna nýlegra kjarasamninga við kennara og nýrra útgjaldaákvarðana í aðdraganda kosninga. Á móti vegur að nú er útlit fyrir betri efnahagshorfur en áður var reiknað með, sem skila ættu ríkissjóði allt að 3 milljarða króna tekjuauka. Að öllu samanlögðu fela þessar breytingar í sér að tekjuhalli ríkissjóðs verði 14-1 milljarði króna meiri en Qárlög kveða á um. Þótt hallinn á ríkissjóði sé ekki talinn aukast mikið á milli áranna 1994 og 1995 er aukningin áhyggjuefni því í raun ætti hallinn að fara minnkandi vegna aukinna umsvifa í þjóðarbúskapnum. Aukin umsvif frá því sem reiknað var með við gerð Ijárlaga eru talin skila ríkissjóði um 3 milljörðum króna á árinu 1995. Að öðru jöfnu ætti þessi tekjuauki að koma að verulegu leyti fram í bættri afkomu ríkissjóðs, en í staðinn eru nú horfur á að afkoma hans verði ívið lakari en í fyrra. Fjárhagur sveitar- félaganna í heild verður áfram erfiður á árinu 1995, en þó er gert ráð fyrir að aðhaldsamari ljárhagsáætlanir og auknar tekjur í ljósi betri efnahagshorfa dragi nokkuð úr tekjuhalla þeirra. Áætlanir benda til að tekjuhallinn gæti orðið um 12% af tekjum eða sem svarar til 0,9% af landsframleiðslu. Heildarskuldir hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, fara að líkindum yfir 245 milljarða króna áárinu 1995 og verða þá um 53,5% af Iandsframleiðslu sem er lítið eitt hærra hlutfall en á síðasta ári. Þá er reiknað með að hreinar skuldir þess verði um 156 milljarðar króna eða um 34% af landsframleiðslu. Erlend lán eru ríflega helmingur heildarskulda hins opinbera. í lánsfjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hrein lánsQárþörf opinberra aðila verði áfram tiltölulega lág í sögulegu samhengi eins og á síðasta ári og verði um 15 milljarðar króna eða 3,1% af landsframleiðslu. Áfram eru það A-hluti ríkissjóðs og opinbera húsnæðislánakerfið sem draga til sín mest lánsfé. Ríkisfyrirtæki óg opinberir ijárfestingarlánasjóðir eru hins vegar með umtalsverðar afborganir umfram lántökur. Tekjuhalli og skuldasöfnun hafa verið viðvarandi vandamál hér á landi eins og víða í iðnríkjum OECD. Margar þjóðir beita nú aðhaldsömum aðgerðum til að ná jafnvægi í búskap hins opinbera. Á árinu 1995 er áætlað að tekjuhalli hins opinbera í OECD- ríkjunum verði 3,3% af landsframleiðslu að meðaltali og hefur tekjuhallinn þá lækkað um 0,9 prósentustig frá árinu 1993 þegar hann náði hámarki og varð 4,2% af landsframleiðslu að meðaltali. Sömu sögu er að segja af þróuninni hér á landi, því hámarki náði tekjuhalli hins opinbera hér árið 1993 og mældist 4,5% af lands- framleiðslu en mun verða 3,4% af landsframleiðslu eða ívið lægra hlutfall en meðaltal OECD-ríkjanna gangi áætlanir ársins 1995 eftir. Á Norðurlöndunum er áætlað að tekjuhalli ársins 1995 verði 4,7% af landsframleiðslu að meðaltali og hefur hann þá lækkað úr 6,9% af landsframleiðslu árið 1993. 36 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.