Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 20

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 20
meðal annars byggt á gögnum frá Seðlabankanum um raunvexti atvinnurekstrarins 1991-1993 en áætlunum Þjóðhagsstofnunar eftir það. Niðurstöður þessara útreikninga eru sýndar í töflu sem fylgir hér með. Hún nær að heita má til alls atvinnurekstrar annars en hins opinbera og peningastofnana. Vert er að leggja áherslu á að hér er um að ræða afar lauslegt mat. Af töflunni má þó ráða að hagur atvinnurekstrarins hefur stöðugt vænkast frá árinu 1991 en það ár nam hagnaður um !4% af tekjum eða um 3,3 milljörðum króna. Á árunum 1992 og 1993 var hagnaðurinn áætlaður 1-1 !4% en á liðnu ári er hann talinn hafí orðið um 3% af tekjum eða um 21 milljarður króna. Rétt er að geta þess að við þessa útreikninga á afkomu atvinnurekstrarins er íjármagnskostnaður reiknaður á annan hátt en almennt er gert í bókhaldi fyrirtækja. Misvægi á innlendum verðbreytingum og gengisbreytingum sem kemur fram í bókhaldi fyrirtækjanna mælist ekki í þessum útreikningum því hér hafa áætlaðir raunvextir verið færðir til gjalda. Þessi munur á aðferðum veldur því að afkoma áranna 1992 og 1993 er betri hér en í ársreikningaskýrslu fyrir árin 1992 og 1993 sem áður var vitnað til. Svipuðu máli gegnir um samanburð á afkomubatanum milli áranna 1993 og 1994. Heildartölumar benda til þess að afkoman hafí batnað um 114-2 prósentustig en úrtak þeirra 43 íyrirtækja sem áður var vitnað til bendir til nokkru meiri bata. Að líkindum er skýringanna að leita í ólíkri gjaldfærslu á {jármagnskostnaði en einnig kann afkoma úrtaksfyrirtækjanna að hafa batnað meira en heildarinnar. Fjármál hins opinbera Hér á landi eins og víða í öðrum OECD ríkja hefúr hallarekstur og skuldasöfnun hins opinbera verið viðvarandi vandamál síðari árin. Sú fjármálastefna hefur þrengt að lánsQármarkaðnum og leitt til hærri vaxta en ella. Þetta hefur dregið úr fjárfestingu í atvinnurekstri og þannig dregið úr hagvexti. Á árinu 1994 er áætlað að tekjuhalli hins opinbera hafí numið rúmum 17 milljörðum króna eða sem svarar til 3,9% af landsframleiðslu. Þetta er nokkru hagstæðari niðurstaða en árið á undan er tekjuhallinn mældist 4,5% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuhalli OECD-ríkjanna 3,8% að meðaltali árið 1994 og 4,2% árið 1993. Yfirlit um fjármál hins opinbera 1992-1994 í milljörðum króna Hlutfall af VLF 1992 1993 19949 1992 1993 1994 Heildartekjur..................... 150,3 147,5 154,5 37,8 35,8 35,6 1. Skatttekjur................. 138,8 136,6 142,7 34,9 33,1 32,9 2. Aðrartekjur.................. 11,5 10,9 11,7 2,9 2,7 2,7 Heildarútgjöld.................... 161,5 166,0 171,5 40,6 40,3 39,6 3. Samneysla.................... 80,4 84,8 87,4 20,2 20,6 20,2 - þar af afskriftir........... 2,5 2,6 2,7 0,6 0,6 0,6 4. Önnurútgjöld ................ 83,6 83,8 86,8 21,0 20,3 20,0 Tekjuafgangur..................... -11,2 -18,4 -17,1 -2,8 -4,5 -3,9 1) Bráðabirgðatölur. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.