Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 37
halli verði á vinnslu botnfisks og að í heild verði afkoma veiða og vinnslu botnfisks
nokkum veginn í jámum. Að meðtöldum veiðum og vinnslu rækju og loðnu er talið að
sjávarútvegsfyrirtækin munu skila nokkrum hagnaði á þessu ári og að afkoman verði
ekki síðri en hún var á árinu 1994.
Aðrar atvinnugreinar. I kaflanum um framvinduna 1994 hér að framan var stuttlega
lýst afkomu atvinnuveganna í heild undanfarin ár. Með líkum hætti og þar er gert má fá
Iauslega hugmynd um afkomuna á árinu 1995. Sé byggt á forsendum þjóðhagsspár er
þess að vænta að hagur atvinnuveganna vænkist nokkuð frá fyrra ári. Lauslegar áætlanir
benda til þess að þegar á heildina er litið megi búast við um 27 milljarða króna hagnaði
af atvinnurekstrinum í heild en til samanburðar var hagnaðurinn áætlaður röskur 21
milljarður á liðnu ári. Batann í afkomu má öðru fremur rekja til þess að reiknað er með
nokkurri framleiðniaukningu hjá fyrirtækjunum og auk þess er reiknað með að
fjármagnskostnaður minnki nokkuð vegna niðurgreiðslu skulda.
Fjármál hins opinbera og peningamál
Tekjuhalli hins opinbera á árinu 1995 er áætlaður um 15'/2 milljarður króna á
rekstrargrunni, eða sem svarar til 3,4% af Iandsframleiðslu, borið saman við rúmlega
17 milljarða króna halla í fyrra. Reiknað er með að tekjur hins opinbera verði um 161
milljarður króna eða rúmlega 35% af landsframleiðslu, þar af rennur fimmtungur
teknanna til sveitarfélaga. Aætlað er að beinir skattar hins opinbera verði um 66
milljarðar króna og óbeinir skattar um 83 milljarðar króna. í heild er áætlað að
skatttekjumar aukist um nálægt 1% að raungildi milli ára. Heildarútgjöld hins opinbera
munu hins vegar dragast saman um 1% að raungildi og verða um 177 milljarðar króna
eða um 38,5% af landsframleiðslu. Samneyslan er þó talin aukast um 4'A milljarð
króna milli ára í krónum talið eða um 2% að raungildi.
Yfirlit um fjármál hins opinbera 1994-1995
1 milljörðum króna
Brb. Áætlun Hlutfall af VLF
1994 1995 1994 1993
Heildartekjur............................ 154,5 161,1 35,6 35,1
1. Skatttekjur......................... 142,7 148,9 32,9 32,4
2. Aðrartekjur.......................... 11,7 12,2 2,7 2,7
Heildarútgjöld........................... 171,5 176,7 39,6 38,5
3. Samneysla............................ 87,4 92,0 20,2 20,0
- þar af afskriftir................... 2,7 2,8 0,6 0,6
4. Önnurútgjöld ........................ 86,8 87,5 20,0 19,1
Tekjuafgangur............................ -17,1 -15,6 -3,9 -3,4
Á ijárlögum A-hluta ríkissjóðs fyrir þetta ár, sem eru á greiðslugrunni, er gert ráð
fyrir að tekjuhallinn verði um 7,5 milljarðar króna eða svipaður og á síðasta ári.
35