Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 41

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 41
Niðurstöður úr atvinnukönnunum Þjóðhagsstofnunar, þar sem forsvarsmenn fyrirtækja eru beðnir að meta stöðuna á vinnumarkaðnum, sýna ótvíræð batamerki. Könnunin er gerð þrisvar á ári, í janúar, apríl og september. Þannig var vilji stjómenda til fækkunar starfsfólks helmingi minni í janúar síðastliðnum en á sama tíma í fyrra. Atvinnuástand er jafnan lakast á þessum árstíma og vilji til fækkunar starfsfólks hefur verið ríkjandi meðal stjómenda í janúar um nokkurt skeið. I september síðastliðnum töldu stjómendur hins vegar ekki þörf á breytingum í starfsmannahaldi, en fyrir þann tíma vildu þeir fækka starfsfólki í öllum könnunum frá því í september 1991. Tekjur, verðlag og kaupmáttur í spá sinni um verðlag og kaupgjald í aðildarríkjum sínum hefur OECD gert ráð fyrir að laun hækki um 3,4% á þessu ári og um 4% á næsta ári. Launakostnaður á framleidda einingu er talinn aukast um 1,6% í ár og 2,2% á því næsta, en í þessu felst að framleiðni vinnuafls aukist um 1,8%. Verðbólguspá stofnunarinnar hljóðar upp á 2,3% á þessu ári og 2,6% á því næsta, sem boðar að kaupmáttur launa í OECD ríkjunum gæti aukist um 1,1% á þessu ári og 1,4% á því næsta. í Tyrklandi ríkir enn óðaverðbólga, sem nam 118% í fyrra og er það land undanskilið þegar meðaltalsverðbólga OECD ríkjanna er metin. Verðlagsmarkmið ríkisstjórnarinnar hefur verið byggt á að halda verðbólgunni innan við meðaltal í öðrum OECD ríkjum og hefur þetta markmið verið haft að leiðarljósi við gerð kjarasamninga nú í vetur. Áætlaðar Iaunahækkanir í einkageira OECD ríkja, % frá fyrra ári 1993 1994 Áætlanir og spár 1995 1996 Bandaríkin 3,7 3,3 4,1 5,0 Japan 0,8 2,5 2,3 2,7 Þýskaland 4,5 2,9 2,2 3,4 Bretland 4,7 3,9 4,1 4,7 Sjö stærstu iðnríkin, samtals 3,2 3,0 3,3 4,0 Danmörk 2,8 3,6 3,6 4,1 Finnland 3,1 3,3 2,7 3,3 Noregur E0 3,1 3,1 3,4 Svíþjóð 7,4 4,3 3,7 3,5 Evrópuríki OECD 4,4 3,3 3,1 3,6 OECD í heild 3,7 3,3 3,4 4,0 Kjarasamningar nær allra launþega voru lausir um síðustu áramót. Kjarasamningar tókust milli landssambanda er standa að ASÍ og vinnuveitenda þann 21. febrúar síðastliðinn. Samningamir gilda til loka árs 1996, en eru þó uppsegjanlegir með mánaðarfyrirvara frá 1. janúar 1996 ef marktæk frávik frá samningsforsendum koma í ljós. Helstu ákvæði samingsins eru: 39

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.