Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 27

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 27
janúar 1994. Lækkunin er talin hafa leitt til um 1% lækkunar vísitölu neysluverðs og kostað ríkissjóð rúma 3 milljarða króna á síðasta ári. Vísitala byggingarkostnaðar sýnir sem vænta má nokkru meiri hækkun en framfærsluvísitalan og mælist hækkun hennar 214% milli ársmeðaltala. Lánskjara- vísitala er samsett vísitala og bera vísitölur framfærslu, byggingar og launa þar jafnt vægi. Meðalhækkun lánskjaravísitölu firá 1993 til 1994 var 1,8%. Launavísitölu Hagstofu Islands er ætlað að sýna breytingu dagvinnulauna launþega, þó ekki sjómanna. Meðalhækkun hennar frá 1993 til 1994 var 1,2%. í ljós kemur að launahækkun reynist minni á almenna vinnumarkaðnum, 0,9% en hjá opinberum starfs- mönnum og bankamönnum, 1,8%. Samkvæmt þessu minnkaði kaupmáttur launa miðað við framfærsluvísitölu óverulega eða um 0,3%. Kaupmáttur fór hins vegar vaxandi innan ársins og frá desember 1993 til jafnlengdar í fyrra jókst kaupmáttur dagvinnu- launa um 0,9%. Kaupmáttur í fyrra var 3,7% lakari en hann var árið 1990. Vísbendingar eru um að vinnutími hafi að mestu staðið í stað á almennum vinnumarkaði en svo virðist sem úr efitirvinnu hafí dregið hjá ríkinu. Heildarlaun á starfandi mann hafa því breyst í hátt við dagvinnulaunin. Samkvæmt Kjararannsóknarnefnd má ætla að meðalmánaðarlaun landverkafólks innan ASÍ hafí verið um 112 þúsund krónur (miðað er við laun í 2. ársfjórðungi) að meðaltali í fyrra og um 111,8 þúsund krónur árið 1993. Með sama hætti má ráða af tölum frá Kjararannsóknamefnd opinberra starfsmanna, KOS, að meðallaun opinberra starfsmanna hafi verið um 134 þúsund krónur 1994 (miðað er við laun í 2. ársfjórðungi) og um 128 þúsund krónur árið á undan. Ráðstöfunartekjur hjóna þar sem hið tekjuhærra hefði hafit þessi laun en hið tekjulægra 2/3 þessara launa eru sýnd í töflu sem fylgir hér með. Tekið er dæmi af hjónum með tvö böm, annað yngra en 7 ára, og 250 þúsund krónur í vaxtagjöld og loks er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi ekki aðrar tekjur en laun. ASÍ Opinberir starfsmenn 1993 1994 1993 1994 Launatekjur.......................... 186,400 186,700 213,400 223,400 Beinir skattar........................ 29,535 30,260 40,700 45,600 Bamabætur.............................. 8,230 8,315 5,750 5,550 Vaxtabætur............................. 9,650 7,550 8,035 5,350 Ráðstöfunartekjur.................... 174,745 172,305 188,100 188,700 Skattbyrði............................. 15,8% 16,2% 19,1% 20,4% Skattbyrði m.t.t. bóta.................. 6,3% 7,7% 12,6% 15,5% Jaðarskatthlutfall..................... 60,3% 60,8% 53,3% 47,8% Breyting launatekna................ 0,2% 4,7% Breyting ráðstöfúnartekna.......... -1,4% 0,3% Hækkun skatthlutfalls úr 41,34% í 41,84% veldur því að skattbyrði beinna skatta hækkar lítillega. Meiru munar þó um þrengingu reglna um vaxtabætur. Lækkun jaðar- skatthlutfalls í tilviki opinbera starfsmannsins stafar af því að síðara árið á sú fjölskylda ekki lengur kost á bamabótaauka sem er tekjutengdur. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.