Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 17

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 17
Reikningar fyrirtækjanna fyrir árið 1993 sýna að hagnaður af rækjuvinnslu hafí numið 10% af tekjum. Frá þeim tíma hafa aðstæður rækjuvinnslunnar batnað. Á síðari hluta ársins 1994 hækkaði verð á pillaðri rækju mjög hratt vegna samdráttar í framboði af ræktaðri hlýsjávarrækju. Á næstu árum þar á undan lækkaði verðið mikið. Mælt í SDR reyndist verðið á árinu 1994 vera 3,6% hærra en það var á árinu 1993, en í desember 1994 var verðið 27,4% hærra en það var að meðaltali á árinu 1993. Veiðar á rækju hafa einnig gengið mjög vel og framleiðslan hefur aukist mikið. Þótt nokkur óvissa sé um þróun hráefnisverðs þá má áætla að afkoma rækjuvinnslu hafí batnað frá því sem var á árinu 1993 og sé mjög góð um þessar mundir. Þetta eru mikil umskipti frá því sem var fyrir 4-5 árum þegar mjög mikið tap var af rækjuvinnslunni og fjöldi fyrirtækja í greininni varð gjaldþrota. Þróun á verði skelrækju hefur ekki verið jafn hagstæð og á verði pillaðrar rækju, en mælt í SDR var verðið 5,9% lægra á árinu 1994 en árið áður. Á síðari hluta ársins 1994 hækkaði verðið nokkuð. I ljósi þess að aflabrögð hafa verið mjög góð og að einhverjar hækkanir hafa orðið á verði rækju til vinnslu þá má ætla að afkoma rækjuveiða sé nokkuð góð. Nokkur hagnaður var af loðnuveiðum og -bræðslu á árinu 1993. Á árinu 1994 minnkaði aflinn um tæp 200 þúsund tonn en verð á mjöli og lýsi breyttist lítið á milli áranna 1993 og 1994. Ætla má að afkoma greinarinnar hafí versnað nokkuð á milli áranna. Lítilsháttar hagnaður var af síldarsöltun á árinu 1993 eftir tap mörg ár þar á undan. Þó nokkur aukning var í framleiðslu saltsíldar og verðið hækkaði lítilsháttar svo reikna má með að nokkur hagnaður hafí verið af þessari starfsemi á árinu 1994. Mælt í SDR hækkaði verð á hörpudiski um 13,4% á milli áranna 1993 og 1994. Afkoma greinarinnar ætti því að vera þokkaleg þrátt fýrir nokkra minnkun afla. Verð á humri hélt aftur á móti áfram að lækka og lækkaði um 8,6% á milli áranna 1993 og 1994 mælt í SDR. Frá árinu 1991 hefur verð á humri Iækkað um 34% mælt í SDR. Afikoman í þessari grein hefur því versnað nokkuð á undanfomum árum. Atvinnuvegirnir í heild. Þjóðhagsstofnun hefur nýlega gefíð út ársreikningaskýrslu er tekur til reikninga áranna 1992-1993. Þar eru dregnir saman ársreikningar 1.253 fyrirtækja fyrir árið 1993. Hagnaður af reglulegri starfsemi hjá þessum fyrirtækjum var á sléttu á árinu 1993 en árið áður var 1% tap sem hlutfall af tekjum. Framreikningur þessa efnis frá 1993 til 1994 hefur ekki verið gerður fyrir aðrar atvinnugreinar en sjávarútveg, en afkomu hans er lýst hér að framan. Enn sem komið er liggja ekki fyrir aðrar heimildir um einstakar atvinnugreinar á liðnu ári en veltutölur samkvæmt skýrslum um virðisaukaskatt. Samkvæmt þeim hafa umsvif, umfram almennar verðbreytingar, aukist nokkuð í flestum greinum. I almennum iðnaði, öðrum en fískiðnaði og stóriðju, má ætla að aukningin hafí orðið rösk 3% en um 1% samdráttur varð í smásöluverslun. Aftur á móti varð um 214% aukning í verslun að meðtalinni heildverslun. I þjónustugreinum varð aukningin ívið meiri. I landbúnaði er reiknað með að framleiðslan á árinu 1994 hafí orðið 214% meiri en hún var á árinu 1993. í byggingastarfsemi er reiknað með 3-4% samdrætti milli áranna, 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.