Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 22
Félagsleg þjónusta er stærsti útgjaldaliður hins opinbera, þrem fimmtu hlutum
heildarútgjaldanna, rúmlega 105 milljörðum króna, er ráðstafað í þágu hennar. Þyngst
vega þar heilbrigðismál, fræðslumál og almannatryggingar og velferðarmál, en til þessa
málaflokka fer rúmlega helmingur útgjalda hins opinbera. Um 30 milljarðar króna fara
til atvinnumála, en þar eru samgöngu- og landbúnaðarmál langfyrirferðarmest. Til
almennrar stjórnsýslu, réttar- og öryggismála er ráðstafað um 1414 milljarði króna. Við
bætist svo vaxtakostnaður, afskriftir og ýmis önnur opinber þjónusta. Útgjöld til
félagsmála hafa aukist örast undanfarin ár. Útgjöld til atvinnumála hafa hins vegar
dregist verulega saman og munar þar mestu um minnkandi framlög til landbúnaðar-
mála.
Skuldir hins opinbera 1992-1994
I milljörðum króna Hlutfall af VLF
1992 1993 1994') 1992 1993 1994
Skuldir hins opinbera............... 172,9 205,3 230,8 43,5 49,9 53,3
Innlendar skuldir................. 82,8 99,6 107,4 20,8 24,2 24,8
Erlendar skuldir.................. 90,1 105,7 123,4 22,7 25,7 28,5
1) Bráðabirgðatölur.
Skuldir hins opinbera hafa vaxið hröðum skrefúm. í árslok 1994 er talið að þær hafí
numið 231 milljarði króna eða 53,3% af landsframleiðslu. Þá eru hvorki lífeyris-
skuldbindingar ríkissjóðs né sveitarfélaga taldar með. Af skuldum hins opinbera eru
ríflega 53% af erlendum toga. Til samanburðar mældust skuldir hins opinbera í OECD-
ríkjunum að meðaltali um 70% af landsframleiðslu 1994. Skuldir hins opinbera hafa
hins vegar aukist mun hraðar hér á landi en í OECD-ríkjunum undanfarin ár. Þannig óx
umrætt hlutfall á íslandi um 50% á árunum 1990-1993 en um rúmlega 20% í
aðildarríkjum OECD. Jafnframt er hlutfall erlendra skulda hins opinbera hærra hér á
landi en víðast hvar annars staðar.
Hrein lánsfjárþörf opinberra aðila 1993-1994
1 milljörðum króna: Útkoma 1993 Lánsfjár- áætlun 1994 Útkoma 1994 Frávik 1994
Hrein lánsljárþörf, alls 23,2 22,8 15,0 -7,8
- Ríkissjóður A-hluti 12,1 11,9 14,7 2,8
- Húsnæðiskerfið 13,0 12,5 8,4 -4,1
- Aðrir opinberir aðilar -1,9 -1,6 -8,1 -6,5
Hrein lánsfjárþörf % af VLF 5,6 5,3 3,5 -1,8
Aukning peningalegs spamaðar 19,5 34,9 36,9 2,0
Hrein lánsQárþörf opinberra aðila reyndist vera um 15 milljarðar króna á árinu 1994
eða tæplega 8 milljörðum króna undir áætlun. Sú Ijárhæð svarar til 314% af
landsframleiðslu samanborið við 5,6% árið áður og enn hærra hlutfall næstu árin þar á
undan. Lánsfjárþörfín var öll hjá A-hluta ríkissjóðs og opinbera húsnæðislánakerfínu,
20
i