Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 10

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Blaðsíða 10
dró nokkuð úr halla á rekstri hins opinbera en vaxandi halli næstu árin á undan var mikið áhyggjuefni. Þá var viðunandi jafnvægi í viðskiptum helstu iðnríkja. Þann skugga bar hins vegar á þessa hagstæðu mynd að atvinnuleysi jókst í Evrópu en á móti minnkaði það í Bandaríkjunum. í OECD í heild stóð atvinnuleysið því í stað. Horfumar fyrir árið 1995 og áfram mótast af þessari hagstæðu framvindu á síðastliðnu ári. Talið er að nýtt hagvaxtarskeið sé byrjað og spár alþjóðaefnahags- stofnana gera ráð fyrir að það iifi öldina. Spáð er að hagvöxtur í aðildarríkjum OECD verði að meðaltali um 3% á þessu ári og að hann verði svipaður áfram næstu árin á efitir. Jafnframt er reiknað með að stöðugleiki ríki áfram á verðlagssviðinu, þótt búist sé við að verðbólga aukist lítillega. Þessar aðstæður fela í sér forsendur til þess að atvinnuleysi minnki smám saman á næstu árum. Horfur í þróunarríkjunum eru einnig fremur uppörvandi. Áfram er búist við örum hagvexti í Asíu og víða annars staðar hafa birst merki um batnandi hag. í Suður- Ameríku eru horfur óljósari efitir Qármálakreppuna í Mexíkó. Þeim ríkjum í Austur- Evrópu sem búa við hagvöxt fer ljölgandi en miklir erfíðleikar eru þó enn í mörgum þeirra. Þótt hér sé dregin upp björt mynd af efnahagshorfunum ríkir óvissa um nokkur atriði sem geta skyggt á þessa mynd þegar fram í sækir. I því sambandi má benda á tvennt. Annars vegar hefur verið mikið umrót á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum að undanförnu. Þannig hefur gengi Bandaríkjadollars og fleiri gjaldmiðla hækkað stórlega gagnvart jeni og þýsku marki og tengdum gjaldmiðlum. Þótt almennt sé talið að þetta umrót veiki ekki að marki hagvaxtarhorfur í iðnríkjunum getur dregið til þess ef framhald verður á því. Hins vegar hafa raunvextir af Qárskuldbindingum til langs tíma verið tiltölulega háir að undanförnu, sérstaklega í þeim löndum þar sem miklir erfíðleikar steðja að í ríkisfjármálum. Ef raunvextirnir haldast áfram jafnháir er hætt við að afitur dragi úr ijárfestingu atvinnuvega og jafnframt getur einkaneysla orðið minni en spáð er. I þessu ljósi er mikilvægt að við hagstjóm á næstu misserum verði þrjú atriði einkum höfð að leiðarljósi. I fyrsta lagi að koma í veg fyrir að verðbólga færðist í aukana á ný og jafnvægisleysi myndist í íjármálum eins og á níunda áratugnum. I öðru lagi að treysta stöðu opinberra íjármála og í þriðja lagi að stuðla að skilvirkari vinnumarkaði, einkum í Evrópu, með það fyrir augum að draga hraðar úr atvinnuleysi á næstu árum en spár gera ráð fyrir. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.