Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 13
landbúnaðarvörum, sem að vísu er mjög lítill, jókst um rúm 26% að raungildi, eftir
mikinn samdrátt á undanfömum árum. í heild nam aukning annars útflutnings en
sjávarafurða, áls og kísiljáms tæpum 24%.
Útflutningsframleiðslan í heild jókst um 9,8% en að teknu tilliti til birgðabreytinga
og sérstaks útflutnings skipa og flugvéla varð aukningin 13,1%.
Þjónustutekjur án vaxta jukust um 2,6% að raungildi á síðasta ári miðað við árið á
undan. Tekjur af samgöngum hafa aukist um 3,6% og munar þar mestu um auknar
fargjaldatekjur af erlendum ferðamönnum en þær hafa aukist um 12% að raungildi.
Fjöldi erlendra ferðamanna á árinu 1994 nam rúmum 179 þúsundum og er það tæp 14%
aukning frá árinu áður. Margt bendir til að mikil ijölgun hafi orðið á þeim farþegum
sem hafa stutta viðdvöl hér á landi. Flugleiðir hófu á árinu 1993 að bjóða gestum sem
biðu eftir tengiflugi í stuttar skoðunarferðir um Reykjanes og þáðu 8.600 farþegar það
boð á árinu 1994. Að teknu tilliti til þessa nemur aukning milli áranna 1993 og 1994 á
hinum hefðbundnu ferðamönnum 8% í stað 14%. Tekjur af ferða- og dvalarkostnaði
jukust um rúm 6% milli ár að raungildi. Heildargjaldeyristekjur af ferðamönnum jukust
um 13% á nafnverði milli áranna 1993 og 1994 eða úr tæpum 15 milljörðum í 16,8
milljarða króna. Á föstu verði jukust tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum um
9%. Hlutur ferðaþjónustu í heildarútflutningstekjum nam um 11%.
Nettótekjur af vamarliðinu námu 9'A milljarði króna í fyrra sem eru nánast sömu
rauntekjur og árið á undan. Samtals jókst því útflutningur vöru og þjónustu um 10% að
raungildi á síðasta ári. Árið 1993 jókst útflutningur vöru og þjónustu um 6,4% þannig
að á þessum tveimur árum nemur magnaukning útflutnings vöru og þjónustu alls
17,3%. Þessi aukning kemur í kjölfar samdráttar áranna 1991 og 1992 þegar
útflutningurinn dróst saman um 7,4% í heild.
Viðskiptakjör
Verðlag sjávarafurða lækkaði um 2,4% milli áranna 1993 og 1994 mælt í SDR. Á
seinni hluta ársins 1993 fór verðlagið lækkandi, stóð síðan í stað framan af árinu 1994
en er á árið leið hækkaði það á ný og var í árslok 5% hærra en í byrjun árs. Mælt í
íslenskum krónum hækkaði verðlagið hins vegar um 5,2% milli áranna 1993 og 1994
vegna gengisfellingarinnar á miðju ári 1993. Verð saltfiskafurða hækkaði um 8%,
landfrystar afurðir hækkuðu um 7% en á móti vóg 4% lækkun á verði sjófrystra afurða.
Mikil umskipti hafa orðið á mörkuðum fyrir ál og kísiljám. Verð á útfluttu áli
hækkaði um tæp 15% í íslenskum krónum sem endurspeglar þær miklu hækkanir sem
orðið hafa erlendis í kjölfar batnandi efnahagsástands og þeirra samninga sem
álframleiðendur hafa gert til að draga úr offramboði á heimsmarkaði. Skráð álverð á
stundarmarkaði í London (LME) hækkaði um 75% frá upphafi til loka ársins mælt í
dollurum en um tæp 30% milli ára. Hækkunin á heimsmarkaði hefur því ekki að fullu
komið fram í útflutningi frá íslandi, enda líður venjulega nokkur tími þar til verð-
breytingar á stundarmörkuðum koma að fullu fram í útflutningi. Verðhækkunin á
kísiljárni varð ekki eins mikil á árinu, enda hækkaði verð á kísiljámi mjög mikið árið
1993.
11