Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 25

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 25
magn og almennt sparifé, svonefnt M2, minnkaði um 3,7% sem mun einsdæmi á Islandi. Fyrir liggja bráðabirgðatölur um peningalegan spamað í fyrra. Samkvæmt þeim er áætlað að peningalegur spamaður í heild hafi aukist um 36,9 milljarða króna, sem er 8,5% af landsframleiðslu. Þetta er mikil aukning frá árinu áður en þá nam nýr peningalegur sparnaður 19,5 milljörðum króna, eða 4,7% af landsframleiðslu. Vinnumarkaður Skráð atvinnuleysi var að meðaltali 4,7% af áætluðum mannafla á árinu 1994. Það samsvarar því að um 6.200 manns hafi verið án vinnu að jafnaði allt árið. Þetta er Vi% meira atvinnuleysi en það var árið 1993 en nokkru minna en upphaflegar spár gerðu ráð fyrir. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi virðist hafa náð hámarki um áramótin 1993 og 1994 og heldur hefur dregið úr þvf á seinni hluta ársins 1994. Atvinnuleysi eftir mánuðum Hlutfall af mannafla % Aukið atvinnuleysi síðustu ár hefur bitnað á konum fremur en körlum. Alls voru 6,1% kvenna án vinnu að meðaltali í fyrra. Á sama tíma var atvinnuleysi meðal karla 3,7%. Undanfarin ár hefur atvinnuleysi verið hlutfallslega meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, en þó misjafnt eftir kjördæmum. Á árinu 1994 var hlutfallslegt atvinnuleysi það sama á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, um 4,7%. Hlutfallslegt atvinnuleysi var lægst á Vestfjörðum eða 2,2% en hæst á Norðurlandi vestra, 6,3%. í öðrum kjördæmum var atvinnuleysið á milli 4,5% og 4,9%. Að meðaltali höfðu 26,8% atvinnulausra verið án vinnu samfellt í 6 mánuði eða lengur á árinu 1994. Langtímaatvinnuleysi hefur aukist heldur síðustu tvö ár en það var minna á árinu 1994 en 1990. Gera má ráð fyrir að langtímaatvinnuleysi sé í reynd meira en þessar tölur gefa til kynna, þar sem tímabundin átaksverkefni hafa einkum beinst að þeim sem verið hafa lengst á atvinnuleysisskrá. Af einstökum aldurshópum var atvinnu- leysi mest meðal ungmenna 15 til 24 ára, eða 8,6% að meðaltali á árinu 1994. 23

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.