Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 36

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Side 36
haldist áfram hagstætt, en verð á kísiljárni hækkaði mikið árið 1993 og hefur haldist hátt síðan. Um viðskiptakjör þjóðarbúsins er að öðru leyti það að segja að örar breytingar á gengi helstu mynta í viðskiptalöndunum upp á síðkastið skipta þjóðarbúið töluverðu máli. Þar sem viðskipti skráð í Bandaríkjadollar vega mun þyngra í vöruútflutningi en vöruinnflutningi, leiðir lækkun dollarans gagnvart Evrópumyntum og japönsku jeni að öðru jöfnu til lakari viðskiptakjara. A móti þessu vegur hins vegar að erlendar skuldir eru hlutfallslega miklar í dollurum og því léttir gengislækkun dollarans greiðslubyrði erlendra skulda. Mikilvægur hluti viðskiptakjara þjóðarbúsins tengist vaxtagreiðslum vegna erlendra skulda. Á síðasta ári hækkuðu vextir á alþjóðlegum Qármagnsmörkuðum og þar með vaxtakostnaður þjóðarbúsins af þeim skuldum sem bera breytilega vexti. Vegna þess að greiðsla á vöxtum fellur venjulega til með nokkurri tímatöf, komu þessar vaxtahækkanir ekki að fullu fram í fyrra heldur flytjast yfir á þetta ár. Það má því búast við að nokkur hækkun verði á meðalvöxtum af erlendum skuldum á árinu. Þegar öll þessi áhrif hafa verið tekin saman verður niðurstaðan sú að áhrif breyttra viðskiptakjara verði neikvæð á árinu um sem svarar 14% af þjóðarframleiðslu fyrra árs reiknað á föstu verðlagi. Atvinnuvegirnir Hagur sjávarútvegs. Horfur eru á að framleiðsla í íslenskum sjávarútvegi aukist um 3% á milli áranna 1994 og 1995. Nokkur óvissa er um þróun verðs á sjávarafurðum á árinu 1995. Þetta á einkum við um verð á botnfiskafurðum. Sögulega séð er verð á botnfiski lágt um þessar mundir. Mælt í SDR er verðið til dæmis rúmlega 17% lægra en það var að meðaltali á árinu 1991. Ef tekið er tillit til almennrar verðbólgu í markaðslöndunum mælist verðið nú í febrúar 25% lægra en það var að meðaltali á árinu 1991. Aftur á móti er fískur enn tiltölulega dýr miðað við mörg önnur matvæli eins og til dæmis kjúklinga. Þetta kann að vera meginskýringin á því að verð hefur ekki hækkað á botnfiskafurðum þrátt fyrir efnahagslegan uppgang í helstu markaðslöndunum og takmarkað framboð af fiski í heiminum vegna erfiðrar stöðu margra fiskstofna. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að verð á sjávarafurðum hækki lítilsháttár frá því sem það er nú. Þetta samsvarar því að verðið haldi nokkum veginn í við verðbólgu í markaðslöndunum. Þetta er tiltölulega varfærin spá, einkum ef efnahagsuppsveiflan heldur áfram í markaðslöndunum. Nokkur munur er á afkomuhorfum eftir greinum innan sjávarútvegs. Þannig eru líkur á mjög góðri afkomu í rækjuveiðum og -vinnslu, en ef sumar- og haustvertíðir á loðnu ganga ekki betur en í fyrra gæti afkoman í þeirri grein orðið erfið. Miklar vonir eru bundnar við aukinn síldarafla, en rétt er að benda á að mikil óvissa ríkir um sölu á saltsíld á næsta ári eftir að mikilvægustu markaðslöndin, Svíþjóð og Finnland, gengu í Evrópusambandið. Nú liggja fyrir niðurstöður kjarasamninga sem benda til þess að kostnaðarhækkanir innanlands verði tiltölulega litlar og stöðugleikinn haldist. I ljósi þessa og þess sem að firaman greinir um horfur varðandi verð sjávarafurða og framleiðslumagn telur Þjóðhagsstofnun líklegt að afkoma botnfiskveiða verði jákvæð á árinu 1995, nokkur

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.