Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 20174 Leiðari Að höndum fer stærsta hátíð kristinna manna og reyndar annarra einnig. Það er nefnilega svo að hvort sem fólk er trúað eða ekki kýs það að nýta hátíðisdagana til annars en venjubundnu dagana sem markaðir eru vana hins daglega rythma. Þeir sem eiga kost á því, taka fríið fegins hendi þótt þeir fari ekkert endilega með bænir eða sæki trúarlegar athafnir. Fyrir flesta eru jólin þannig ákveðið uppbrot. Um sama leyti fer daginn aftur að lengja, árinu lýkur og við taka tímamót í margþættum skilningi. Birtan er í mínum huga það besta við jól og áramót. Þá tekur daginn að lengja og innan tíðar líf að kvikna eftir vetrardvalann. Þótt þessar breyt- ingar gerist ekki hratt erum við meðvituð um þær og það hefur jákvæð áhrif á sálina. Þessir dymmustu dagar á norðuhveli jarðar eru einfald- lega mjög svartir. Þrátt fyrir þessar miklu öfgar í birtumagni eftir árstím- um erum við ekkert að hrófla við klukkunni sem alltaf telur þessa 24 tíma í sólarhring. Hér á Íslandi erum við einkar illa stödd hvað öfgana varð- ar. Við erum ýmist með 24 bjarta klukkutíma á sólarhring eða um það bil sex tíma. Þess vegna vilja margir að við breytum klukkunni þannig að við seinkum henni og breytum henni jafnvel einnig að hausti og vori eft- ir gangi sólar. En það gerum við ekki, það hefur fram að þessu ekki hugn- ast stjórnmálamönnum. Af þeim sökum höldum við áfram að vakna um miðjar nætur, miðað við gang sólar, og ég er ekki í vafa um að það hef- ur áhrif á bæði líkamlegt og andlegt atgervi okkar. Ég hugsa því hlýtt til bjarndýra úti í heimi sem hafa vit á því að draga sig í hýði yfir veturinn, safna forða og liggja á meltunni í nokkra mánuði. Þegar sól er svo kom- in nægilega hátt á loft að vori fara þeir að rumska, kíkja til veðurs og halda loks til veiða. Ég er handviss um að þeir glíma fyrir bragðið ekki við þunglyndi eins og við mannfólkið. Þetta eru sannkallaðir töffarar. En við mannfólkið höldum okkur við kerfi sem við köllum klukku sem er þannig hönnuð að hún á að taka mið af sólarganginum, alveg sama þótt þannig hagi til að sólin er upptekin annarsstaðar. Vandinn er því sá að þessi klukka gengur jafnhratt, eða hægt, hvort sem dagurinn er lang- ur, stuttur eða miðlungs. Þær þjóðir sem pólitískt kjósa að breyta ekki klukkunni lenda síðan í þeim hremmingum að íbúar þeirra rífa sig upp um miðjar nætur, börnin grenjandi og flestir úrillir. Höldum svo svefn- vana út í umferðina með stýrur í augum. Eftir því sem líður á veturinn verðum við af þessum sökum sífellt slappari og þreyttari, jafnvel veik af því við erum að hunsa líkamsklukkuna. Allt er þetta gert í þágu vanans og byggir á gamaldags hefðum í þeim tilgangi að maskínan stöðvist ekki sem við köllum vinnudag. Í sjálfu sér erum við því að rífa okkur upp um miðj- ar nætur í þágu framleiðni og hagvaxtar. Engu að síður held ég að hvorki hagvöxtur og hvað þá framleiðni vaxi með því að illa sofið og úrillt fólk mæti í vinnu eða skóla. Vegna þessa framferðis okkar er afskaplega heppilegt fyrir okkur íbúa á norðlægum slóðum að Jesúbarnið fæddist einmitt í mesta skammdeginu. Við fögnum komu þess með að kveikja ljós og sækja okkur þannig við- bótarbirtu því sólin er upptekin annarsstaðar. Jólin eru því í mínum huga fyrst og fremst hátíð birtu og ljóss og gerir sitt til að vega á móti þeim að- stæðum sem mannfólkið hefur sjálft komið sér í. Ég vil að endingu óska lesendum Skessuhorns friðsælla og fallegra jóla. Verum dugleg að kveikja á kertum og fegra lífið með birtu og yl. Það bæt- ir sálina og um leið lífsskilyrði okkar. Magnús Magnússon. Ljósin á jólunum Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auk fastra blaðamanna skrá efni í Jólablað: Arnar Óðinn Arnþórsson, Birna Guðrún Konráðsdóttir, Björn Þór Björnsson, Haraldur Bjarnason, Heiðar Lind Hansson og Katrín Lilja Jónsdóttir Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Fimmtudagurinn 14. desemb- er var stór dagur í fjarskiptamál- um í dreifbýli í Snæfellsbæ. Í fal- legu veðri voru fyrstu heimilin þá tengd í gegnum nýja ljósleiðar- ann. Fyrst var tengt hjá þeim Ósk- ari og Sunnu í Vatnsholti. Þaðan var haldið til Kela í Langaholti og tengt þar. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar var við- staddur þegar bæirnir voru tengd- ir ásamt, heimili fólki og tækni- mönnum. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að setja upp ljósleiðara í dreifbýli í Snæ- fellsbæ eins og fram hefur komið í Skessuhorni. Með tilkomu ljós- leiðarans mun hraði á Internetinu batna til muna á svæðinu og ættu tengingar einnig að verða örugg- ari, en ljósleiðari er öflugasta fjar- skiptatenging sem í boði er á Ís- landi í dag. þa Langþráð stund þegar fyrstu bæirnir voru tengdir ljósleiðaranum Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu not- endastýrðrar persónulegrar að- stoðar (NPA) við fatlað fólk. Rík- isstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum 13. des- ember sl. Í frumvarpi til fjárlaga næsta ár er gert ráð fyrir tæplega 290 milljóna króna fjárheimild til samninga um notendastýrða pers- ónulega aðstoð. Aukningin nem- ur samkvæmt því um 70 milljón- um króna frá þessu ári og gerir kleift að fjölga samningum úr 55 í 80 árið 2018. Annars vegar mun ráðherra leggja fram frumvarp til nýrra heildarlaga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðnings- þarfir og frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitar- félaga. Þessi frumvörp voru lögð fram á síðasta þingi og verða því endurflutt. Gert er ráð fyrir að lögfesting NPA á grundvelli þessara frum- varpa geti tekið gildi um mitt næsta ár. Fram að þeim tíma verð- ur NPA – þjónustan tryggð með framlengingu bráðabirgðaákvæða laga þar að lútandi frá 1. janú- ar næstkomandi. Í því skyni legg- ur ráðherra því einnig fram frum- varp til breytinga á lögum um mál- efni fatlaðs fólks og laga um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. „Það hefur sýnt sig að þeir sem fá notið þessarar þjón- ustu öðlast nánast nýtt líf, auk- ið frelsi og miklu betri möguleika til að ráða lífi sínu og taka fullan þátt í samfélaginu. Það er brýnt að þetta mál geti unnist sem hrað- ast og í góðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila og þvert á stjórn- málaflokka,“ segir Ásmundur Ein- ar Daðason. mm Frumvörp um notendastýrða persónulega aðstoð Norðurál á Grundartanga hefur á þriðja tug rafknúinna farartækja í sinni þjónustu sem flytja starfsmenn og vörur á athafnasvæði álversins. Nú býr fyrirtækið einnig í haginn fyrir vaxandi fjölda starfsmanna sem aka til og frá vinnu á eigin raf- knúnum ökutækjum. Í þessu skyni hafa verið sett upp sérstök græn bílastæði með raftenglum á álver- slóðinni þar sem starfsmönnum gefst kostur á að hlaða rafbíla sína. „Markmiðið er að minnka kolefn- isspor, stuðla að vistvænum sam- göngum og gera góðan vinnustað enn betri. Orkan er starfsmönn- um að endurgjaldslausu,“ segir í til- kynningu frá fyrirtækinu. Norðurál er í hópi íslenskra fyr- irtækja og stofnana sem skrifuðu undir yfirlýsingu um loftslagsmál í tengslum við loftlagsráðstefnuna í París. Þar með skuldbatt fyrir- tækið sig til þess að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda og lág- marka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. Norður- ál hefur náð góðum árangri á þessu sviði og er í hópi þeirra álvera sem best standa sig á heimsvísu. Vel hef- ur tekist að hámarka nýtingu raf- skauta, halda framleiðslunni stöð- ugri og lágmarka þar með losun lofttegundanna. mm Norðurál fjölgar umhverfisvænum bílum Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, við hraðhleðslustöð Norðuráls á Grundartanga. Ljósm. Norðurál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.