Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 56

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 56
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201756 Nikolína er nýlega orðin sextug. Hún ólst upp í Vestmannaeyjum og var á sextánda aldursári þegar byrjaði að gjósa í Heimaey. Tvítug flutti hún upp á Akranes þar sem hún hefur búið í fjörutíu ár. Hún hefur upplifað mikinn missi í gegn- um lífið. Á innan við ári missti hún móður sína og systur úr sama sjúk- dómnum. En Nikolínu fylgir einn- ig mikil gleði. Hún á tvö börn og þrjú barnabörn sem kunna vel að meta ömmu sína og þá á hún eigin- mann sem hún kallar klettinn sinn. Fyrir fimm árum greindist Ni- kolína með sama sjúkdóm og dró móður hennar og systur til dauða, en sjúkdómurinn nefnist lungnahá- þrýsingur. Hún tók á móti blaða- manni Skessuhorns að heimili sínu á Akranesi á aðventunni og rætt var um missinn, lífshlaupið; allt frá gosinu í Eyjum, siglingunni í land, hreinsunarstarfinu í Eyjum og líf- inu á fastalandinu. Gosið í Eyjum Við byrjum á því að ræða eldgosið sem er Nikolínu enn í fersku minni. Hún er elst fimm systkina og fædd árið 1957. Foreldrar hennar áttu svo tvö börn árið 1960, eitt í janú- ar og annað í nóvember. Eitt barn árið 1963 og síðasta barnið 1966. Það var því mannmargt á heimilinu þegar fór að gjósa í Heimaey í janú- ar 1973. Aðfaranótt 23. janúar hafði Ni- kolína vakað frameftir til að læra undir enskupróf. „Svo finnst mér ég nýsofnuð þegar pabbi kemur inn í herbergið til mín og spyr mig hvort ég vilji ekki koma fram að fá mér kaffisopa,“ segir Nikolína. Henni fannst þetta mjög skrýtin spurning, enda ekki farin að drekka kaffi á þessum árum. „Ég byrjaði ekki að drekka kaffi fyrr en ég var orðin mjög fullorðinn einstakling- ur,“ segir hún hlæjandi. Hún lét þó tilleiðast og fór þó fram með pabba sínum þar sem mamma hennar sat. Grunaði ekki gos á eyjunni „Hann segir; „komdu hérna fram og sittu hjá mömmu þinni. Það eru svo miklir jarðskjálftar.“ Mamma var smeyk við jarðskjálfta.“ Pabbi hennar fer út til að huga að jarð- skjálftunum því hann sá bjarma frá austurenda eyjarinnar. Hann grun- aði að það væri farið að gjósa við eyjuna, en ekki á eyjunni sjálfri. Þær mæðgur sátu saman í eldhús- inu og reyndu að leiða hugann frá skjálftunum þegar pabbi henn- ar kemur aftur; „og með þvílíku óðagoti. Hann segir mömmu að vekja hina krakkana og við skyld- um klæða okkur því það væri kom- ið gos á eyjunni og við þurftum að fara niður á bryggju og niður í bát.“ Pabbi hennar var sjómaður og vann um borð á bátnum Gjafari VE. Það lá því beinast við að þessi sjö manna fjölskylda færi beint í Gjafar og burt frá Eyjum. „Mér fannst þetta svo óraun- verulegt. Að það væri farið að gjósa á eyjunni sjálfri. Ég sá ekki fyrir endann á því hvernig þetta ætti allt að gerast ef við áttum að fara nið- ur á höfn,“ segir Nikolína og bæt- ir því við að henni hafi bara fund- ist það einfaldast að vera bara á eyjunni þrátt fyrir gos. Nikolína á æskuminningar af gosinu í Surts- ey en þar byrjaði að gjósa árið 1963 og náttúruöflin því alltaf nálæg í hennar huga. „Afi minn hét Ólaf- ur Guðmundsson og var hann sjó- maður. Surtsey kom upp þar sem hann var að veiða og það voru uppi vangaveltur um að láta eyjuna heita Ólafsey eftir honum. Hann fór svo oft með mig upp á Hástein þaðan sem sást vel til Surtseyjar, þar sát- um við saman og spjölluðum.“ Það var því ekki skrýtið að Nikolínu hafi þótt það óráðsía að ætla að fara frá Eyjum vegna smá eldgoss. Köld sjóferð Niðri á bryggjunni þurfti Nikol- ína að bíða eftir afganginum af fjöl- skyldunni. „Við vorum sjö manna fjölskylda og komumst ekki öll inn í bílinn í einni ferð. Pabbi þurfti að sækja afganginn,“ segir Nikol- ína og verður hugsi í smástund. „Við áttum að standa þarna og fara ekki neitt og bíða og það var þögn á fólkinu. Það sagði enginn orð,“ segir hún og hikar aftur. „En við heyrðum drunurnar og við sáum eldsúlurnar spýtast upp í loftið. En fólkið? Það heyrðist ekkert í fólk- inu. Enginn grátur í börnum eða neitt.“ Hún upplifði jarðskjálft- ana og hljóðin á Gosminjasafninu í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum og það fékk mjög á hana að rifja þessar minningar upp. Mamma Nikolínu fór niður í káetu föður hennar með yngstu börnin þegar komið var um borð í Gjafar. „Og svo gerist þetta mjög hratt. Það var farið að setja fólk nið- ur í lest. Það var bara settur stigi og fólk var híft niður í lestina.“ Á þessi stigi vildi Nikolína komast niður í káetu til mömmu sinnar og systkina en komst ekki sökum mannmergð- ar á þilfarinu. „Svo ég fann mér stað, undir brúnni þar sem neta- dræsurnar lágu. Og þar var ég allan tímann bæði að drepast úr kulda og sjóveiki,“ segir Nikolína og hryllir sig við tilhugsunina. „Það var frek- ar ógeðfellt.“ Heilt bæjarfélag á fiskibátum Þegar siglt var frá eyjunni blasti við sjónarspil sem sennilega líður Eyja- mönnum sem upplifðu þessa at- burði aldrei úr minni. „Ég stóð á þil- farinu og horfði á gosið. Ég horfði á gíginn breiða sig þarna, koma frá Helgafelli og alveg niður úr,“ seg- ir Nikolína og skömmu síðar byrj- aði öskufallið. Hún fékk heita glóð í hárið og á fötin. „Þá fór ég að hugsa að þetta væri nú eitthvað meira en lítið gos. Þetta væri stórhættulegt. Maður fann að hárið sviðnaði þeg- ar grjótið kom í mann.“ „Það var svo mikið kappsmál að komast frá Eyjum, því það var svo mikill ótti að höfnin myndi lokast og þá kæmist maður ekki neitt. Höfnin var náttúrulega lífæð okk- ar.“ Flestir þekkja söguna af fimm þúsund manna bænum sem kom siglandi til Þorlákshafnar. Einn lést af völdum gaseitrunar í gosinu sem hófst þennan vetrarmorgun 23. janúar og lauk 3. júlí sama ár. „Ég man samt á leiðinni frá Eyjum, þar sem ég lá ísköld og ælandi, þá hugs- aði ég; „og svo þurfum við að fara aftur á morgun heim.“ Fyrir mér var það þannig.“ Flóttamenn í eigin landi Við komuna í Þorlákshöfn samein- aðist Nikólína fjölskyldunni sinni og fór ásamt fleiri Eyjamönnum til Reykjavíkur. Nikolína og henn- ar fjölskylda fékk inni í Austurbæj- arskóla. Pabbi hennar hélt aftur á móti björgunarstarfinu áfram með öðrum í áhöfn Gjafars VE. Þegar bærinn hafði verið rýmdur hófst björgun veraldlegra hluta, bú- slóðir og persónulegir munir voru fluttir í land. Til dæmis bjargaði pabbi hennar fjölskyldumyndum og skartgripum og geymdi í káetu sinni í Gjafari VE. Nikolína, systkini hennar og móðir voru í Austurbæjarskóla í fjóra eða fimm daga en fengu þá hús- næði í sumarhúsabyggðinni í Ölf- usborgum skammt utan við Hvera- gerði. Í áhöfn Gjafars VE voru fjór- ir bræður, þar af faðir Nikolínu, og einn mágur hans. Þessar fjölskyldur voru saman í Ölfusborgum þenn- an veturinn. Nikolína segir að hún hafi upplifað mikið óöryggi, ekki hafi verið á hreinu hvað ætti að gera við heilt bæjarfélag sem var á flótta. Börnin þurftu að komast í skóla og það þurfti að finna húsaskjól fyrir alla. „Við fengum mjög litlar upp- lýsingar um hvernig þetta yrði en okkur leið ágætlega í Ölfusborgum en það var rosalega kalt.“ Þarna var því komið heilt þorp í Ölfusborg- ir og skólabíll fór að ganga þang- að og flytja börnin í skóla í Hvera- gerði. „Manni fannst maður alltaf vera í einhverjum draumi og maður átti bara eftir að vakna.“ Mannbjörg við Grindavík Réttum mánuði eftir að gos- ið í Heimaey hófst strandaði Gjaf- ar VE skammt utan við Grindavík. Um borð var faðir Nikolínu, föð- urbræður og frændi. Alls voru tólf manns um borð. Aftakaveður var þegar strandið átti sér stað. Gjaf- ar VE skaddaðist illa á kili og var ekki bjargað en mannbjörg varð. Í frétt í Morgunblaðinu frá þessum tíma segir að björgunaraðstæður hafi verið mjög erfiðar. Þar fór í sjó- inn mikið af persónulegum munum fjölskyldu Nikolínu, þar sem pabba hennar hafði ekki tekist að afhenda munina fjölskyldunni til varðveislu. „En það er svo ósköp lítils virði ef það verður mannbjörg. Ég missti ekki pabba og bræður hans og mág eða hina sem voru um borð.“ Pabbi hennar sameinaðist þó ekki fjölskyldunni í Ölfusborgum eftir þetta slys heldur var boðið að verða lögreglumaður í Heimaey á meðan á gosinu stóð. Sex aðrir lögrelgu- menn fylgdu honum og gistu all- ir á heimili Nikolínu. „Þeir hugsa um að hreinsa af þakinu svo þyngsl- in af öskunni eyðileggðu ekki þak- ið eða veggina. Þeir settu hlera fyr- ir gluggana þegar það var mik- ið rok eins og getur orðið í Eyj- um. Þeir sáu alveg um húsið þessir sjö menn og þetta varð alveg til þess að bjarga húsinu okkar frá nokkurri skemmd.“ Vinnan í kirkjugarðinum í andhverfum heimi Þegar gosinu lauk var sett af stað hreinsunardeild sem mokaði vikri úr bænum. Nikolína og fleiri unglingar á hennar reki fengu vinnu við þetta. Hún sjálf vann í kirkjugarðinum við að hreinsa vikur af leiðum. „Þetta var ærið verkefni.“ Koman aftur til Eyja var þó erfið. „Mér fannst ég Eldgos, missir og von Nikolína Theodóra Snorradóttir frá Akranesi segir frá eldgosinu í Heimaey og rifjar upp æviskeið sitt Nikolína Theodóra Snorradóttir og Smári Kristjánsson. Hún hefur upplifað mikinn missi í gegnum ævina og glímir nú við ólæknandi sjúkdóm. „Þær mæðgur sátu saman í eldhúsinu og reyndu að leiða hugann frá jarð- skjálftunum þegar faðir hennar kemur aftur; „og með þvílíku óðagoti. Hann segir mömmu að vekja hina krakkana og við skyldum klæða okkur því það væri komið gos á eyjunni og við þurftum að fara niður á bryggju og niður í bát.“ Fjölskyldan fór um gosnóttina ásamt fjölda annarra eyjaskeggja upp á fastaland- ið um borð í Gjafari VE. Rétt mánuði eftir gosið fórst Gjafar VE í innsiglingunni til Grindavíkur. Mannbjörg varð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.