Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 80

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 80
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201780 Kristófer Jónasson er fæddur árið 1935 á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þar ólst hann upp til 16 ára ald- urs þegar hann fluttist til Ólafsvík- ur. „Það var erfitt að fá vinnu þá og raunar hvar sem er á landinu. Ég fékk hvergi vinnu þegar ég ætlaði í burtu fyrsta veturinn. En svo gerð- ist það þegar ég var 16 ára gamall að ég fór að vinna í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur, var þar einn vetur en á vertíðarbátum eftir það. Fyrstu tvö til þrjú sumrin var ég á Stapanum. Síðan þá hef ég verið hér í Ólafs- vík,“ segir Kristófer í samtali við Skessuhorn. „Ég lærði vélstjórn í Vélskólanum, tók fyrsta stigið eins og það hét sem gaf mér réttindi á allt að sex til sjö hundruð hestafla vélar. Seinna réði ég mig á Valafell- ið, sem var 70 tonna bátur þar sem Jónas Guðmundsson var skipstjóri. Síðan var keyptur annar bátur, Guðmundur Þórðarson, rúmlega 200 tonn og ég var vélstjóri á hon- um með Jónasi,“ segir Kristófer. „Það var veitt á net hérna á vetrar- vertíðinni og farið norður á síld á sumrin. Þá var landað bara þar sem styst var að fara í land hverju sinni,“ segir hann og minnist síðasta síld- arævintýrsins. „Það var skemmti- legt á síldinni, mikil vinna þegar vel veiddist en oft rólegt inn á milli og legið í brælu þegar svo bar við. Það voru oft alveg blíður inni á Siglu- firði eða Seyðisfirði þó það væri vit- laust veður fyrir utan,“ segir hann. „Þetta voru ágætis ár, mikið líf í bæjunum og maður kynntist mörg- um um allt land. Í landlegum voru mörg skip í höfn, margt fólk í bæj- unum og mikið um dansleiki,“ bæt- ir Kristófer við. „Ómögulegt að hanga í landi“ Árið 1971 hætti Kristófer á sjó og réði sig sem vélstjóra og gæslu- mann í rafstöðina í Ólafsvík. „Það var að hausti til og mér líkaði ágæt- lega. En þegar fór að vora og komu blíður, þá fór mig að langa út á sjó aftur og fannst ómögulegt að hanga í landi,“ segir hann og hlær við. „Þá fór ég og keypti mér trillu og hef átt trillur allar götur síðan,“ bæt- ir hann við. „Trilluna gerði ég út þar til síðasta sumar að ég hætti að róa sjálfur og réði mann á trill- una. Útgerðina á ég enn. En ég fór dagróðra frá Ólafsvík og réri á henni hér á Breiðafirði, suður fyrir Malar- rif og suður á Stapann minn,“ seg- ir hann og brosir. „Síðan var stund- um farið alveg vestur að Bjargtöng- um en aðeins í góðum veðrum og ef ekki fiskaðist annars staðar. Þangað er langt og þó maður sé tiltölulega fljótur út þá er maður lengi heim ef maður fær góðan afla, sem mað- ur vill nú helst gera í svona löngum túrum,“ segir hann. Kristófer er kvæntur Auði Böðv- arsdóttur frá Ólafsvík. Þau gengu í hjónaband árið 1959 og eiga sam- an fjögur börn; eina dóttur og þrjá syni. „Þetta er orðið langt hjóna- band sem betur fer. Samt þótti ég nú ekki ungur maður þegar ég gifti mig. Ég var 24 ára en hún er sex árum yngri. Það var alvanalegt á þessum tíma að vera giftur fyr- ir tvítugt,“ segir hann. „Allt okk- ar hjónaband höfum við búið hér í Ólafsvík. Við byggðum okkur hús árið 1964 sem við búum í enn í dag. Áður bjuggum við á neðri hæðinni hjá tengdaforeldrum mínum. Íbúð- in var lítil og það var farið að verða þröngt um okkur enda við þá kom- in með tvö börn,“ segir Kristófer. Fjálsar íþróttir helsta áhugamálið Kristófer hefur lengi tekið virkan þátt í íþróttastarfi og segir að frjáls- ar íþróttir séu hans helsta áhuga- mál í dag. Aðspurður kveðst hann snemma hafa lagt frjálsar fyrir sig. „Þetta byrjaði allt saman þegar ég var 13 ára gamall. Jafnaldri minn, Svavar Markússon, sem síðar varð margfaldur Íslandsmeistari í milli- vegalengdahlaupum, dvaldi allt- af á Arnarstapa á sumrin. Sum- arið sem við vorum 13 ára gamlir smitaði hann mig af íþróttabakterí- unni og ég byrjaði í öllum grein- um, hvort sem það voru köst, hlaup eða stökk,“ segir Kristófer. „Við út- bjuggum okkur sandgryfju til að stökkva í. Sandinn bárum við í pok- um á bakinu, líklega fimm hundr- uð metra leið,“segir hann. „Fljót- lega byrjaði ég svo að keppa og 15 ára gamall fór ég á mitt fyrsta hér- aðsmót og keppti fyrir Ungmenna- félagið Trausta á Arnarstapa. Þau voru ansi myndarleg í þá daga, hér- aðsmótin, haldin með pompi og prakt og heill dagur undirlagður frá morgni til kvölds. Prestur byrj- aði mótið hverju sinni og fólk kom víða að til að horfa á þó það væri ekki að keppa,“ segir hann. Héraðsmótin voru haldin víða á Snæfellsnesi, en einkum var keppt á Breiðabliki, á Görðum í Staðar- sveit og í Stykkishólmi. „Þetta voru helstu staðirnir, en stöku sinnum var keppt í Ólafsvík. Síðan voru haldin drengjamót úti á Stapa, á túninu við Arnarfellið. Þar var ágætis aðstaða, svoleiðis, til að halda íþróttamót,“ segir Kristófer. Tók sér hlé í rúm 30 ár Hann segir að frjálsíþróttastarf á Snæfellsnesi hafi verið mikið í þá daga og margir góðir íþrótta- menn. Bjarni Andrésson í Stykkis- hólmi ferðaðist um Nesið og dvaldi nokkurn tíma á hverjum stað ein- hver sumur og þjálfaði unglingana. Til að mynda var hann tvær vikur á Stapa þegar Kristófer var ungling- ur. „Hann hafði verið í íþróttum sjálfur og átti gaddaskó sem hann gaf mér. Voru það fyrstu gadda- skórnir sem ég eignaðist,“ segir Kristófer og brosir við endurminn- inguna. Kristófer keppti á flestum mót- um sem haldin voru á Snæfells- nesi og keppti einnig á Lands- mótum UMFÍ, þar til hann var 21 árs gamall. Þá hætti hann í frjáls- um að mestu og keppti ekki nema stöku sinnum, ef svo vildi til að það var mót þegar hann var í landi og staddur heima í Ólafsvík. „En það var ekki fyrr en ég var orðinn 55 ára gamall að ég byrjaði aftur. Þannig að ég tók mér gott hlé,“ segir hann og brosir. „Þá voru haldin fyrstu öldungamótin hér á Snæfellsnesi og ég hugsaði með mér að ég yrði að fara þó ekki væri nema bara til að þá yrði einum fleira í mótinu, bara til að styðja við framtakið,“ segir Kristófer. „En síðan gekk mér bara svo vel og ég hugsaði með mér að ég gæti vel farið og keppt á öld- ungamótum fyrir sunnan og hef gert það síðan. Þegar ég fer suður þá tek ég æfingu með öldungunum fyrir sunnan, ef ég hef tíma,“ seg- ir hann. Hefur keppt víða Frá því Kristófer hóf að iðka frjáls- ar að nýju á sextugsaldri hefur hann keppt á fjölda öldungamóta og ver- ið tíður gestur á landsmótum 50+ og meistaramótum öldunga. Þá hefur hann enn fremur tekið þátt í fjölda Norðurlandamóta öldunga fyrir Íslands hönd og snúið heim með nokkra verðlaunapeninga. „Ég á þónokkra verðlaunapeninga fyir stökk og köst, þannig að ég get ekki sagt annað en að mér hafi gengið vel á Norðurlandamótun- um,“ segir hann. „Síðan keppti ég á Evrópumeistaramóti síðastliðið sumar sem haldið var í Danmörku. Ég ætlaði ekkert að fara en fékk engan frið. „Þú verður að koma með,“ sögðu félagar mínir fyr- ir sunnan og ég lét til leiðast. Við fórum átta saman og kepptum fyr- ir Íslands hönd. Hópurinn vann til tvennra silfurverðlauna en ég komst ekki á pall í þetta skiptið en komst þó í úrslit bæði í spjótkasti og þrí- stökki,“ segir hann. „Þar prófaði ég líka að keppa í kastþrautinni af því ég hafði ekkert betra að gera. Þá er keppt í öllum kastgreinum og þrjú köst í hverri; spjóti, kúlu, kringlu og sleggju. Síðan eru gefin stig fyr- ir hvert kast í hverri grein og þau svo lögð saman. Ég var næstsíð- astur þar,“ segir Kristófer og hlær við. „En það skiptir ekki máli. Ég hafði svo sem ekki búist við neinu meiru, það var bara gaman að taka þátt. Þetta var mjög skemmtileg keppni,“ segir hann. Heldur ótrauður áfram Aðspurður segir Kristófer lítið frjálsíþróttastarf á Snæfellsnesi fyr- ir hans aldurshóp. „Það er orðið voðalega lítið og miklu minna en var áður. Ég kann enga skýringu á því hvers vegna þetta hefur dottið svona upp fyrir nema bara áhuga- leysi. Það er til dæmis enginn af Snæfellsnesi sem keppir á öldunga- mótunum fyrir sunnan nema ég,“ segir hann en hvetur aðra öldunga til að spreyta sig í frjálsum. „Ég hef boðið mörgum að koma með mér á æfingar og mót en ekki tekist að draga neinn með mér enn. Kannski einn daginn,“ segir Kristófer. Engu að síður kveðst hann sjálfur ætla að halda ótrauður áfram að mæta í keppnir. „Ég ælta að halda áfram meðan ég hef heilsu til. Getan skipt- ir ekki svo miklu máli, ég geri þetta fyrst og síðast mér til gamans. Ég á góða félaga í íþróttunum og það er alltaf gaman að vera með,“ seg- ir hann og allnokkrar keppnir eru framundan. „Um miðjan janúar fer ég á öldungamót í Laugardalnum í Reykjavík og svo reikna ég með að keppa á Landsmóti 50+ og meist- aramótum öldunga bæði utanhúss og innanhúss á næsta ári,“ segir Kristófer. Hann kveðst hins veg- ar ekki reikna með að fara erlend- is að keppa á næsta ári. „Flokkarn- ir ná yfir fimm ár og það er best að vera á fyrsta árinu í hverjum flokki, því maður fer alltaf niður á við með árunum. Ég verð akkúrat í miðj- unni á næsta ári og þá verða komn- ir í flokkinn mér yngri menn sem erfitt er að eiga við,“ segir hann og brosir. „Ég stefni frekar á að fara á Evrópumeistaramótið eftir þrjú ár, þegar ég verð 85 ára,“ segir Krist- ófer Jónasson íþróttagarpur að endingu. kgk Kristófer Jónasson er íþróttagarpur á níræðisaldri „Ælta að halda áfram meðan ég hef heilsu til“ Ungur að árum á Arnarstapa með Stapafellið í baksýn. Kristófer er til hægri í mynd og fyrir miðju er Svavar Markússon, sem smitaði hann af frjálsíþróttabakteríunni. Með þeim á myndinni er strákur sem heitir Grétar og var stundum á Arnarstapa á sumrin. Kristófer Jónasson í Ólafsvík. Kristófer hefur unnið til fjölmargra verðlauna, bæði hér heima og á mótum erlendis. Hér sýnir hann blaðamanni verðlaunagripasafnið sitt. Bikarar í safni Kristófers.Verðlaunapeningar fyrir frjálsar íþróttir í öldungaflokki. Kristófer kveðst ætla að halda áfram að keppa í frjálsum íþróttum á meðan hann hefur heilsu til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.