Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201738
Fréttaannáll ársins 2017 í máli og myndum
„Það sætir tíðindum“
Skagastúlka fyrsti
Vestlendingurinn
Það var ekki fyrr en að kvöldi 2. janúar, laust eftir klukkan 18,
sem fyrsta barnið kom í heminn á Heilbrigðisstofnun Vest-
urlands á Akranesi. Var það myndarstúlka, vó 3.508 grömm
og var 51 sentímetri að lengd. Þessi fyrsti Vestlendingur árs-
ins reyndist vera Skagastúlka, en foreldrar hennar eru María
Sigríður Kjartansdóttir og Gunnar Þóroddsson á Akranesi.
Stúlkan er þeirra fjórða barn.
Hóf leigubílaakstur í Borgarnesi
Í ársbyrjun hóf Jón Kr. Kristjánsson leigubílaakstur í Borgar-
nesi undir merkinu Taxi Borgarnes. Áður en Jón tók til starfa
snemma í janúar hafði ekki verið gerður út leigubíll í Borgar-
nesi svo árum skiptir.
Heimtu fé um hávetur
Um miðjan janúar sást til kinda á Þverdal í Dölum. Settu
bændur á Vatni, Stóra-Vatnshorni og Fellsenda umsvifalaust í
smalagírinn þegar veður var gott og heimtu tíu skjátur af fjalli.
Þrjár af ánum tíu reyndust útigengnar frá fyrra ári. Dalabænd-
ur nýttu sér tæknina og fóru á eftir fénu á fjórhjólum, enda
snjór á dalnum og erfitt að fara á göngu. Gekk ágætlega að
smala fénu og fékk að minnsta kosti ein kind far á einu hjól-
anna, eftir að hafa orðið viðskila við hópinn.
Fiskþurrkun á Akranesi sett á ís
Fyrirhugaðar framkvæmdir HB Granda við fiskþurrkun sína
á Akranesi, sem áður hét Laugafiskur, voru lagðar til hliðar
í janúar. Þá hafði engin starfsemi verið í fiskþurrkuninni frá
því vorið áður vegna erfiðra markaðsaðstæðna. HB Grandi
hafði fyrirhugað uppbyggingu á nýju húsnæði fiskþurrkun-
innar og stóðu miklar deilur um málið á Akranesi. Einkum
var deilt um lyktarmengun frá þurrkuninni og hvort slík starf-
semi ætti heima nærri íbúabyggð. En þar sem fallið hefur ver-
ið frá framkvæmdum við fiskþurrkun er því málinu lokið, að
minnsta kosti í bili.
Eigendaskipti á Loftorku
í Borgarnesi
Á áramótum tóku nýir eigendur við hinu fornfræga iðnfyr-
irtæki Loftorku í Borgarnesi. Feðgarnir Óli Jón Gunnars-
son og Bergþór Ólason seldu fyrirtækið nýju dótturfyrirtæki
Steypustöðvarinnar í Reykjavík. Nýr framkvæmdastjóri Loft-
orku er Andrés Konráðsson, en hann er einmitt sonur Kon-
ráðs Andréssonar sem stofnaði fyrirtækið á sínum tíma. Rétt-
um tíu árum áður hafði Andrés gegnt sömu stöðu og því býsna
hagvanur.
Stofnuðu drónahóp
Allar Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á
sunnanverðu Vesturlandi, svæði 4, tóku sig saman og stofn-
uðu drónahóp. Starfar hópurinn saman að æfingum og skipu-
lagi, en hver sveit festi kaup á dróna og vinna sveitirnar sam-
an að þjálfun björgunarsveitarmanna við leit með dróna og
björgun. Í byrjun febrúar hittist drónahópur björgunarsveit-
anna á æfingu við virkjunarstífluna úr Skorradalsvatni. Menn
skiptust þar á upplýsingum og miðluðu þekkingu sinni auk
þess sem allir prófuðu að fljúga tækjunum. Ernir, mávar og
hrafnar fylgdust með í háloftunum.
Skagamenn skiptu um bæjarstjóra
Regína Ásvaldsdóttir var
snemma í febrúar ráð-
in sviðsstjóri velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar. Lét hún
af starfi bæjarstjóra á Akra-
nesi og hófu bæjaryfirvöld
leit að eftirmanni hennar.
Um mánuði síðar var heima-
maðurinn Sævar Freyr Þrá-
insson ráðinn bæjarstjóri á
Akranesi, en hann hafði áður
verið forstjóri 365 miðla frá
árinu 2014.
Bleyta þorra í Borgarnesi
Það er um það bil árviss viðburður að þeir sem skella sér í
heita pottinn í sundlauginni í Borgarnesi bleyti þorra, það
er að segja haldi sitt eigið þorrablót í heitapottinum. Blót-
ið er haldið í „Vizkubrunninum“ sem er pottur númer eitt í
íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Er þessi hefð pottverja orð-
in meira en aldarfjórðungsgömul, en fyrst var bleytt í þorra
í „Litla pottinum“ við innisundlaugina. Á þorrablautinu var
boðið upp á þorramat hvers konar og á dagskrá voru drápur,
kviðlingar, minni karla og kvenna, málshættir og gamanmál.
Jóhanna Fjóla skipaður
forstjóri HVE
Hinn 1. febrúar var Jóhanna
Fjóla Jóhannesdóttir hjúkr-
unarfræðingur settur for-
stjóri Heilbrigðisstofnun-
ar Vesturlands. Tók hún við
starfinu af Guðjóni Brjáns-
syni, sem tók sæti á þingi fyr-
ir Samfylkinguna. Jóhanna
Fjóla hefur starfað við stofn-
unina óslitið frá árinu 1981,
við hjúkrun og stjórnunar-
störf.
Skallagrímskonur komust
í bikarúrslitin
Vestlendingar fengu ná-
grannaslag í undanúrslit-
um Maltbikars kvenna í
körfuknattleik síðasta vet-
ur þegar Snæfell og Skalla-
grímur mættust í Laugar-
dalshöllinni. Borgnesingar
og Hólmarar fjölmenntu á
leikinn og stemningin í hús-
inu var mögnuð. Leikurinn
var æsispennandi og úrslitin
réðust ekki fyrr en á síðsutu
sekúndum leiksins, þegar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
setti niður þriggja stiga skot
og tryggði Skallagrími sig-
ur. Þremur dögum seinna
léku Skallagrímskonur til
úrslita gegn Keflavík en urðu að játa sig sigraðar eftir spenn-
andi úrslitaleik.
Sjómannaverkfallið á enda
Þriðju helgi í febrúar greiddu sjómenn atkvæði um nýjan
kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Var samn-
Ágæti lesandi, mig langar að draga upp myndir fyrir
þig. Drátthagur er ég ekki en get þó dregið til stafs,
með aðstoð lyklaborðs og því teiknað með orðum:
Blaðamaður setur blek í penna og fyllir blaðfákinn af
eldsneyti áður en hann ekur áleiðis út á Snæfellsnes
og hittir þar fólk sem er að stofna fyrirtæki, stendur
fyrir viðburði, hefur reynt ýmislegt um ævina eða
hefur einfaldlega skemmtilega sögu að segja. Næstu
viku á eftir fer hann sambærilega ferð í Dali eða Reyk-
hólasveit, um Borgarfjörð eða Borgarnes, Hvalfjörð
eða Akranes. Hvaðanæva að leggur undurfagran ilm
frá nýbökuðum fréttum og ferskum viðmælendum.
Blaðamaðurinn veit ekki lengra en fréttanef hans
nær og fylgir því þess vegna í einu og öllu. Það er
hans baggi og blessun.
Ýmislegt tókst blaðamönnum Skessuhorns að þefa
uppi á árinu, gleðifréttir og slæmar fréttir, léttar og
þungar. Margt var okkur bent á og mörgu tókum við
eftir. Hér á eftir verður stiklað á stóru í atburðum
ársins 2017 í máli og myndum. Kæri lesandi, þakkir
fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Takk fyrir að
lesa fréttir.
Ást og friður,
Kristján Gauti Karlsson.
Framhald á næstu opnu